Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 26. október 2025 19:00 Hreiðar Eiríksson er lögmaður mannsins og segist líta málið alvarlegum augum. Lögmaður manns, sem beittur var piparúða í gegnum lúgu á fangaklefa á Akureyri, sveltur í haldi og hótað með rafbyssu á meðan hann var frelsissviptur, segist líta málið grafalvarlegum augum. Lögreglumönnunum sé þó ekki um að kenna. Í bréfi lögmannsins til nefndar um eftirlit með störfum lögreglu kemur fram að maðurinn telji sig hafa verið beittan ómannúðlegri meðferð í þrígang á meðan hann sat í fangageymslum á lögreglustöðinni á Akureyri. Fyrst í október 2024 þegar hann hafi sparkað í hurð fangaklefans, þá hafi lúgan á klefanum verið opnuð og rafbyssu miðað inn og honum hótað. Í mars hafi svo piparúða verið sprautað á hann inn um lúgu, hann hafi svo verið látinn dúsa í klefanum í klukkutíma með nærbuxur sínar einar fyrir vitum. Þriðja kvörtun mannsins snýr að því að hann hafi í júlí hvorki fengið vatn né mat í fjórtán klukkustundir í haldi lögreglu. Hreiðar Eiríksson lögmaður hans segir slíka meðferð ekki eiga að líðast. Ekki við lögreglumennina að sakast „Þessi vopn lögreglunnar eru hugsuð sem varnarvopn til þess að lögreglumenn verði síður fyrir meiðslum og draga úr þeirri hættu sem fylgir þeirra störfum. Hún er umtalsverð og ég held að við getum verið sammála um að lögregla á að hafa þessi vopn og þarf að hafa þau en það verður að vera hægt að treysta því að þeim sé ekki beitt nema í þeim tilgangi sem á að beita þeim.“ Óheimilt sé að beita vopnunum nema í vörn. Ekki stafi hætta af manni sem læstur sé inni í fangaklefa. Hreiðar segir ekki við lögreglumennina að sakast. „Það eru stjórnendur lögreglunnar sem bera ábyrgð á þessu. Það væri óeðlilegt að það yrðu einhverjum lögreglumönnum hefnt fyrir þetta, þetta eru aðstæður sem þeir eru í, menning sem þeir vinna í, henni á að stýra og veita aðhald af hálfu stjórnenda lögreglunnar.“ Ræða þurfi breytingar á núverandi fyrirkomulagi vegna kvartana undan lögreglu. Það sé ekki til þess fallið að viðhalda trausti og því hafi verið breytt í nágrannalöndum. „Nefndin getur vísað svona málum til sakamálarannsóknar og þá er það eitt af lögregluembættum landsins em rannskar, það er að segja Héraðssaksóknari. Þetta fyrirkomulag er ekki trúverðugt.“ Lögreglumál Akureyri Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Fleiri fréttir Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Sjá meira
Í bréfi lögmannsins til nefndar um eftirlit með störfum lögreglu kemur fram að maðurinn telji sig hafa verið beittan ómannúðlegri meðferð í þrígang á meðan hann sat í fangageymslum á lögreglustöðinni á Akureyri. Fyrst í október 2024 þegar hann hafi sparkað í hurð fangaklefans, þá hafi lúgan á klefanum verið opnuð og rafbyssu miðað inn og honum hótað. Í mars hafi svo piparúða verið sprautað á hann inn um lúgu, hann hafi svo verið látinn dúsa í klefanum í klukkutíma með nærbuxur sínar einar fyrir vitum. Þriðja kvörtun mannsins snýr að því að hann hafi í júlí hvorki fengið vatn né mat í fjórtán klukkustundir í haldi lögreglu. Hreiðar Eiríksson lögmaður hans segir slíka meðferð ekki eiga að líðast. Ekki við lögreglumennina að sakast „Þessi vopn lögreglunnar eru hugsuð sem varnarvopn til þess að lögreglumenn verði síður fyrir meiðslum og draga úr þeirri hættu sem fylgir þeirra störfum. Hún er umtalsverð og ég held að við getum verið sammála um að lögregla á að hafa þessi vopn og þarf að hafa þau en það verður að vera hægt að treysta því að þeim sé ekki beitt nema í þeim tilgangi sem á að beita þeim.“ Óheimilt sé að beita vopnunum nema í vörn. Ekki stafi hætta af manni sem læstur sé inni í fangaklefa. Hreiðar segir ekki við lögreglumennina að sakast. „Það eru stjórnendur lögreglunnar sem bera ábyrgð á þessu. Það væri óeðlilegt að það yrðu einhverjum lögreglumönnum hefnt fyrir þetta, þetta eru aðstæður sem þeir eru í, menning sem þeir vinna í, henni á að stýra og veita aðhald af hálfu stjórnenda lögreglunnar.“ Ræða þurfi breytingar á núverandi fyrirkomulagi vegna kvartana undan lögreglu. Það sé ekki til þess fallið að viðhalda trausti og því hafi verið breytt í nágrannalöndum. „Nefndin getur vísað svona málum til sakamálarannsóknar og þá er það eitt af lögregluembættum landsins em rannskar, það er að segja Héraðssaksóknari. Þetta fyrirkomulag er ekki trúverðugt.“
Lögreglumál Akureyri Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Fleiri fréttir Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent