Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. október 2025 10:54 Kjör Vigdísar Finnbogadóttur í embætti forseta Íslands eru meðal annars í öndvegi umfjöllunar á nýju heimasíðunni en um er að ræða samstarfsverkefni embættis forseta Íslands, utanríkis- og dómsmálaráðuneytisins og Íslandsstofu. Íslandsstofa/Vísir Íslensk stjórnvöld hafa sett í loftið vefsíðu á ensku þar sem sögu og árangri jafnréttisbaráttunnar á Íslandi eru gerð skil. Kvennaverkfallið sem boðað er í dag, í tilefni af því að fimmtíu ár eru liðin frá kvennaverkfallinu 1975, hefur vakið athygli út fyrir landssteinana. Dómsmálaráðherra sagði í viðtali við Sky News í gær að tilefni sé til að fagna þeim árangri sem náðst hafi en um leið sé baráttunni hvergi lokið. Arfleið kvennaverkfallsins árið 1975 og kjör Vigdísar Finnbogadóttur í embætti forseta Íslands eru meðal annars í öndvegi umfjöllunar á nýju heimasíðunni sem nú er komin í loftið, en um er að ræða samstarfsverkefni embættis forseta Íslands, utanríkis- og dómsmálaráðuneytisins og Íslandsstofu. Sagan rakin og áhrifakonur kveða sér hljóðs Markmiðið er að „miðla með skipulegum hætti sögu, árangri og stöðu Íslands á sviði jafnréttismála til umheimsins,“ að því er segir um verkefnið í tilkynningu frá Íslandsstofu. Meðal kvenna sem bregður fyrir í myndbandi á síðunni eru núverandi og fyrrverandi íslenskir kvenráðherrar, forseti og biskup Íslands auk annarra áhrifakvenna í íslensku samfélagi þar sem þær tala um kvennréttindabaráttuna á Íslandi og lýsa sinni reynslu. Myndbandið má sjá hér að neðan. Sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi eru gerð skil á tímalínu sem nær allt aftur til ársins 1850, þegar konur öðluðust jafnan erfðarétt á við karla, og til dagsins í dag þar sem þess er getið að nú leiði þrjár konur ríkisstjórn Íslands auk þess sem konur skipi meðal annars embætti forseta Íslands, biskups, ríkislögreglustjóra, landlæknis, borgarstjóra og háskólarektors. Þá er á síðunni að finna greinar með hinu ýmsa ítarefni um einstaka áfanga kvennréttindabaráttunnar á Íslandi. Enn verk að vinna þrátt fyrir „heimsmeistaratitil“ Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra var í viðtali við Sky News í gærkvöldi vegna kvennaverkfallsins en jafnréttismál heyra undir málefnasvið ráðuneytisins. „Þetta er sögulegur dagur á Íslandi og hann markaði breytingar,“ segir Þorbjörg meðal annars í viðtalinu um kvennaverkfallið 1975, en hún hefur sjálf birt brot úr viðtalinu á sínum samfélagsmiðlum. „Hetjan í sögunni er íslenska kvennahreyfingin. Konur bjuggu við þann veruleika að framlag þeirra var ekki metið að verðleikum. Vinnuframlag þeirra var ekki metið, tækifæri þeirra á vinnustaðnum voru ekki þau sömu og þær ákváðu að sýna í eitt skipti fyrir öll að gangverk samfélagsins myndi ekki virka án þeirra. Þeim tókst að sanna að samfélagið virkaði ekki án þeirra, og það var tilgangurinn,“ segir Þorbjörg. Í dag sé þó tilefni til að fagna. „Þetta er dagur fagnaðar en á sama tíma dagur til að undirstrika að við höfum ekki enn náð í land. Í sextán ár höfum við verið heimsmeistarar í kynjajafnrétti, en við erum mjög meðvituð um að það er enn verk að vinna.“ Jafnréttismál Kvennafrídagurinn Kvennaverkfall Auglýsinga- og markaðsmál Forseti Íslands Utanríkismál Vigdís Finnbogadóttir Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira
Arfleið kvennaverkfallsins árið 1975 og kjör Vigdísar Finnbogadóttur í embætti forseta Íslands eru meðal annars í öndvegi umfjöllunar á nýju heimasíðunni sem nú er komin í loftið, en um er að ræða samstarfsverkefni embættis forseta Íslands, utanríkis- og dómsmálaráðuneytisins og Íslandsstofu. Sagan rakin og áhrifakonur kveða sér hljóðs Markmiðið er að „miðla með skipulegum hætti sögu, árangri og stöðu Íslands á sviði jafnréttismála til umheimsins,“ að því er segir um verkefnið í tilkynningu frá Íslandsstofu. Meðal kvenna sem bregður fyrir í myndbandi á síðunni eru núverandi og fyrrverandi íslenskir kvenráðherrar, forseti og biskup Íslands auk annarra áhrifakvenna í íslensku samfélagi þar sem þær tala um kvennréttindabaráttuna á Íslandi og lýsa sinni reynslu. Myndbandið má sjá hér að neðan. Sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi eru gerð skil á tímalínu sem nær allt aftur til ársins 1850, þegar konur öðluðust jafnan erfðarétt á við karla, og til dagsins í dag þar sem þess er getið að nú leiði þrjár konur ríkisstjórn Íslands auk þess sem konur skipi meðal annars embætti forseta Íslands, biskups, ríkislögreglustjóra, landlæknis, borgarstjóra og háskólarektors. Þá er á síðunni að finna greinar með hinu ýmsa ítarefni um einstaka áfanga kvennréttindabaráttunnar á Íslandi. Enn verk að vinna þrátt fyrir „heimsmeistaratitil“ Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra var í viðtali við Sky News í gærkvöldi vegna kvennaverkfallsins en jafnréttismál heyra undir málefnasvið ráðuneytisins. „Þetta er sögulegur dagur á Íslandi og hann markaði breytingar,“ segir Þorbjörg meðal annars í viðtalinu um kvennaverkfallið 1975, en hún hefur sjálf birt brot úr viðtalinu á sínum samfélagsmiðlum. „Hetjan í sögunni er íslenska kvennahreyfingin. Konur bjuggu við þann veruleika að framlag þeirra var ekki metið að verðleikum. Vinnuframlag þeirra var ekki metið, tækifæri þeirra á vinnustaðnum voru ekki þau sömu og þær ákváðu að sýna í eitt skipti fyrir öll að gangverk samfélagsins myndi ekki virka án þeirra. Þeim tókst að sanna að samfélagið virkaði ekki án þeirra, og það var tilgangurinn,“ segir Þorbjörg. Í dag sé þó tilefni til að fagna. „Þetta er dagur fagnaðar en á sama tíma dagur til að undirstrika að við höfum ekki enn náð í land. Í sextán ár höfum við verið heimsmeistarar í kynjajafnrétti, en við erum mjög meðvituð um að það er enn verk að vinna.“
Jafnréttismál Kvennafrídagurinn Kvennaverkfall Auglýsinga- og markaðsmál Forseti Íslands Utanríkismál Vigdís Finnbogadóttir Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira