Enski boltinn

Besta liðið að­eins í sau­tjánda sæti í mörkum í opnum leik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gabriel Magalhaes og Declan Rice eru mennirnir á bak við mörg mörk Arsenal úr föstum leikatriðum.
Gabriel Magalhaes og Declan Rice eru mennirnir á bak við mörg mörk Arsenal úr föstum leikatriðum. EPA/MIGUEL A. LOPES

Arsenal er með fjögurra stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir leiki helgarinnar en þeir eru ekki ofarlega á einum mikilvægasta markalistanum.

Arsenal hefur vissulega skorað sextán mörk á leiktíðinni og aðeins Tottenham, Manchester City og Chelsea hafa skorað fleiri, öll með einu marki meira.

Arsenal hefur einnig aðeins fengið á sig þrjú mörk eða langminnst af öllum liðum deildarinnar. Næsta lið er með sjö mörk á sig eða fjórum mörkum meira.

Markalistinn sem stingur í augað eru mörk í opnum leik. Þar er topplið deildarinnar í aðeins sautjánda sæti í ensku úrvalsdeildinni.

Arsenal hefur nefnilega skorað níu af sextán mörkum sínum úr föstum leikatriðum eða 56 prósent marka sinna. Tvö mörk til viðbótar hafa komip úr vítaspyrnum.

Eftir standa því bara fimm mörk úr opnum leik.

Eberechi Eze skoraði sigurmarkið í gær sem kom eftir aukaspyrnu á 39. mínútu leiksins.

Það þarf ekki að spyrja að því að ekkert annað lið á möguleika í Arsenal í fjölda marka eða hæsta hlutfall marka úr föstum leikatriðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×