Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Sindri Sverrisson skrifar 24. október 2025 11:32 Hinn brasilíski Gabriel á stóran þátt í því hve pottþétt vörn Arsenal hefur verið. Getty/Alex Pantling Arsenal trónir á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta og það er ekki síst að þakka afar áreiðanlegum og öflugum varnarleik liðsins. Hér má sjá brot af því besta frá varnarmönnum liðsins. Arsenal hefur aðeins fengið á sig þrjú mörk í fyrstu átta umferðunum, eða helmingi færri mörk en næstu lið sem eru Manchester City og Sunderland. Arsenal-menn hafa svo skorað fimmtán mörk og eru með bestu markatöluna, auk þess að vera þremur stigum á undan Manchester City á toppi deildarinnar. Það er ekki á hverjum degi sem teknir eru saman hápunktar í varnarleik en af nægu er að taka hjá Arsenal á leiktíðinni eins og sjá má í syrpunni hér að neðan. Klippa: Frábær vörn Arsenal Vörn Arsenal hefur raunar verið sú besta í öllum stóru deildunum í Evrópu það sem af er leiktíð. Arsenal vann afgerandi 4-0 sigur á spænska stórliðinu Atlético Madrid í Meistaradeild Evrópu í vikunni og fylgdi þar með eftir sitthvorum 2-0 sigrinum á Athletic Bilbao annars vegar og Olympiacos hins vegar í keppninni fram að því. Arsenal er því með markatöluna 8-0 eftir þrjá leiki í Meistaradeildinni. Alls hefur Arsenal spilað tólf leiki í öllum keppnum og aðeins fengið á sig þrjú mörk, öll í ensku úrvalsdeildinni, en liðið vann 2-0 sigur á Port Vale í enska deildabikarnum. Arsenal á fyrir höndum snúið próf um helgina en liðið tekur á móti Crystal Palace á sunnudaginn klukkan 14. Arsenal, Palace og Bournemouth eru einu liðin sem aðeins hafa tapað einum leik það sem af er leiktíð. Enski boltinn Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Sjá meira
Arsenal hefur aðeins fengið á sig þrjú mörk í fyrstu átta umferðunum, eða helmingi færri mörk en næstu lið sem eru Manchester City og Sunderland. Arsenal-menn hafa svo skorað fimmtán mörk og eru með bestu markatöluna, auk þess að vera þremur stigum á undan Manchester City á toppi deildarinnar. Það er ekki á hverjum degi sem teknir eru saman hápunktar í varnarleik en af nægu er að taka hjá Arsenal á leiktíðinni eins og sjá má í syrpunni hér að neðan. Klippa: Frábær vörn Arsenal Vörn Arsenal hefur raunar verið sú besta í öllum stóru deildunum í Evrópu það sem af er leiktíð. Arsenal vann afgerandi 4-0 sigur á spænska stórliðinu Atlético Madrid í Meistaradeild Evrópu í vikunni og fylgdi þar með eftir sitthvorum 2-0 sigrinum á Athletic Bilbao annars vegar og Olympiacos hins vegar í keppninni fram að því. Arsenal er því með markatöluna 8-0 eftir þrjá leiki í Meistaradeildinni. Alls hefur Arsenal spilað tólf leiki í öllum keppnum og aðeins fengið á sig þrjú mörk, öll í ensku úrvalsdeildinni, en liðið vann 2-0 sigur á Port Vale í enska deildabikarnum. Arsenal á fyrir höndum snúið próf um helgina en liðið tekur á móti Crystal Palace á sunnudaginn klukkan 14. Arsenal, Palace og Bournemouth eru einu liðin sem aðeins hafa tapað einum leik það sem af er leiktíð.
Enski boltinn Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Sjá meira