Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Kristján Már Unnarsson skrifar 28. október 2025 21:21 Með Suðureyjargöngum verður búið að tengja saman allar stærstu og fjölmennustu eyjar Færeyja. grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson Allir stjórnmálaflokkar á færeyska Lögþinginu náðu í gær samstöðu um veglínu fyrirhugaðra jarðganga til Suðureyjar og að bjóða verkið út. Þessi neðansjávargöng yrðu langstærsta mannvirkjagerð í sögu Færeyja. Í fréttum Sýnar var fjallað um magnaða jarðgangagerð Færeyinga. Frá árinu 1963 eru þeir búnir að grafa 27 jarðgöng, þarf af fern neðansjávargöng. Færeyingar byrjuðu samt ekki að grafa göng undir sjó fyrr en þeir kynntu sér Hvalfjarðargöngin á Íslandi. Þeir grófu Vogagöng, sem tengdu flugvöllinn í Vogum við Þórshöfn. Norðureyjargöng tengdu Klakksvík við stærstu eyjarnar. Svo komu Austureyjargöng, yfir ellefu kílómetra löng og þau einu í heiminum með hringtorgi undir hafsbotni. Sandeyjargöng voru svo opnuð fyrir tveimur árum, nærri ellefu kílómetra löng. Og núna er framundan að láta stærsta drauminn rætast, jarðgöng til Suðureyjar, þar sem 4.500 manns búa, álíka margir og í Vestmannaeyjum. Þar hafa einkum tveir kostir verið til skoðunar. Annarsvegar leið 2A, 28 kílómetra löng göng og talin kosta 104 milljarða íslenskra króna, og hinsvegar leið 1A, 24 kílómetra löng og áætluð kosta 94 milljarða íslenskra króna. Athyglisvert er að báðar leiðirnar gera ráð fyrir tengingu við Skúfey, þar sem aðeins 30 manns búa, þótt því fylgi umtalsverður kostnaðarauki. Stór áfangi náðist í gær þegar lögmaður Færeyja, Aksel V. Johannessen, tilkynnti að allir flokkar á Lögþinginu hefðu náð samstöðu um að velja styttri og ódýrari leiðina, leið 1A. Jafnframt væri samstaða um að hefja hönnun ganganna og að bjóða verkið út. Valkostirnir tveir sem helst voru til skoðunar á göngum milli Sandeyjar og Suðureyjar. Niðurstaða flokkanna á Lögþinginu var að velja leið 1A; 24,3 kílómetra löng göng, með 1,5 kílómetra legg til að tengja Skúfey. Þessi leið er talin kosta 94 milljarða íslenskra króna.grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson Þetta er þó ekki ákvörðun um að hefja framkvæmdir. Það er nefnilega skilyrt að þegar tilboð liggja fyrir, og menn sjá hina raunverulegu tölu, þá þarf aftur samþykki Lögþingsins til að hefja verkið. Sú ákvörðun gæti legið fyrir eftir tvö ár en það er talið taka átta ár að gera göngin. Þau gætu því verið komin í gagnið eftir tíu ár. Færeyjar Samgöngur Vegagerð Vegtollar Jarðgöng á Íslandi Tengdar fréttir Búa sig undir ákvörðun um stærsta mannvirki Færeyja Færeyingar búa sig núna undir stærstu ákvörðun færeyskrar mannvirkjagerðar, hvort grafa eigi 26 kílómetra löng neðansjávargöng til Suðureyjar. Þeir stefna að ákvörðun eftir hálft ár og vonast til að framkvæmdir hefjist innan þriggja ára. 19. júní 2024 22:00 Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Aksel V. Johannesen, lögmaður Færeyja, tilkynnti í Ólafsvökuræðunni í fyrradag, setningarræðu færeyska lögþingsins, að frumvörp landsstjórnarinnar um gerð Suðureyjarganga og hækkun