Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. október 2025 12:23 Marínó G. Njálsson, Egill Helgason og Þröstur Ólafsson eru meðal þeirra sem eru þungt hugsi vegna yfirlýsinga hagsmunasamtaka og ýmissa þingmanna vegna bilunar hjá Norðuráli. Vísir/SaraRut Viðbrögð hagsmunasamtaka við tímabundnum samdrætti í álframleiðslu hjá Norðuráli vegna bilunar fara öfugt ofan í marga. Ekki sé um þjóðarvá að ræða og óeðlilegt að ríkisstjórnin grípi inn í eins og krafa sé um. Það sé lenska hérlendis að grenja og hegða sér eins og ofdekraðir krakkar. Norðurál tilkynnti um að framleiðsla hefði verið stöðvuð í annarri af tveimur kerlínum álversins á Grundartanga á þriðjudagskvöld í kjölfar bilunar í rafbúnaði. Álframleiðsla skerðist fyrir vikið um tvo þriðju. „Unnið er að því að greina ástæður bilunarinnar, og útvega og flytja til landsins búnað til að koma framleiðslu í fyrra horf. Jafnframt mun Norðurál vinna náið með birgjum sínum og viðskiptavinum vegna breyttra áætlana,“ sagði í tilkynningunni. Hagsmunasamtök hafa lýst yfir gríðarlegum áhyggjum af stöðunni hvort sem er verkalýðskólfur fyrir hönd starfsmanna við álverið og í tengdum störfum eða samtök í iðnaði. Ráðherrar hafa tekið undir, þingmenn hafa fundað með hagsmunaaðilum og gengi Eimskipa, sem á mikið undir viðskiptum við álverið, hríðlækkaði á miðvikudag. Grafalvarlegt ástand segja margir en samfélagsrýnar, þá sérstaklega af eldri kynslóðinni, staldra við slíkar fullyrðingar. Eins og ofdekraðir krakkar Egill Helgason samfélagsrýnir og fjölmiðlamaður segir á Facebook að umræða um bilunina á Grundartangi staðfesti það sem hann hafi haft ávæning af en komi nú berlega í ljós. „...hversu hagsmunasamtök á Íslandi væla mikið. Þetta á við um þau flest - Samtök iðnaðarins, Samtök atvinnulífsins, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök ferðaþjónustunnar o.s.frv. Það er voða sjaldan að maður heyrir eitthvað jákvætt eða uppbyggilegt úr þessari átt. Vælið er nánast eins og ósjálfrátt viðbragð við umhverfinu,“ segir Egill. Egill Helgason liggur ekki á skoðunum sínum frekar en fyrri daginn. Hann afkastamikill samfélagsrýnir á Facebook.Vísir/Vilhelm Fjölmargir taka undir með Agli þeirra á meðal Bergþór Pálsson söngvari. „Það virðist vanta kjark, þor, hreystimennsku, harðfengi, þrek og ábyrgðartilfinningu. Ævinlega byrjað að grenja um að aðrir eigi að ausa fé og taka á sig ábyrgðina ef eitthvað fer úrskeiðis. Eins og ofdekraðir krakkar.“ Sumir nefna að fjölmiðlarnir séu hluti af vandanum því „volandi hagsmunasamtök og grátandi sægreifar“ eigi furðulega greiðan aðgang að þeim og er vísað til eignarhalds fjölmiðla í því samhengi. Engin sagt neitt við fall Play og WOW Marínó G. Njálsson, ráðgjafi og samfélagsrýnir, segir að bilunin sé sorgleg staða en viðbúin. Stoppi sé spáð í tveimur skálum af þremur til einhverra mánuða. Vonandi verði það styttra. „Háværar raddir eru á Alþingi um að ríkisstjórnin geri eitthvað. Færð eru rök fyrir því, að mikil verðmæti séu að glatast í formi útflutningstekna. Ekki ætla ég að gera lítið úr því að eitthvað tap verður. Fyrir einhverjum vikum og áður sex og hálfu ári, þá fóru flugfélög í gjaldþrot. Gjaldeyristekjur vegna hvorutveggja þessara flugfélaga voru meiri og annars mun meiri, en þær tekjur sem hér um ræðir vegna áfallsins hjá Norðuráli. Og að ég tali nú ekki um störfin sem glötuðust. Ekki man ég eftir því, að ríkisstjórnir hafi átt að grípa inn í. Tveir fjármálaráðherrar töldu það ekki hlutverk ríkisins að bjarga einkahlutafélögum. Samkvæmt frétt í gær misstu 400 manns á Suðurnesjum einum vinnuna vegna falls Play. Ekki var blásið til umræðu á Alþingi um að bjarga þyrfti Play,“ segir Marínó í færslu sinni. Marínó G. Njálsson setur upphlaup vegna bilunar hjá Norðuráli í samhengi við fall flugfélaganna WOW air og Play. Nánast hafi verið litið á fall WOW sem af hinu góða. „Skúli Mogensen var sagður hafa verið óábyrgur í sínum rekstri og óttalegur kúreki. Gjaldeyristekjurnar sem hurfu með WOW voru mun meiri en Norðurál skapar á einu ári og jafnvel tveimur. Ég vona að Norðurál nái að vinna úr sínum málum, en get ekki séð að það sé hlutverk stjórnvalda að grípa inn í rekstur alþjóðlegs einkafyrirtækis. Eigendurnir verða að ráða fram úr þeim vanda. Sömu reglur eiga að gilda um rekstur WOW, Play og Norðuráls, þegar kemur að inngripi stjórnvalda.“ „Alvarlegt slys“ Honum þykir merkileg sú mismunun milli atvinnugreina sem komið hafi fram í málflutningi og vísar til Guðrúnar Hafsteinsdóttur formanns Alþingis: „Þetta alvarlega slys er því miður áminning um mikilvægi öflugs atvinnulífs enda byggja lífskjör okkar á öflugri framleiðslu og útflutningi,“ sagði Guðrún og bætti við: „Á Grundartanga verða til verðmæti sem nema umtalsverðu hlutfalli af útflutningstekjum Íslands og þegar sú lífæð þrengist þá finnur allt hagkerfið fyrir því.“ Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins er mjög áhyggjufull vegna stöðunnar á Grundartanga.Vísir/Anton Brink Marínó segir Guðrúnu líta framhjá því að í hennar kjördæmi, Suðurkjördæmi, myndist líklega mestu gjaldeyristekjur landsins og þær eru af ferðaþjónustu. Meginþorri landsmanna sækir Íslands heim með flugi, á sínum tíma með fyrrnefndum WOW og Play. „Ég efast hins vegar stórlega um áhrifin verði eins mikil og þarna er ýjað að, þó áhrifin muni finnast.“ Undir þetta taka margir, þeirra á meðal Stefán Ólafsson, prófessor í félagsfræði og sérfræðingur hjá Eflingu. Alls engin þjóðarvá Þröstur Ólafsson hagfræðingur segir í færslu á Facebook að viðbrögð hægri flokka hafi ekki komið sér á óvart. Hægri flokkar telja almennt að afskipti ríkisins af einkarekstri eigi að vera sem minnst. Norðurál er að fullu í eigu erlendra aðila. Þröstur var á sínum tíma aðstoðarmaður Jóns Baldvins Hannibalssonar og á vinstri væng stjórnmálanna. „Það mátti halda að þjóðarvá stæði fyrir dyrum. Nú skyldi ríkisstjórnin koma til og hjálpa vesalings álverinu. Svipaður tónn kom frá verkalýðsforyngjanum,“ segir Þröstur og vísar til Vilhjálms Birgissonar. Þó hefði engum starfsmanni verið sagt upp. Þröstur Ólafsson hagfræðingur stingur niður penna vegna málsins.Vísir/Arnar „Ekki virtist standa til að loka varanlega þeim hluta starfsseminnar sem bilaði. Fenginn yrði nýr varahlutur. Talsmaður Norðuráls sagði tryggingarnar borga tjón fyrirtækisins. Þó var talsmaður iðnaðarsamtakanna dökkur í tón og myrkur í orðum. Vildi fá vaxtalækkun strax. Eins og það myndi hjálpa Norðuráli, sem greinilega er tjónlaus,“ segir Þröstur og nefnir að fyrirtækið taki ekki innlend lán. „Eru eins og flest af stærri fyrirtækjum landsins á erlendum lánamörkuðum.“ Stóriðja hérlendis skili afar litlum nettó gjaldeyri til þjóðarbúsins, því hráefnið sem þeir vinna úr, og afborganir eigin lána, jafna gjaldeyristekjurnar nánast út. Það sem á vanti sé laun starfsmanna. „Við getum alveg andað léttar. Af rafmagnsbilun hjá Norðuáli stafar engin þjóðarvá,“ segir Þröstur. Innlendur kostnaður upp á 50 milljarða króna Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, boðaði til fundar í atvinnuveganefnd í gær vegna stöðunnar hjá Norðuráli. Þangað mættu fulltrúar Norðuráls og hagsmunasamtaka á borð við Samtaka iðnaðarins, Sigurður Hannesson. Hann sagði í kvöldfréttum Sýnar í gær að útflutningsverðmæti sem tapist vegna stopps hjá Norðuráli geti nemið allt að sex milljörðum á mánuði. Sigurður sagði nauðsynlegt að hafa einnig í huga í þessu máli að innlendur kostnaður fyrirtækisins nemi um 50 milljörðum á ári og það eitt og sér geti haft gríðarleg áhrif á samfélagið. Staðan í samfélaginu væri grafalvarleg og miklar áhyggjur í ljósi nýlegs falls Play og kísilverksmiðjunnar á Bakka. Tölur Hagstofunnar bendi til að störfum í iðnaði fari hækkandi milli ára og velta minnki. „Atvinnulífið er sannarlega að kólna,“ segir hann og að það þýði að stjórnvöld verði að setja samkeppnishæfni í fyrsta sæti og forgang. „Það þarf að taka af skarið mjög hratt þar.“ Í því samhengi þurfi að huga að regluverki, mannauðsmálum, skattamál, raforkumarkaði, innviði og aðgengi að erlendum mörkuðum. Þá segir Sigurður að Seðlabankinn hljóti að bregðast við með því að lækka stýrivexti í nóvember þegar bankinn tilkynnir um síðustu stýrivaxtaákvörðun ársins þann 19. nóvember. Hrista hausinn yfir meintu væli Björn Ingi Hrafnsson, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Miðflokksins, hristir hausinn yfir umræðunum. Björn Ingi Hrafnsson hefur komið víða við á ferli sínum í fjölmiðlum og pólitík. Í dag er hann aðstoðarmaður formanns Miðflokksins.Vísir/Vilhelm „Fílabeinsturn ykkar í Efstaleiti er væntanlega enn að vinna enn eftir talpunktum um „verðmætasköpunarhaust”. Ykkur vantar alla tengingu við raunveruleikann,“ sagði Björn Ingi. Bjarnheiður Hallsdóttir, fyrrverandi formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, var hugsi. Bjarnheiður Hallsdóttir fyrrverandi formaður SAF ásamt Pétri Óskarssyni, arftaka hennar, og Jóhannesi Þór Skúlasyni framkvæmdastjóri hagsmunasamtakanna.SAF „Held reyndar að það séu fleiri hópar en hagsmunasamtök atvinnuveganna sem eru duglegir að „væla“ og gera kröfur á hina og þessa um alls konar fyrirgreiðslu. Mér finnst mjög ósmekklegt að gera lítið úr því þegar rekstur fyrirtækis á borð við Norðurál verður fyrir þvílíku hnjaski að bæði verðmætasköpun, gjaldeyristekjur og störf hundraða manna eru í hættu. Það fá nefnilega ekki allir landsmenn launatékkann sinn frá hinu opinbera, sama hvað á gengur!!“ Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson bankamaður sagði sorglegt að sjá innlegg um væl hagsmunasamtaka. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, þá forstjóri Niceair, á Akureyrarflugvelli.Vísir/Tryggvi Páll „Hagvöxtur er fyrst og fremst knúinn áfram af útflutningsgreinum og afrakstur og skattheimta af þeim greiðir fyrir velferðina og önnur sameiginleg gæði . Það er ljótur leikur að tala niðrandi um atvinnu fjölda fólks og undirstöðu lífs í landinu. Þegar illa gengur í þessum greinum, eigum við öll að hafa áhyggjur. Líka þú. Hagvaxtarslakinn sem af þessu hlýst verður ekki bættur með aukinni dagskrárgerð eða Facebook-popúlisma,“ sagði Þorvaldur Lúðvík og beindi orðum sínum til Egils Helgasonar. Ætlar engu að breyta í gjaldtöku á ferðamennsku Kristrún Frostadóttir ræddi stöðuna á þinginu í gær. „Staðan sem upp er komin núna hjá Norðuráli er auðvitað grafalvarleg, það dylst engum. Það er ennþá verið að komast til botns í því máli og það er eðlilegt að við veitum þeim smá vinnufrið til að meta aðstæður,“ sagði Kristrún í ræðu sinni. Pétur Óskarsson er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.Vísir/Einar Pétur Óskarsson, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, spurði Kristrúnu hvort nýleg áföll á hagkerfinu gæfu tilefni til að endurskoða gjaldtöku á ferðaþjónustuna. Vísaði hann þar til falls Play, kísilversins á Bakka og nú bilunar hjá Norðuráli. „Mikið af því sem þú nefndir hérna áðan er að koma til vegna ytri áhrifa. Það hefur legið fyrir í umræðunni í mjög langan tíma að það sé skynsamlegt að fara í einhvers konar gjaldtöku á ferðaþjónustuna sem snýr að því að taka mið af aðgengi að náttúrunni. Og ég held að þetta gæti verið stórt framfaraskref fyrir ferðaþjónustuna og ákveðin leið líka til að auka sátt í samfélaginu um þessa hratt vaxandi grein,“ sagði Kristrún við. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra ætlar hvergi að hika við gjaldtöku á ferðaþjónustu.Vísir/Ívar Fannar Umræðan um gjaldtöku hefði átt sér stað síðan árið 2013. Nú þurfi að koma henni af stað. „Við getum ekki verið svona logandi hrædd við að innleiða breytingar á gjaldkerfinu að það þurfi allt að vera fullkomið.“ Tekist á í þinginu Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins spurði Kristrúnu út í það á þinginu í gær hvernig ríkisstjórn hennar ætlaði að bregðast við nýlegum áfellum, þar á meðal á Grundartanga. Hvort fresta ætti þeim álögum sem ríkisstjórnin hafi boðað. Svarið hafi verið einfalt. „Ekkert verður gert, skattar verða hækkaðir hvað sem tautar og raular. Það á sem sagt að sparka í liggjandi mann. Það sem atvinnulífið og efnahagurinn þarf núna er einmitt akkúrat öfugt við það sem ríkisstjórnin hefur boðað. Núna þarf að styðja við fjárfestingu, nýsköpun og verðmætasköpun hér á landi. Og eitt er alveg á hreinu, það verður ekki gert nýjum sköttum og gjöldum. Þvert á móti draga slíkar aðgerðir úr framtakssemi einstaklingsins og fjárfestingu fyrirtækja,“ segir Jón í aðsendri grein á Vísi. „Það hefur dregið fyrir sólu og löngutímabært að forsætisráðherra taki niður sólgleraugun og horfist í augu við raunveruleikann. Tími er til komin að hætta að tala í frösum og koma fram með raunverulegar lausnir, draga úr íþyngjandi regluverki, huga að samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja og tryggja þeim nauðsynlega innviði, á borð við næga orku, til verðmætasköpunar. Einungis þannig tryggjum við aukna hagsæld og velferð til lengri tíma.“ Bilun hjá Norðuráli Áliðnaður Stóriðja Efnahagsmál Alþingi Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira
Norðurál tilkynnti um að framleiðsla hefði verið stöðvuð í annarri af tveimur kerlínum álversins á Grundartanga á þriðjudagskvöld í kjölfar bilunar í rafbúnaði. Álframleiðsla skerðist fyrir vikið um tvo þriðju. „Unnið er að því að greina ástæður bilunarinnar, og útvega og flytja til landsins búnað til að koma framleiðslu í fyrra horf. Jafnframt mun Norðurál vinna náið með birgjum sínum og viðskiptavinum vegna breyttra áætlana,“ sagði í tilkynningunni. Hagsmunasamtök hafa lýst yfir gríðarlegum áhyggjum af stöðunni hvort sem er verkalýðskólfur fyrir hönd starfsmanna við álverið og í tengdum störfum eða samtök í iðnaði. Ráðherrar hafa tekið undir, þingmenn hafa fundað með hagsmunaaðilum og gengi Eimskipa, sem á mikið undir viðskiptum við álverið, hríðlækkaði á miðvikudag. Grafalvarlegt ástand segja margir en samfélagsrýnar, þá sérstaklega af eldri kynslóðinni, staldra við slíkar fullyrðingar. Eins og ofdekraðir krakkar Egill Helgason samfélagsrýnir og fjölmiðlamaður segir á Facebook að umræða um bilunina á Grundartangi staðfesti það sem hann hafi haft ávæning af en komi nú berlega í ljós. „...hversu hagsmunasamtök á Íslandi væla mikið. Þetta á við um þau flest - Samtök iðnaðarins, Samtök atvinnulífsins, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök ferðaþjónustunnar o.s.frv. Það er voða sjaldan að maður heyrir eitthvað jákvætt eða uppbyggilegt úr þessari átt. Vælið er nánast eins og ósjálfrátt viðbragð við umhverfinu,“ segir Egill. Egill Helgason liggur ekki á skoðunum sínum frekar en fyrri daginn. Hann afkastamikill samfélagsrýnir á Facebook.Vísir/Vilhelm Fjölmargir taka undir með Agli þeirra á meðal Bergþór Pálsson söngvari. „Það virðist vanta kjark, þor, hreystimennsku, harðfengi, þrek og ábyrgðartilfinningu. Ævinlega byrjað að grenja um að aðrir eigi að ausa fé og taka á sig ábyrgðina ef eitthvað fer úrskeiðis. Eins og ofdekraðir krakkar.“ Sumir nefna að fjölmiðlarnir séu hluti af vandanum því „volandi hagsmunasamtök og grátandi sægreifar“ eigi furðulega greiðan aðgang að þeim og er vísað til eignarhalds fjölmiðla í því samhengi. Engin sagt neitt við fall Play og WOW Marínó G. Njálsson, ráðgjafi og samfélagsrýnir, segir að bilunin sé sorgleg staða en viðbúin. Stoppi sé spáð í tveimur skálum af þremur til einhverra mánuða. Vonandi verði það styttra. „Háværar raddir eru á Alþingi um að ríkisstjórnin geri eitthvað. Færð eru rök fyrir því, að mikil verðmæti séu að glatast í formi útflutningstekna. Ekki ætla ég að gera lítið úr því að eitthvað tap verður. Fyrir einhverjum vikum og áður sex og hálfu ári, þá fóru flugfélög í gjaldþrot. Gjaldeyristekjur vegna hvorutveggja þessara flugfélaga voru meiri og annars mun meiri, en þær tekjur sem hér um ræðir vegna áfallsins hjá Norðuráli. Og að ég tali nú ekki um störfin sem glötuðust. Ekki man ég eftir því, að ríkisstjórnir hafi átt að grípa inn í. Tveir fjármálaráðherrar töldu það ekki hlutverk ríkisins að bjarga einkahlutafélögum. Samkvæmt frétt í gær misstu 400 manns á Suðurnesjum einum vinnuna vegna falls Play. Ekki var blásið til umræðu á Alþingi um að bjarga þyrfti Play,“ segir Marínó í færslu sinni. Marínó G. Njálsson setur upphlaup vegna bilunar hjá Norðuráli í samhengi við fall flugfélaganna WOW air og Play. Nánast hafi verið litið á fall WOW sem af hinu góða. „Skúli Mogensen var sagður hafa verið óábyrgur í sínum rekstri og óttalegur kúreki. Gjaldeyristekjurnar sem hurfu með WOW voru mun meiri en Norðurál skapar á einu ári og jafnvel tveimur. Ég vona að Norðurál nái að vinna úr sínum málum, en get ekki séð að það sé hlutverk stjórnvalda að grípa inn í rekstur alþjóðlegs einkafyrirtækis. Eigendurnir verða að ráða fram úr þeim vanda. Sömu reglur eiga að gilda um rekstur WOW, Play og Norðuráls, þegar kemur að inngripi stjórnvalda.“ „Alvarlegt slys“ Honum þykir merkileg sú mismunun milli atvinnugreina sem komið hafi fram í málflutningi og vísar til Guðrúnar Hafsteinsdóttur formanns Alþingis: „Þetta alvarlega slys er því miður áminning um mikilvægi öflugs atvinnulífs enda byggja lífskjör okkar á öflugri framleiðslu og útflutningi,“ sagði Guðrún og bætti við: „Á Grundartanga verða til verðmæti sem nema umtalsverðu hlutfalli af útflutningstekjum Íslands og þegar sú lífæð þrengist þá finnur allt hagkerfið fyrir því.“ Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins er mjög áhyggjufull vegna stöðunnar á Grundartanga.Vísir/Anton Brink Marínó segir Guðrúnu líta framhjá því að í hennar kjördæmi, Suðurkjördæmi, myndist líklega mestu gjaldeyristekjur landsins og þær eru af ferðaþjónustu. Meginþorri landsmanna sækir Íslands heim með flugi, á sínum tíma með fyrrnefndum WOW og Play. „Ég efast hins vegar stórlega um áhrifin verði eins mikil og þarna er ýjað að, þó áhrifin muni finnast.“ Undir þetta taka margir, þeirra á meðal Stefán Ólafsson, prófessor í félagsfræði og sérfræðingur hjá Eflingu. Alls engin þjóðarvá Þröstur Ólafsson hagfræðingur segir í færslu á Facebook að viðbrögð hægri flokka hafi ekki komið sér á óvart. Hægri flokkar telja almennt að afskipti ríkisins af einkarekstri eigi að vera sem minnst. Norðurál er að fullu í eigu erlendra aðila. Þröstur var á sínum tíma aðstoðarmaður Jóns Baldvins Hannibalssonar og á vinstri væng stjórnmálanna. „Það mátti halda að þjóðarvá stæði fyrir dyrum. Nú skyldi ríkisstjórnin koma til og hjálpa vesalings álverinu. Svipaður tónn kom frá verkalýðsforyngjanum,“ segir Þröstur og vísar til Vilhjálms Birgissonar. Þó hefði engum starfsmanni verið sagt upp. Þröstur Ólafsson hagfræðingur stingur niður penna vegna málsins.Vísir/Arnar „Ekki virtist standa til að loka varanlega þeim hluta starfsseminnar sem bilaði. Fenginn yrði nýr varahlutur. Talsmaður Norðuráls sagði tryggingarnar borga tjón fyrirtækisins. Þó var talsmaður iðnaðarsamtakanna dökkur í tón og myrkur í orðum. Vildi fá vaxtalækkun strax. Eins og það myndi hjálpa Norðuráli, sem greinilega er tjónlaus,“ segir Þröstur og nefnir að fyrirtækið taki ekki innlend lán. „Eru eins og flest af stærri fyrirtækjum landsins á erlendum lánamörkuðum.“ Stóriðja hérlendis skili afar litlum nettó gjaldeyri til þjóðarbúsins, því hráefnið sem þeir vinna úr, og afborganir eigin lána, jafna gjaldeyristekjurnar nánast út. Það sem á vanti sé laun starfsmanna. „Við getum alveg andað léttar. Af rafmagnsbilun hjá Norðuáli stafar engin þjóðarvá,“ segir Þröstur. Innlendur kostnaður upp á 50 milljarða króna Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, boðaði til fundar í atvinnuveganefnd í gær vegna stöðunnar hjá Norðuráli. Þangað mættu fulltrúar Norðuráls og hagsmunasamtaka á borð við Samtaka iðnaðarins, Sigurður Hannesson. Hann sagði í kvöldfréttum Sýnar í gær að útflutningsverðmæti sem tapist vegna stopps hjá Norðuráli geti nemið allt að sex milljörðum á mánuði. Sigurður sagði nauðsynlegt að hafa einnig í huga í þessu máli að innlendur kostnaður fyrirtækisins nemi um 50 milljörðum á ári og það eitt og sér geti haft gríðarleg áhrif á samfélagið. Staðan í samfélaginu væri grafalvarleg og miklar áhyggjur í ljósi nýlegs falls Play og kísilverksmiðjunnar á Bakka. Tölur Hagstofunnar bendi til að störfum í iðnaði fari hækkandi milli ára og velta minnki. „Atvinnulífið er sannarlega að kólna,“ segir hann og að það þýði að stjórnvöld verði að setja samkeppnishæfni í fyrsta sæti og forgang. „Það þarf að taka af skarið mjög hratt þar.“ Í því samhengi þurfi að huga að regluverki, mannauðsmálum, skattamál, raforkumarkaði, innviði og aðgengi að erlendum mörkuðum. Þá segir Sigurður að Seðlabankinn hljóti að bregðast við með því að lækka stýrivexti í nóvember þegar bankinn tilkynnir um síðustu stýrivaxtaákvörðun ársins þann 19. nóvember. Hrista hausinn yfir meintu væli Björn Ingi Hrafnsson, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Miðflokksins, hristir hausinn yfir umræðunum. Björn Ingi Hrafnsson hefur komið víða við á ferli sínum í fjölmiðlum og pólitík. Í dag er hann aðstoðarmaður formanns Miðflokksins.Vísir/Vilhelm „Fílabeinsturn ykkar í Efstaleiti er væntanlega enn að vinna enn eftir talpunktum um „verðmætasköpunarhaust”. Ykkur vantar alla tengingu við raunveruleikann,“ sagði Björn Ingi. Bjarnheiður Hallsdóttir, fyrrverandi formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, var hugsi. Bjarnheiður Hallsdóttir fyrrverandi formaður SAF ásamt Pétri Óskarssyni, arftaka hennar, og Jóhannesi Þór Skúlasyni framkvæmdastjóri hagsmunasamtakanna.SAF „Held reyndar að það séu fleiri hópar en hagsmunasamtök atvinnuveganna sem eru duglegir að „væla“ og gera kröfur á hina og þessa um alls konar fyrirgreiðslu. Mér finnst mjög ósmekklegt að gera lítið úr því þegar rekstur fyrirtækis á borð við Norðurál verður fyrir þvílíku hnjaski að bæði verðmætasköpun, gjaldeyristekjur og störf hundraða manna eru í hættu. Það fá nefnilega ekki allir landsmenn launatékkann sinn frá hinu opinbera, sama hvað á gengur!!“ Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson bankamaður sagði sorglegt að sjá innlegg um væl hagsmunasamtaka. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, þá forstjóri Niceair, á Akureyrarflugvelli.Vísir/Tryggvi Páll „Hagvöxtur er fyrst og fremst knúinn áfram af útflutningsgreinum og afrakstur og skattheimta af þeim greiðir fyrir velferðina og önnur sameiginleg gæði . Það er ljótur leikur að tala niðrandi um atvinnu fjölda fólks og undirstöðu lífs í landinu. Þegar illa gengur í þessum greinum, eigum við öll að hafa áhyggjur. Líka þú. Hagvaxtarslakinn sem af þessu hlýst verður ekki bættur með aukinni dagskrárgerð eða Facebook-popúlisma,“ sagði Þorvaldur Lúðvík og beindi orðum sínum til Egils Helgasonar. Ætlar engu að breyta í gjaldtöku á ferðamennsku Kristrún Frostadóttir ræddi stöðuna á þinginu í gær. „Staðan sem upp er komin núna hjá Norðuráli er auðvitað grafalvarleg, það dylst engum. Það er ennþá verið að komast til botns í því máli og það er eðlilegt að við veitum þeim smá vinnufrið til að meta aðstæður,“ sagði Kristrún í ræðu sinni. Pétur Óskarsson er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.Vísir/Einar Pétur Óskarsson, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, spurði Kristrúnu hvort nýleg áföll á hagkerfinu gæfu tilefni til að endurskoða gjaldtöku á ferðaþjónustuna. Vísaði hann þar til falls Play, kísilversins á Bakka og nú bilunar hjá Norðuráli. „Mikið af því sem þú nefndir hérna áðan er að koma til vegna ytri áhrifa. Það hefur legið fyrir í umræðunni í mjög langan tíma að það sé skynsamlegt að fara í einhvers konar gjaldtöku á ferðaþjónustuna sem snýr að því að taka mið af aðgengi að náttúrunni. Og ég held að þetta gæti verið stórt framfaraskref fyrir ferðaþjónustuna og ákveðin leið líka til að auka sátt í samfélaginu um þessa hratt vaxandi grein,“ sagði Kristrún við. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra ætlar hvergi að hika við gjaldtöku á ferðaþjónustu.Vísir/Ívar Fannar Umræðan um gjaldtöku hefði átt sér stað síðan árið 2013. Nú þurfi að koma henni af stað. „Við getum ekki verið svona logandi hrædd við að innleiða breytingar á gjaldkerfinu að það þurfi allt að vera fullkomið.“ Tekist á í þinginu Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins spurði Kristrúnu út í það á þinginu í gær hvernig ríkisstjórn hennar ætlaði að bregðast við nýlegum áfellum, þar á meðal á Grundartanga. Hvort fresta ætti þeim álögum sem ríkisstjórnin hafi boðað. Svarið hafi verið einfalt. „Ekkert verður gert, skattar verða hækkaðir hvað sem tautar og raular. Það á sem sagt að sparka í liggjandi mann. Það sem atvinnulífið og efnahagurinn þarf núna er einmitt akkúrat öfugt við það sem ríkisstjórnin hefur boðað. Núna þarf að styðja við fjárfestingu, nýsköpun og verðmætasköpun hér á landi. Og eitt er alveg á hreinu, það verður ekki gert nýjum sköttum og gjöldum. Þvert á móti draga slíkar aðgerðir úr framtakssemi einstaklingsins og fjárfestingu fyrirtækja,“ segir Jón í aðsendri grein á Vísi. „Það hefur dregið fyrir sólu og löngutímabært að forsætisráðherra taki niður sólgleraugun og horfist í augu við raunveruleikann. Tími er til komin að hætta að tala í frösum og koma fram með raunverulegar lausnir, draga úr íþyngjandi regluverki, huga að samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja og tryggja þeim nauðsynlega innviði, á borð við næga orku, til verðmætasköpunar. Einungis þannig tryggjum við aukna hagsæld og velferð til lengri tíma.“
Bilun hjá Norðuráli Áliðnaður Stóriðja Efnahagsmál Alþingi Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira