Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Agnar Már Másson skrifar 24. október 2025 16:14 Þegar Adam Bauer fór að rannsaka skólp reyndist maðkur í mysunni. Sá maðkur var ketamín og kantínónar. Vísir/Vilhelm Svo virðist sem neysla Íslendinga á ketamíni og svokölluðum „baðsöltum“ hafi aukist síðustu tvö ár á meðan dregið hefur úr ópíóíðaneyslu, samkvæmt mælingum á skólpi landsmanna. Sögur af Íslendingum er að finna víða, meðal annars í saurnum þeirra, en Adam Erik Bauer réttarefnafræðingur hefur síðustu tvö ár rannsakað leifar af fíkniefnum sem finnast í skólpi landsmanna. Eftir að hafa varið síðustu tveimur árum í að safna gögnum um fimm tegundir ópíóíða í skólpi virðist ljóst að notkun þeirra stefni niður á við. En á sama tíma hefur notkun annarra efna aukist. Adam er réttarefnafræðingur og doktorsnemi í líf- og læknavísindum.Vísir/Arnar „Við sjáum þar að ópíóðar trenda niður á við en aftur á móti eru önnur efni, eins og ketamín, á leiðinni upp,“ segir Adam í samtali við Vísi. Rannsókn Adams er hluti af doktorsverkefni hans auk þess sem heilbrigðisráðuneytið hefur áhuga á niðurstöðunum. Nýtt partídóp ryður sér til rúms „Svo er eitt og eitt nýtt efni sem lætur sjá sig af og til,“ bætir efnafræðingurinn við en hann á eftir að birta gögnin. Hann stefnir á að birta þau í lok árs. Dæmi um slíkt nýtt efni sem virðist hafa rutt sér til rúms er 4-CMC — kantínónar eða „baðsölt“ í daglegu tali — sem hann segir orðið algengara hér á landi síðasta árið. „Og við vitum að það er verið að selja það hérna,“ segir Adam um baðsöltin svokölluðu, „og fólk er að nota það í skemmtanalífinu.“ Baðsöltin eru örvandi lyf hverra áhrif eiga að líkjast amfetamíni, kókaíni og MDMA, að sögn Adams. Hvernig er þetta mælt? Adam segir að von bráðar verði niðurstöður samevrópskrar rannsóknar kynntar sem kannar notkun amfetamíns, metamfetamíns, THC, kókaíns og MDMA í Evrópu. Spurður hvort einhverjar sveiflur sé að finna þar kveðst hann ekki hafa kannað þau gögn. En hvað er nákvæmlega verið að mæla? Til að greina á milli þess hvort um raunverulegar inntöku sé að ræða eða hvort efnunum hafi verið sturtað niður mælir hann umbrotsefni í skólpinu. Til dæmis er efnið benzoylecgonine mælt sem er umbrotsefni kókaíns, í stað þess að mæla kókaínið sjálft. Fyrir mánaðarlegar mælingar er sýnum safnað á klukkutíma fresti í heila viku. Þannig fæst meðaltal yfir sjö daga á mánuði. Flest sýni eru tekin úr skólpi í fráveitunni í Klettagörðum, sem þjónar um 110 þúsund manna svæði. Adam segir að til að greina ný efni þurfi notkun þeirra að vera komin yfir ákveðinn þröskuld í samfélaginu vegna mikillar þynningar í skólpinu. Frekari niðurstaðna verður að vænta á næstu mánuðum, að sögn Adams, sem kveðst munu gefa út gögnin í vísindaritum. Fíkniefnabrot Lyf Fíkn Vísindi Háskólar Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Sjá meira
Sögur af Íslendingum er að finna víða, meðal annars í saurnum þeirra, en Adam Erik Bauer réttarefnafræðingur hefur síðustu tvö ár rannsakað leifar af fíkniefnum sem finnast í skólpi landsmanna. Eftir að hafa varið síðustu tveimur árum í að safna gögnum um fimm tegundir ópíóíða í skólpi virðist ljóst að notkun þeirra stefni niður á við. En á sama tíma hefur notkun annarra efna aukist. Adam er réttarefnafræðingur og doktorsnemi í líf- og læknavísindum.Vísir/Arnar „Við sjáum þar að ópíóðar trenda niður á við en aftur á móti eru önnur efni, eins og ketamín, á leiðinni upp,“ segir Adam í samtali við Vísi. Rannsókn Adams er hluti af doktorsverkefni hans auk þess sem heilbrigðisráðuneytið hefur áhuga á niðurstöðunum. Nýtt partídóp ryður sér til rúms „Svo er eitt og eitt nýtt efni sem lætur sjá sig af og til,“ bætir efnafræðingurinn við en hann á eftir að birta gögnin. Hann stefnir á að birta þau í lok árs. Dæmi um slíkt nýtt efni sem virðist hafa rutt sér til rúms er 4-CMC — kantínónar eða „baðsölt“ í daglegu tali — sem hann segir orðið algengara hér á landi síðasta árið. „Og við vitum að það er verið að selja það hérna,“ segir Adam um baðsöltin svokölluðu, „og fólk er að nota það í skemmtanalífinu.“ Baðsöltin eru örvandi lyf hverra áhrif eiga að líkjast amfetamíni, kókaíni og MDMA, að sögn Adams. Hvernig er þetta mælt? Adam segir að von bráðar verði niðurstöður samevrópskrar rannsóknar kynntar sem kannar notkun amfetamíns, metamfetamíns, THC, kókaíns og MDMA í Evrópu. Spurður hvort einhverjar sveiflur sé að finna þar kveðst hann ekki hafa kannað þau gögn. En hvað er nákvæmlega verið að mæla? Til að greina á milli þess hvort um raunverulegar inntöku sé að ræða eða hvort efnunum hafi verið sturtað niður mælir hann umbrotsefni í skólpinu. Til dæmis er efnið benzoylecgonine mælt sem er umbrotsefni kókaíns, í stað þess að mæla kókaínið sjálft. Fyrir mánaðarlegar mælingar er sýnum safnað á klukkutíma fresti í heila viku. Þannig fæst meðaltal yfir sjö daga á mánuði. Flest sýni eru tekin úr skólpi í fráveitunni í Klettagörðum, sem þjónar um 110 þúsund manna svæði. Adam segir að til að greina ný efni þurfi notkun þeirra að vera komin yfir ákveðinn þröskuld í samfélaginu vegna mikillar þynningar í skólpinu. Frekari niðurstaðna verður að vænta á næstu mánuðum, að sögn Adams, sem kveðst munu gefa út gögnin í vísindaritum.
Fíkniefnabrot Lyf Fíkn Vísindi Háskólar Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Sjá meira