eftirlaunaaldurs yrðu bæði lögð fram að nýju í haust. Einn stjórnarflokkanna, Framsókn, fékk því framgengt að málin verði spyrt saman og að Suðureyjargöng verði ekki samþykkt nema hækkun eftirlaunaaldurs í áföngum upp í 70 ár fylgi með. 31. júlí 2025 12:30 Færeyingar fagna enn einum jarðgöngunum Færeyingar fögnuðu í gær opnun nýrra jarðganga, Fámjinsganga á Suðurey. Jóhan Christiansen, sjávarútvegs- og samgönguráðherra, opnaði göngin formlega með því að skera á borða. Elsti íbúi Fámjin, Svend Joensen, fékk svo fyrstur að aka í gegn. 26. júní 2025 14:50 Færeyingar fagna tvennum göngum Mannfjöldi fagnaði opnun tveggja nýrra jarðganga á Borðey í Færeyjum fyrir helgi, Árnafjarðarganga og Hvannasundsganga. Saman nefnast þau Göngin norður um Fjall og eru samtals 4,2 kílómetra löng. 22. desember 2024 06:46 Færeyingar fagna fjórðu neðansjávargöngunum Færeyingar fögnuðu í dag enn einni samgöngubyltingunni, Sandeyjargöngum, ellefu kílómetra löngum neðansjávargöngum milli Straumeyjar og Sandeyjar. 21. desember 2023 22:55 Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Í fréttum Sýnar var fjallað um magnaða jarðgangagerð Færeyinga. Frá árinu 1963 eru þeir búnir að grafa 27 jarðgöng, þarf af fern neðansjávargöng. Færeyingar byrjuðu samt ekki að grafa göng undir sjó fyrr en þeir kynntu sér Hvalfjarðargöngin á Íslandi. Þeir grófu Vogagöng, sem tengdu flugvöllinn í Vogum við Þórshöfn. Norðureyjargöng tengdu Klakksvík við stærstu eyjarnar. Svo komu Austureyjargöng, yfir ellefu kílómetra löng og þau einu í heiminum með hringtorgi undir hafsbotni. Sandeyjargöng voru svo opnuð fyrir tveimur árum, nærri ellefu kílómetra löng. Og núna er framundan að láta stærsta drauminn rætast, jarðgöng til Suðureyjar, þar sem 4.500 manns búa, álíka margir og í Vestmannaeyjum. Þar hafa einkum tveir kostir verið til skoðunar. Annarsvegar leið 2A, 28 kílómetra löng göng og talin kosta 104 milljarða íslenskra króna, og hinsvegar leið 1A, 24 kílómetra löng og áætluð kosta 94 milljarða íslenskra króna. Athyglisvert er að báðar leiðirnar gera ráð fyrir tengingu við Skúfey, þar sem aðeins 30 manns búa, þótt því fylgi umtalsverður kostnaðarauki. Stór áfangi náðist í gær þegar lögmaður Færeyja, Aksel V. Johannessen, tilkynnti að allir flokkar á Lögþinginu hefðu náð samstöðu um að velja styttri og ódýrari leiðina, leið 1A. Jafnframt væri samstaða um að hefja hönnun ganganna og að bjóða verkið út. Valkostirnir tveir sem helst voru til skoðunar á göngum milli Sandeyjar og Suðureyjar. Niðurstaða flokkanna á Lögþinginu var að velja leið 1A; 24,3 kílómetra löng göng, með 1,5 kílómetra legg til að tengja Skúfey. Þessi leið er talin kosta 94 milljarða íslenskra króna.grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson Þetta er þó ekki ákvörðun um að hefja framkvæmdir. Það er nefnilega skilyrt að þegar tilboð liggja fyrir, og menn sjá hina raunverulegu tölu, þá þarf aftur samþykki Lögþingsins til að hefja verkið. Sú ákvörðun gæti legið fyrir eftir tvö ár en það er talið taka átta ár að gera göngin. Þau gætu því verið komin í gagnið eftir tíu ár.
