Lífið

Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Jana Steingríms töfrar fram hollum og góðum bollakökum.
Jana Steingríms töfrar fram hollum og góðum bollakökum.

Heilsukokkurinn og jógagyðjan Jana Steingrímsdóttir sýnir hér hvernig hægt er að útbúa hollar og mjúkar banana- og kakóbollakökur. Einföld og skemmtileg uppskrift sem krakkarnir geta sjálfir útbúið fyrir skólanestið.

Banana– og kakóbollakökur 

Hráefni:

  • Tveir vel þroskaðir bananar
  • Tvö egg
  • 3 msk möndlusmjör
  • Tíu stk möndlur
  • ½ -1 dl vatn
  • 3 msk kakó
  • 1½ dl haframjöl
  • 1 tsk lyftiduft
  • Smá sjávarsalt

Valfrjálst: örlítið Akasíuhunang eða döðlusíróp fyrir meiri sætu.

Aðferð:

  1. Stilltu ofninn á 180°C.
  2. Settu öll hráefnin saman í blandara og blandaðu vel.
  3. Helltu blöndunni í bollakökuform.
  4. Bakaðu í 15-18 mínútur eða þar til kökurnar eru stökkar að ofan og mjúkar í miðjunni.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.