Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. október 2025 11:10 Ása Valdís Árnadóttir er oddviti Grímsnes og Grafningshrepp. magnús hlynur hreiðarsson Fulltrúar meirihlutans í Grímsnes- og Grafningshreppi segja hættu á að íbúar í hreppnum glati trausti á því sem haldi samfélaginu saman gefist fólki kostur á að hringla með lögheimilisskráningu sína korteri fyrir kosningar. Sumarhúsaeigendur í hreppnum hafa verið hvattir til að breyta skráningu sinni tímabundið nú þegar sjö mánuðir í kosningar. Ása Valdís Árnadóttir, Björn Kristinn Pálmarsson og Smári Bergmann Kolbeinsson eru fulltrúar meirihlutans í sveitarstjórn hreppsins. Í aðsendri grein á Vísi í morgun deila þau áhyggjum sínum af því að frístundahúsaeigendur í hreppnum séu í umræðum á samfélagsmiðlum hvattir til að skrá sig með „ótilgreint heimilisfang“ í sveitarfélaginu til að öðlast kosningarétt og geta þannig haft áhrif á komandi sveitarstjórnarkosningar án þess að búa raunverulega í sveitarfélaginu. Þá séu í dreifingu hagnýtar upplýsingar um hvernig eigi að framkvæma slíka skráningu. Í Grímsnes- og Grafningshreppi eru nær 3.400 frístundahús og rúmlega 690 skráðir íbúar að sögn fulltrúanna. Samkvæmt gögnum Hagstofunnar voru íbúar í sveitarfélaginu 575 þann 1. janúar síðastliðinn og hefur íbúum nær undantekningalaust fjölgað á milli ára undanfarinn áratug. Grafi undan grundvallarhlutverkinu Bæjarfulltrúarnir segast skilja að eigendur frístundahúsa vilji hafa rödd í umræðunni en þó sé mikilvægt að muna að skipulag er verkfæri til að tryggja jafnvægi milli hagsmuna þeirra sem búa í sveitarfélaginu og þeirra sem eigi þar sumarhús. „Ef kerfi lögheimilisskráningar er notað til að breyta því jafnvægi, þá er verið að grafa undan grundvallarhlutverki sveitarfélagsins, að tryggja réttláta, stöðuga og faglega stjórnsýslu. Skipulag er ekki aðeins teikningar eða reglur, það er rammi sem tryggir jafnræði og traust milli íbúa, frístundahúsaeigenda og stjórnvalda.“ Lára V. Júlíusdóttir hæstaréttarlögmaður tekur til varna fyrir frístundahúsaeigendur í Morgunblaðinu í dag.Vísir/Arnar Lára V. Júlíusdóttir hæstaréttarlögmaður segir frá því í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag að sveitarfélagið hafi í viðleitni sinni til að koma í veg fyrir lögheimilisflutninga sumarbústaðaeigenda sent Þjóðskrá erindi í desember og óskað eftir því að lögheimilisskráningar allra með ótilgreint heimilisfang í hreppnum á grundvelli búsetu í frístundahúsi yrðu felldar niður. Þessu hafnaði Þjóðskrá í janúar síðastliðnum og hið sama gerði dómsmálaráðuneytið í úrskurði í haust. Sveitarfélag geti ekki átt aðild að beiðni um breytingu á lögheimilisskráningu íbúa þess. Lára segir í grein sinni að afstaða sveitarstjórnar til frístundahúsaeigenda sé ekki ný af nálinni. Öll samskipti beri þessa merki en frístundahúsaeigendur hafi meðal annars skoðanir á gjaldtöku í sund, skólaakstri og afsláttarkjörum eldri borgara af fasteignagjöldum. Snúist ekki um völd heldur miklu dýpri hluti Bæjarfulltrúarnir þrír taka sérstaklega fram að þeir gefi ekki kost á sér í komandi kosningum. Umræðan snúist því ekki um pólitískan ávinning eða að halda í völd heldur eitthvað miklu dýpra; virðingu fyrir leikreglunum, trausti til kerfisins og ábyrgð gagnvart samfélaginu öllu. „Við berum öll ábyrgð á því að tryggja að ákvarðanir séu teknar á málefnalegum grunni en ekki með skipulögðum aðgerðum á samfélagsmiðlum sem geta breytt forsendum kosninga. Lýðræðið byggir á þátttöku þeirra sem búa allan ársins hring í samfélaginu, lifa með því og bera ábyrgð á því.