Færeyjar Samgöngur Vegagerð Vegtollar Jarðgöng á Íslandi Tengdar fréttir Búa sig undir ákvörðun um stærsta mannvirki Færeyja Færeyingar búa sig núna undir stærstu ákvörðun færeyskrar mannvirkjagerðar, hvort grafa eigi 26 kílómetra löng neðansjávargöng til Suðureyjar. Þeir stefna að ákvörðun eftir hálft ár og vonast til að framkvæmdir hefjist innan þriggja ára. 19. júní 2024 22:00 Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Aksel V. Johannesen, lögmaður Færeyja, tilkynnti í Ólafsvökuræðunni í fyrradag, setningarræðu færeyska lögþingsins, að frumvörp landsstjórnarinnar um gerð Suðureyjarganga og hækkun eftirlaunaaldurs yrðu bæði lögð fram að nýju í haust. Einn stjórnarflokkanna, Framsókn, fékk því framgengt að málin verði spyrt saman og að Suðureyjargöng verði ekki samþykkt nema hækkun eftirlaunaaldurs í áföngum upp í 70 ár fylgi með. 31. júlí 2025 12:30 Færeyingar fagna enn einum jarðgöngunum Færeyingar fögnuðu í gær opnun nýrra jarðganga, Fámjinsganga á Suðurey. Jóhan Christiansen, sjávarútvegs- og samgönguráðherra, opnaði göngin formlega með því að skera á borða. Elsti íbúi Fámjin, Svend Joensen, fékk svo fyrstur að aka í gegn. 26. júní 2025 14:50 Færeyingar fagna tvennum göngum Mannfjöldi fagnaði opnun tveggja nýrra jarðganga á Borðey í Færeyjum fyrir helgi, Árnafjarðarganga og Hvannasundsganga. Saman nefnast þau Göngin norður um Fjall og eru samtals 4,2 kílómetra löng. 22. desember 2024 06:46 Færeyingar fagna fjórðu neðansjávargöngunum Færeyingar fögnuðu í dag enn einni samgöngubyltingunni, Sandeyjargöngum, ellefu kílómetra löngum neðansjávargöngum milli Straumeyjar og Sandeyjar. 21. desember 2023 22:55 Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Búa sig undir ákvörðun um stærsta mannvirki Færeyja Færeyingar búa sig núna undir stærstu ákvörðun færeyskrar mannvirkjagerðar, hvort grafa eigi 26 kílómetra löng neðansjávargöng til Suðureyjar. Þeir stefna að ákvörðun eftir hálft ár og vonast til að framkvæmdir hefjist innan þriggja ára. 19. júní 2024 22:00
Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Aksel V. Johannesen, lögmaður Færeyja, tilkynnti í Ólafsvökuræðunni í fyrradag, setningarræðu færeyska lögþingsins, að frumvörp landsstjórnarinnar um gerð Suðureyjarganga og hækkun eftirlaunaaldurs yrðu bæði lögð fram að nýju í haust. Einn stjórnarflokkanna, Framsókn, fékk því framgengt að málin verði spyrt saman og að Suðureyjargöng verði ekki samþykkt nema hækkun eftirlaunaaldurs í áföngum upp í 70 ár fylgi með. 31. júlí 2025 12:30
Færeyingar fagna enn einum jarðgöngunum Færeyingar fögnuðu í gær opnun nýrra jarðganga, Fámjinsganga á Suðurey. Jóhan Christiansen, sjávarútvegs- og samgönguráðherra, opnaði göngin formlega með því að skera á borða. Elsti íbúi Fámjin, Svend Joensen, fékk svo fyrstur að aka í gegn. 26. júní 2025 14:50
Færeyingar fagna tvennum göngum Mannfjöldi fagnaði opnun tveggja nýrra jarðganga á Borðey í Færeyjum fyrir helgi, Árnafjarðarganga og Hvannasundsganga. Saman nefnast þau Göngin norður um Fjall og eru samtals 4,2 kílómetra löng. 22. desember 2024 06:46
Færeyingar fagna fjórðu neðansjávargöngunum Færeyingar fögnuðu í dag enn einni samgöngubyltingunni, Sandeyjargöngum, ellefu kílómetra löngum neðansjávargöngum milli Straumeyjar og Sandeyjar. 21. desember 2023 22:55
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“