Nýr íslenskur tölvuleikur um lífsgæðakapphlaupið Magnús Jochum Pálsson skrifar 24. október 2025 13:36 Tíu starfsmenn Porcelain Fortress og skjáskot úr Walk of Life. Íslenska leikjafyrirtækið Porcelain Fortress gefur í dag út annan leik sinn, Walk of Life, á tölvuleikjaveitunni Steam. Spilarar leiksins þurfa að taka þátt í farsakenndu lífsgæðakapphlaupi hver við annan. Walk of Life er óbeint framhald af fyrri leik fyrirtækisins, No Time to Relax (ísl. Þetta reddast), sem gefinn var út árið 2019 og hefur selst í yfir 400 þúsund eintökum. Leikmenn þurfa að takast á við amstur dagsins, sækja um vinnu, feta menntaveginn og takast á við þær óvæntu uppákomur sem lífið hefur upp á að bjóða. Í lok leiksins eru stigin tekin saman þar sem greint er frá því hvaða leikmaður stóð sig best í lífinu. „Stemningin í hópnum er auðvitað rafmögnuð yfir þessum stóra degi,“ segir Ingólfur Vignir Ævarsson, forstjóri Porcelain Fortress. „Við sönnuðum það með No Time to Relax að við getum gefið út skemmtilega leiki, og við ætlum okkur enn stærri hluti með Walk of Life,“ segir hann. Síðasta haust var greint frá því að Porcelain Fortress hefði tryggt sér fjárfestingu upp á þrjár milljónir Bandaríkjadala, eða um 410 milljóna króna, fyrir þróun á leiknum. Á bakvið fjárfestinguna voru Behold Ventures, Brunnur og Crowberry Capital. Í dag starfa tíu manns hjá Porcelain Fortress. Leikjavísir Mest lesið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Sjá meira
Walk of Life er óbeint framhald af fyrri leik fyrirtækisins, No Time to Relax (ísl. Þetta reddast), sem gefinn var út árið 2019 og hefur selst í yfir 400 þúsund eintökum. Leikmenn þurfa að takast á við amstur dagsins, sækja um vinnu, feta menntaveginn og takast á við þær óvæntu uppákomur sem lífið hefur upp á að bjóða. Í lok leiksins eru stigin tekin saman þar sem greint er frá því hvaða leikmaður stóð sig best í lífinu. „Stemningin í hópnum er auðvitað rafmögnuð yfir þessum stóra degi,“ segir Ingólfur Vignir Ævarsson, forstjóri Porcelain Fortress. „Við sönnuðum það með No Time to Relax að við getum gefið út skemmtilega leiki, og við ætlum okkur enn stærri hluti með Walk of Life,“ segir hann. Síðasta haust var greint frá því að Porcelain Fortress hefði tryggt sér fjárfestingu upp á þrjár milljónir Bandaríkjadala, eða um 410 milljóna króna, fyrir þróun á leiknum. Á bakvið fjárfestinguna voru Behold Ventures, Brunnur og Crowberry Capital. Í dag starfa tíu manns hjá Porcelain Fortress.
Leikjavísir Mest lesið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Sjá meira