Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. október 2025 06:30 Josko Gvardiol lyftir hér Englandsmeistaratitlinum en hann hefur spilað stórt hlutverk í liði Manchester City undanfarin ár. Getty/Michael Regan Jokso Gvardiol er í dag í stóru hlutverki hjá bæði enska stórliðinu Manchester City og króatíska landsliðinu en það hefði vel getað endað allt öðruvísi. Gvardiol segir frá því að hann var næstum því hættur í fótbolta sem unglingur. Hann var þá að íhuga það alvarlega að spila frekar körfubolta „til að vera hamingjusamari“ eins og hann orðaði það. Varnarmaðurinn frá Manchester City tók næstum því þessa stóru ákvörðun þegar hann spilaði fyrir Dinamo Zagreb. Gvardiol, sem þá var sextán ára, var ekki að komast í aðallið Zagreb svo hann leitaði annars staðar til að finna mögulegan ferli í atvinnuíþróttum. 🎙️ Joško Gvardiol on almost quitting football during his Dinamo days:"I was thinking about quitting because I also love basketball." [BBC]#Gvardiol #ManchesterCity pic.twitter.com/XqGi1B9mQW— Croatian Football (@CroatiaFooty) October 23, 2025 „Ég var að hugsa um að hætta því mér finnst körfubolti líka skemmtilegur,“ sagði Jokso Gvardiol við breska ríkisútvarpið. „Ég var ekki viss um það að vilja halda áfram í fótbolta lengur því þegar ég mætti á æfingasvæðið þá var ég ekki lengur hamingjusamur. Ég var bara að reyna að finna aðrar lausnir og verða hamingjusamari. Allir vinir mínir voru að spila körfubolta og það kom því til greina að fara þangað,“ sagði Gvardiol. Gvardiol komst að lokum inn í liðið hjá Dinamo Zagreb þar sem hann vann meistaratitilinn tvö ár í röð í Króatíu. Félagaskipti hans til RB Leipzig fyrir sextán milljónir punda gerðu hann síðan að dýrasta króatíska unglingnum frá upphafi. Manchester City keypti Gvardiol síðan fyrir tveimur árum fyrir 77 milljónir punda sem gerir hann að næstdýrasta varnarmanni sögunnar. Aðeins kaup á Harry Maguire til Manchester United kostuðu meira. Gvardiol hefur skorað fleiri mörk í ensku úrvalsdeildinni en nokkur annar varnarmaður síðan hann kom til City. Hann spilaði í 55 af 61 leik City á síðasta tímabili sem miðvörður og vinstri bakvörður. Króatinn hefur nýlega spilað sem vinstri miðvörður í fimm leikja ósigraða röð fyrir City. „Ég er ánægður að vera kominn aftur í mína stöðu,“ sagði hann. „Auðvitað höfum við ný markmið á þessu tímabili og við viljum stefna hátt.“ En ég vil gjarnan segja að það sé frekar snemmt að tala um markmið okkar, tímabilið er langt svo við skulum taka leik fyrir leik.“ View this post on Instagram A post shared by Match of the Day (@bbcfootball) Enski boltinn Mest lesið Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Fleiri fréttir Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Sjá meira
Gvardiol segir frá því að hann var næstum því hættur í fótbolta sem unglingur. Hann var þá að íhuga það alvarlega að spila frekar körfubolta „til að vera hamingjusamari“ eins og hann orðaði það. Varnarmaðurinn frá Manchester City tók næstum því þessa stóru ákvörðun þegar hann spilaði fyrir Dinamo Zagreb. Gvardiol, sem þá var sextán ára, var ekki að komast í aðallið Zagreb svo hann leitaði annars staðar til að finna mögulegan ferli í atvinnuíþróttum. 🎙️ Joško Gvardiol on almost quitting football during his Dinamo days:"I was thinking about quitting because I also love basketball." [BBC]#Gvardiol #ManchesterCity pic.twitter.com/XqGi1B9mQW— Croatian Football (@CroatiaFooty) October 23, 2025 „Ég var að hugsa um að hætta því mér finnst körfubolti líka skemmtilegur,“ sagði Jokso Gvardiol við breska ríkisútvarpið. „Ég var ekki viss um það að vilja halda áfram í fótbolta lengur því þegar ég mætti á æfingasvæðið þá var ég ekki lengur hamingjusamur. Ég var bara að reyna að finna aðrar lausnir og verða hamingjusamari. Allir vinir mínir voru að spila körfubolta og það kom því til greina að fara þangað,“ sagði Gvardiol. Gvardiol komst að lokum inn í liðið hjá Dinamo Zagreb þar sem hann vann meistaratitilinn tvö ár í röð í Króatíu. Félagaskipti hans til RB Leipzig fyrir sextán milljónir punda gerðu hann síðan að dýrasta króatíska unglingnum frá upphafi. Manchester City keypti Gvardiol síðan fyrir tveimur árum fyrir 77 milljónir punda sem gerir hann að næstdýrasta varnarmanni sögunnar. Aðeins kaup á Harry Maguire til Manchester United kostuðu meira. Gvardiol hefur skorað fleiri mörk í ensku úrvalsdeildinni en nokkur annar varnarmaður síðan hann kom til City. Hann spilaði í 55 af 61 leik City á síðasta tímabili sem miðvörður og vinstri bakvörður. Króatinn hefur nýlega spilað sem vinstri miðvörður í fimm leikja ósigraða röð fyrir City. „Ég er ánægður að vera kominn aftur í mína stöðu,“ sagði hann. „Auðvitað höfum við ný markmið á þessu tímabili og við viljum stefna hátt.“ En ég vil gjarnan segja að það sé frekar snemmt að tala um markmið okkar, tímabilið er langt svo við skulum taka leik fyrir leik.“ View this post on Instagram A post shared by Match of the Day (@bbcfootball)
Enski boltinn Mest lesið Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Fleiri fréttir Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Sjá meira