“ Grímsnes- og Grafningshreppur Eldri borgarar Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Ríkið hætti fjölmiðlaafskiptum Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Halldór teiknar Landsdóm Innlent Myndskeið frá Jökulsárlóni: „Tifandi tímasprengja“ Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Ása Valdís Árnadóttir, Björn Kristinn Pálmarsson og Smári Bergmann Kolbeinsson eru fulltrúar meirihlutans í sveitarstjórn hreppsins. Í aðsendri grein á Vísi í morgun deila þau áhyggjum sínum af því að frístundahúsaeigendur í hreppnum séu í umræðum á samfélagsmiðlum hvattir til að skrá sig með „ótilgreint heimilisfang“ í sveitarfélaginu til að öðlast kosningarétt og geta þannig haft áhrif á komandi sveitarstjórnarkosningar án þess að búa raunverulega í sveitarfélaginu. Þá séu í dreifingu hagnýtar upplýsingar um hvernig eigi að framkvæma slíka skráningu. Í Grímsnes- og Grafningshreppi eru nær 3.400 frístundahús og rúmlega 690 skráðir íbúar að sögn fulltrúanna. Samkvæmt gögnum Hagstofunnar voru íbúar í sveitarfélaginu 575 þann 1. janúar síðastliðinn og hefur íbúum nær undantekningalaust fjölgað á milli ára undanfarinn áratug. Grafi undan grundvallarhlutverkinu Bæjarfulltrúarnir segast skilja að eigendur frístundahúsa vilji hafa rödd í umræðunni en þó sé mikilvægt að muna að skipulag er verkfæri til að tryggja jafnvægi milli hagsmuna þeirra sem búa í sveitarfélaginu og þeirra sem eigi þar sumarhús. „Ef kerfi lögheimilisskráningar er notað til að breyta því jafnvægi, þá er verið að grafa undan grundvallarhlutverki sveitarfélagsins, að tryggja réttláta, stöðuga og faglega stjórnsýslu. Skipulag er ekki aðeins teikningar eða reglur, það er rammi sem tryggir jafnræði og traust milli íbúa, frístundahúsaeigenda og stjórnvalda.“ Lára V. Júlíusdóttir hæstaréttarlögmaður tekur til varna fyrir frístundahúsaeigendur í Morgunblaðinu í dag.Vísir/Arnar Lára V. Júlíusdóttir hæstaréttarlögmaður segir frá því í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag að sveitarfélagið hafi í viðleitni sinni til að koma í veg fyrir lögheimilisflutninga sumarbústaðaeigenda sent Þjóðskrá erindi í desember og óskað eftir því að lögheimilisskráningar allra með ótilgreint heimilisfang í hreppnum á grundvelli búsetu í frístundahúsi yrðu felldar niður. Þessu hafnaði Þjóðskrá í janúar síðastliðnum og hið sama gerði dómsmálaráðuneytið í úrskurði í haust. Sveitarfélag geti ekki átt aðild að beiðni um breytingu á lögheimilisskráningu íbúa þess. Lára segir í grein sinni að afstaða sveitarstjórnar til frístundahúsaeigenda sé ekki ný af nálinni. Öll samskipti beri þessa merki en frístundahúsaeigendur hafi meðal annars skoðanir á gjaldtöku í sund, skólaakstri og afsláttarkjörum eldri borgara af fasteignagjöldum. Snúist ekki um völd heldur miklu dýpri hluti Bæjarfulltrúarnir þrír taka sérstaklega fram að þeir gefi ekki kost á sér í komandi kosningum. Umræðan snúist því ekki um pólitískan ávinning eða að halda í völd heldur eitthvað miklu dýpra; virðingu fyrir leikreglunum, trausti til kerfisins og ábyrgð gagnvart samfélaginu öllu. „Við berum öll ábyrgð á því að tryggja að ákvarðanir séu teknar á málefnalegum grunni en ekki með skipulögðum aðgerðum á samfélagsmiðlum sem geta breytt forsendum kosninga. Lýðræðið byggir á þátttöku þeirra sem búa allan ársins hring í samfélaginu, lifa með því og bera ábyrgð á því.“
Grímsnes- og Grafningshreppur Eldri borgarar Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Ríkið hætti fjölmiðlaafskiptum Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Halldór teiknar Landsdóm Innlent Myndskeið frá Jökulsárlóni: „Tifandi tímasprengja“ Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira