„Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Hjörvar Ólafsson skrifar 25. október 2025 17:29 Magnús Már Einarsson þakkar stuðningsmönnum Aftureldingar fyrir stuðninginn. Vísir/Anton Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var svekktur en stoltur af leikmönnum sínum fyrir frammistöðu þeirra á keppnistímabilinu þrátt fyrir að fall úr efstu deild sé staðraynd hjá Mosfellingum. „Ég er svekktur með að hafa ekki náð í sigur í þessum leik og að 27 stig dugi ekki til þess að halda sæti okkar í efstu deild. Það að ná í stig að meðaltali í efstu deild hefur oftar en ekki dugað en við gerðum ekki nóg til þess að vera áfram í deild þeirra bestu því miður,“ sagði Magnús Már eftir 1-0 tap Aftureldingar gegn ÍA í lokaumferð Bestu-deildar karla í fótbolta í Akraneshöllinni í dag. „Við náum í janftefli eða sigum 10 af 11 andstæðingum og sýndum það svo sannarlega að við erum samkeppnishæfir á meðal bestu liða landsins. Það eru hins vegar of mörg jafntefli og að við náum ekki að sigla sigrum í höfn í jöfnum leikjum eins og þessum sem verður okkur að falli,“ sagði Magnús enn fremur. „Nú þurfum við bara að byggja ofan á því sem við höfum verið að gera undanfarin ár og passa upp á að við tökum tvö skref fram á við eftir að hafa tekið eitt skref til baka. Við höfum komið okkur á þann stall að vera á meðal 15 bestu liða landssins og stefnum á að fara beint upp aftur,“ sagði hann um framhaldið. „Fótboltinn er kominn á flottan stað í Mosfellsbænum og framtíðin er björt. Heimaleikir okkar í sumar hafa verið stærstu viðburðir bæjarins og vonandi styrkja bæjaryfirvöld enn frekar við okkur á næstunni. Það er verið að bæta aðstöðuna hjá okkur og við þurfum að spýta í lófana bæði innan vallar sem utan til þess að halda áfram að færa okkur skref framar,“ sagði þjálfarinn. Samningur Magnúsar Más við Aftureldingu er að renna út en honum þykir líklegt að hann haldi áfram í brúnni í Mosfellsbænum: „Ég hef bara ekki leitt hugann að framtíðinni, ég var með fulla einbeitingu og hugann við það að freista þess að vinna sigur hérna í dag. Á næstu dögum munum við setjast niður og ég fer jákvæður inn í þær viðræður og finnst líklegt að ég haldi áfram þjálfun liðsins,“ sagði Magnús um stöðu sína. Besta deild karla Afturelding Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Fleiri fréttir „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Sjá meira
„Ég er svekktur með að hafa ekki náð í sigur í þessum leik og að 27 stig dugi ekki til þess að halda sæti okkar í efstu deild. Það að ná í stig að meðaltali í efstu deild hefur oftar en ekki dugað en við gerðum ekki nóg til þess að vera áfram í deild þeirra bestu því miður,“ sagði Magnús Már eftir 1-0 tap Aftureldingar gegn ÍA í lokaumferð Bestu-deildar karla í fótbolta í Akraneshöllinni í dag. „Við náum í janftefli eða sigum 10 af 11 andstæðingum og sýndum það svo sannarlega að við erum samkeppnishæfir á meðal bestu liða landsins. Það eru hins vegar of mörg jafntefli og að við náum ekki að sigla sigrum í höfn í jöfnum leikjum eins og þessum sem verður okkur að falli,“ sagði Magnús enn fremur. „Nú þurfum við bara að byggja ofan á því sem við höfum verið að gera undanfarin ár og passa upp á að við tökum tvö skref fram á við eftir að hafa tekið eitt skref til baka. Við höfum komið okkur á þann stall að vera á meðal 15 bestu liða landssins og stefnum á að fara beint upp aftur,“ sagði hann um framhaldið. „Fótboltinn er kominn á flottan stað í Mosfellsbænum og framtíðin er björt. Heimaleikir okkar í sumar hafa verið stærstu viðburðir bæjarins og vonandi styrkja bæjaryfirvöld enn frekar við okkur á næstunni. Það er verið að bæta aðstöðuna hjá okkur og við þurfum að spýta í lófana bæði innan vallar sem utan til þess að halda áfram að færa okkur skref framar,“ sagði þjálfarinn. Samningur Magnúsar Más við Aftureldingu er að renna út en honum þykir líklegt að hann haldi áfram í brúnni í Mosfellsbænum: „Ég hef bara ekki leitt hugann að framtíðinni, ég var með fulla einbeitingu og hugann við það að freista þess að vinna sigur hérna í dag. Á næstu dögum munum við setjast niður og ég fer jákvæður inn í þær viðræður og finnst líklegt að ég haldi áfram þjálfun liðsins,“ sagði Magnús um stöðu sína.
Besta deild karla Afturelding Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Fleiri fréttir „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Sjá meira