Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. október 2025 20:30 Valkyrja Klemensdóttir, átta ára, stendur hér fyrir framan sýningarskápinn þar sem sylgjunni sem hún fann hefur verið fundinn staður. Hún íhugar að leggja fornleifafræðina fyrir sig þegar hún verður stór. Vísir/Bjarni Átta ára stelpa sem fann ævafornan mun og kom honum í vörslur Þjóðminjasafnsins segist vel geta hugsað sér að verða fornleifafræðingur þegar hún verður stór. Forstöðumaður Minjastofnunar segir hana hafa brugðist hárrétt við fundinum. Hin átta ára Valkyrja Klemensdóttir var að leika sér í fjörunni við Akra á Mýrum í Borgarfirði í sumar, þegar hún sá einkennilegan hlut liggja í polli. „Og fann eitthvað bein með einhverju gati. Ég tók það, því ég safna stundum dýra- og fuglabeinum og eitthvað. Þannig að ég bara tók það,“ segir Valkyrja í samtali við fréttastofu. Valkyrja var á gangi í fjörunni þegar hún gekk fram á muninn í polli. Hún hafi svo haldið heim í hús með beinið, ásamt öðrum hlutum sem hún hafði fundið í fjöruferðinni. „Ég var miklu spenntari fyrir einhverjum kristölum og svo voru allir svo miklu meira spenntir fyrir þessu en ég var spennt fyrir.“ Mjög glöð þegar niðurstaðan lá fyrir Frændi Valkyrju hafi síðan haft samband við Minjastofnun, til að kanna málið betur. Valkyrja segist hafa verið óþolinmóð eftir það. „Út af því að mig langaði svo að vita hvort þetta væri forngripur eða ekki. Svo kom í ljós að þetta var forngripur, og ég var bara mjög glöð.“ Um er að ræða sylgju úr tönn eða beini, sem talin er vera frá 9. eða 10. öld, þótt erfitt sé að segja til um nákvæman aldur. Sylgjan er með útskurði í borróstíl, og er sú fyrsta sinnar tegundar sem finnst hér á landi. Valkyrja afhenti Þjóðminjasafninu sylgjuna við hátíðlega athöfn í dag. Sylgjan er nú komin í sýningu á Þjóðminjasafninu. Hún er talin geta verið frá 9. eða 10. öld, og er sú fyrsta sinnar tegundar sem finnst hér á landi.Vísir/Vésteinn „Ég vissi samt ekki að þetta væri svona gamalt. Ég hélt að þetta væri kannski aðeins minna gamalt,“ segir þessi upprennandi fornleifafræðingur. Viðbrögðin fá toppeinkunn Minjastofnunar Valkyrja og fjölskylda brugðust hárrétt við, að sögn forstöðumanns Minjastofnunar. Þau hafi haft samband við minjavörð, merkt fundarstaðinn og tekið ljósmyndir. Fjölskyldan brást hárrétt við með því að merkja fundarstað og taka myndir. Hér sést Valkyrja benda með mikilli nákvæmni á hvar sylgjan lá. „Þetta er bara tíu af tíu. Þau björguðu þessum grip, þessu hefði skolað burt ef þau hefðu ekki tekið hann upp,“ segir Rúnar Leifsson, forstöðumaður Minjastofnunar Íslands. Gæti lagt fræðin fyrir sig Valkyrja skoðar nú hvort fornleifafræði gæti verið spennandi starfsvettvangur þegar fram líða stundir. „Ég bara veit það ekki. Örugglega, mig langar smá að verða fornleifafræðingur þegar ég verð stór.“ Er það ekki ágætis byrjun, að finna fyrsta þegar maður er átta ára? „Jú, bara mjög góð byrjun finnst mér.“ Fornminjar Krakkar Reykjavík Borgarbyggð Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Hin átta ára Valkyrja Klemensdóttir var að leika sér í fjörunni við Akra á Mýrum í Borgarfirði í sumar, þegar hún sá einkennilegan hlut liggja í polli. „Og fann eitthvað bein með einhverju gati. Ég tók það, því ég safna stundum dýra- og fuglabeinum og eitthvað. Þannig að ég bara tók það,“ segir Valkyrja í samtali við fréttastofu. Valkyrja var á gangi í fjörunni þegar hún gekk fram á muninn í polli. Hún hafi svo haldið heim í hús með beinið, ásamt öðrum hlutum sem hún hafði fundið í fjöruferðinni. „Ég var miklu spenntari fyrir einhverjum kristölum og svo voru allir svo miklu meira spenntir fyrir þessu en ég var spennt fyrir.“ Mjög glöð þegar niðurstaðan lá fyrir Frændi Valkyrju hafi síðan haft samband við Minjastofnun, til að kanna málið betur. Valkyrja segist hafa verið óþolinmóð eftir það. „Út af því að mig langaði svo að vita hvort þetta væri forngripur eða ekki. Svo kom í ljós að þetta var forngripur, og ég var bara mjög glöð.“ Um er að ræða sylgju úr tönn eða beini, sem talin er vera frá 9. eða 10. öld, þótt erfitt sé að segja til um nákvæman aldur. Sylgjan er með útskurði í borróstíl, og er sú fyrsta sinnar tegundar sem finnst hér á landi. Valkyrja afhenti Þjóðminjasafninu sylgjuna við hátíðlega athöfn í dag. Sylgjan er nú komin í sýningu á Þjóðminjasafninu. Hún er talin geta verið frá 9. eða 10. öld, og er sú fyrsta sinnar tegundar sem finnst hér á landi.Vísir/Vésteinn „Ég vissi samt ekki að þetta væri svona gamalt. Ég hélt að þetta væri kannski aðeins minna gamalt,“ segir þessi upprennandi fornleifafræðingur. Viðbrögðin fá toppeinkunn Minjastofnunar Valkyrja og fjölskylda brugðust hárrétt við, að sögn forstöðumanns Minjastofnunar. Þau hafi haft samband við minjavörð, merkt fundarstaðinn og tekið ljósmyndir. Fjölskyldan brást hárrétt við með því að merkja fundarstað og taka myndir. Hér sést Valkyrja benda með mikilli nákvæmni á hvar sylgjan lá. „Þetta er bara tíu af tíu. Þau björguðu þessum grip, þessu hefði skolað burt ef þau hefðu ekki tekið hann upp,“ segir Rúnar Leifsson, forstöðumaður Minjastofnunar Íslands. Gæti lagt fræðin fyrir sig Valkyrja skoðar nú hvort fornleifafræði gæti verið spennandi starfsvettvangur þegar fram líða stundir. „Ég bara veit það ekki. Örugglega, mig langar smá að verða fornleifafræðingur þegar ég verð stór.“ Er það ekki ágætis byrjun, að finna fyrsta þegar maður er átta ára? „Jú, bara mjög góð byrjun finnst mér.“
Fornminjar Krakkar Reykjavík Borgarbyggð Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira