Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar 23. október 2025 12:01 Ríkisstjórnin hyggst hækka vörugjöld á mótorhjól og fella niður undanþágur vörugjalda sem hefur hingað til skipt sköpum fyrir keppnishjól. Þetta er kynnt sem loftslagsaðgerð og tekjuöflun – en í raun er verið að refsa áhugafólki og fyrirtækjum fyrir að vera ekki í „grænum” farartækjum. Það er verið að gera fólki erfiðara fyrir að eignast og aka 100-250kg mótorhjólum, til að koma fleiri margra tonna rafbílum á göturnar með niðurgreiðslum. Mótorhjól eru nú þegar dýr. Innflutningur, skráning, tryggingar og viðhald gera þau að fjárfestingu sem ekki er á allra færi. Fæstir nota mótorhjól til daglegra samgangna, heldur sem áhugamál, íþrótt og í mörgum tilvikum atvinnugrein. Hækkun vörugjalda ofan á núverandi kostnað eru mikil afturför. Noregur, landið sem Ísland ber sig helst saman við, hefur afnumið tolla á mótorhjól. Norðmenn hafa áttað sig á því að létt og eyðslugrönn tæki eins og mótorhjól eru ekki rót alls ills. Ísland stefnir hins vegar í gagnstæða átt, með hækkanir og skerðingar sem drepa niður motocross, enduro og almenna ferðamennsku á mótorhjólum. Mótorhjólaferðaþjónusta er vaxandi atvinnugrein hérlendis. Ferðaþjónustan styður við fjölbreytt atvinnulíf og krefst ekki stórra innviða, heldur skynsemi í skattlagningu. Skynsemi virðist vanta þegar kílómetragjald á að bætast við, gjald sem kemur verst niður á hjólum sem fara helst um gamla slóða og vegi sem er ekki sinnt eða jafnvel lokaðir stóran hluta ársins. Að rukka sérstaklega fyrir að hjóla þar sem engum vegi er viðhaldið er ósanngjarnt. Það virðist því miður aldrei skipta máli hvað skattgreiðandinn fær fyrir skattana sína. Að auki að þá virðist það ekki skipta máli að engin mótorhjól eru með löggildan kílómetramæli, það gengi ekki við raf- eða vatnssölu, svo dæmi sé tekið. Tímasetningin er vonlaus. Þessar mögulegu breytingar eru kynntar í október, þegar innflytjendur og kaupendur eru fyrir löngu búnir að panta hjól, gera áætlanir og skuldbinda sig fyrir næsta tímabil. Hækkunin kemur of seint til að forðast tjón, en það virðist ekki skipta ríkisstjórninni neinu máli. Þar á bæ fá allir útborgað, sama hvað. Áhugamál eru nauðsýnilegur hluti af samfélaginu. Í allri umræðunni undanfarin ár um versnandi heilsufar og versnandi geðheilsu þjóðarinnar er nauðsynlegt að fólk geti sinnt sínum íþróttum og áhugamálum, hækkandi kostnaður er ekki til að hjálpa. Stjórnvöld ættu frekar að styðja við útivist, ferðalög, smárekstur og sjálfbært atvinnulíf, en ekki leggja stein í götu þeirra sem stunda sportið og þeirra sem leggja allt sitt í að halda slíkri starfsemi gangandi. Höfundur er eigandi Svartbergs ehf. sem flytur meðal annars inn AJP mótorhjól. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skattar og tollar Bifhjól Mest lesið Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Ábyrgð og tengslarof Gunnar Dan Wiium Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin hyggst hækka vörugjöld á mótorhjól og fella niður undanþágur vörugjalda sem hefur hingað til skipt sköpum fyrir keppnishjól. Þetta er kynnt sem loftslagsaðgerð og tekjuöflun – en í raun er verið að refsa áhugafólki og fyrirtækjum fyrir að vera ekki í „grænum” farartækjum. Það er verið að gera fólki erfiðara fyrir að eignast og aka 100-250kg mótorhjólum, til að koma fleiri margra tonna rafbílum á göturnar með niðurgreiðslum. Mótorhjól eru nú þegar dýr. Innflutningur, skráning, tryggingar og viðhald gera þau að fjárfestingu sem ekki er á allra færi. Fæstir nota mótorhjól til daglegra samgangna, heldur sem áhugamál, íþrótt og í mörgum tilvikum atvinnugrein. Hækkun vörugjalda ofan á núverandi kostnað eru mikil afturför. Noregur, landið sem Ísland ber sig helst saman við, hefur afnumið tolla á mótorhjól. Norðmenn hafa áttað sig á því að létt og eyðslugrönn tæki eins og mótorhjól eru ekki rót alls ills. Ísland stefnir hins vegar í gagnstæða átt, með hækkanir og skerðingar sem drepa niður motocross, enduro og almenna ferðamennsku á mótorhjólum. Mótorhjólaferðaþjónusta er vaxandi atvinnugrein hérlendis. Ferðaþjónustan styður við fjölbreytt atvinnulíf og krefst ekki stórra innviða, heldur skynsemi í skattlagningu. Skynsemi virðist vanta þegar kílómetragjald á að bætast við, gjald sem kemur verst niður á hjólum sem fara helst um gamla slóða og vegi sem er ekki sinnt eða jafnvel lokaðir stóran hluta ársins. Að rukka sérstaklega fyrir að hjóla þar sem engum vegi er viðhaldið er ósanngjarnt. Það virðist því miður aldrei skipta máli hvað skattgreiðandinn fær fyrir skattana sína. Að auki að þá virðist það ekki skipta máli að engin mótorhjól eru með löggildan kílómetramæli, það gengi ekki við raf- eða vatnssölu, svo dæmi sé tekið. Tímasetningin er vonlaus. Þessar mögulegu breytingar eru kynntar í október, þegar innflytjendur og kaupendur eru fyrir löngu búnir að panta hjól, gera áætlanir og skuldbinda sig fyrir næsta tímabil. Hækkunin kemur of seint til að forðast tjón, en það virðist ekki skipta ríkisstjórninni neinu máli. Þar á bæ fá allir útborgað, sama hvað. Áhugamál eru nauðsýnilegur hluti af samfélaginu. Í allri umræðunni undanfarin ár um versnandi heilsufar og versnandi geðheilsu þjóðarinnar er nauðsynlegt að fólk geti sinnt sínum íþróttum og áhugamálum, hækkandi kostnaður er ekki til að hjálpa. Stjórnvöld ættu frekar að styðja við útivist, ferðalög, smárekstur og sjálfbært atvinnulíf, en ekki leggja stein í götu þeirra sem stunda sportið og þeirra sem leggja allt sitt í að halda slíkri starfsemi gangandi. Höfundur er eigandi Svartbergs ehf. sem flytur meðal annars inn AJP mótorhjól.
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar