Fundinum lokið án niðurstöðu Tómas Arnar Þorláksson skrifar 29. október 2025 12:16 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra og Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri. Ívar/Vilhelm Fundi dómsmálaráðherra og ríkislögreglustjóra vegna 190 milljóna króna greiðslna til ráðgjafa frá lögregluembættum Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur lauk í morgun án niðurstöðu. Formaður Landssambands lögreglumanna fordæmir fjárútlát ríkislögreglustjóra. Ríkislögreglustjóri hefur hafnað ítrekuðum viðtalsbeiðnum fréttastofu. Dómsmálaráðherra fundaði með ríkislögreglustjóra klukkan átta í morgun vegna samstarfs og greiðslna embættis ríkislögreglustjóra til Þórunnar Óðinsdóttur, eiganda og eina starfsmanns Intru. Þórunn, sem er sérfræðingur í straumlínulögun, sinnti ýmsum störfum í þágu embættisins en þar á meðal voru búðarferðir, skipuritsgerð og myglurannsóknir. Hún þáði um 130 milljónir í greiðslu án virðisaukaskatts frá embættinu á þeim fimm árum síðan að Sigríður tók við sem ríkislögreglustjóri. Það gerir um 160 milljónir með virðisaukaskatti. Þórunn var ráðin til starfa tímabundið hjá embættinu tveimur dögum eftir að fyrirspurn barst frá fréttastofu Ríkisútvarpsins um reikninga til Intru. Fundi ráðherra með Sigríði Björk lauk upp úr klukkan níu í morgun án nokkurrar niðurstöðu eða ákvörðunar en málið verður til frekari skoðunar innan ráðuneytisins á næstu dögum. Bæði dómsmálaráðherra og ríkislögreglustjóri neituðu að tjá sig þrátt fyrir ítrekaðar viðtalsbeiðnir fréttastofu að fundi loknum. Dómsmálaráðherra sagði það blasa við í gær að verklagi væri ábótavant í málinu. Landssamband lögreglumanna tekur undir það og fordæmir fjárútlát ríkislögreglustjóra. Starfsmannafundur fór fram í húsakynnum ríkislögreglustjóra rétt fyrir hádegi en um 20 starfsmönnum hefur annaðhvort verið sagt upp eða tímabundnir ráðningasamningar við þá ekki endurnýjaðir. Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, sagði í bítinu í morgun að málið skjóti skökku við innan um niðurskurð og aðhald hjá lögreglunni. „Eins og kom fram í fréttum þá báðu þau um auka fjárveitingu til að halda sérsveitarnámskeið og eru búin að vera í ráðningarbanni í hálft ár. Svo segja þau upp starfsfólki núna svo það hefur greinilega verið þröngt um hjá embættinu en samt var þessi verktaki ráðinn í vinnu.“ Embættið hlaut um 80 milljóna króna viðbótarframlag frá Alþingi til að geta haldið umrætt námskeið. Fjölnir segir mikinn skort á fjármagni í almenn löggæslustörf. „Það hefur alveg skapað gremju hjá lögreglumönnum hvað er verið að ráða mikið af sérfræðingum og ekki lögreglumönnum hjá ríkislögreglustjóra í ýmis störf og embættið búið að stækka mjög mikið síðustu ár.“ Fréttastofa óskaði eftir viðtali við Sigríði Björk vegna málsins í gær. Þeirri beiðni var hafnað á þeirri forsendu að hún væri í fríi. Beiðnum fréttastofu um viðtal við Sigríði Björk í dag hefur fram að þessu verið hafnað. Fréttin var leiðrétt klukkan 12:32 með ábendingu frá samskiptastjóra ríkislögreglustjóra að framlagið til að halda námskeið hefði komið frá Alþingi. Veistu meira um málið? Ekki hika við að senda okkur fréttaskot, nafnlaust eða undir nafni, með því að smella hér. Lögreglan Stjórnsýsla Mygla Rekstur hins opinbera Bítið Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Greiðslur ríkislögreglustjóra til Intra Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Erlent Fleiri fréttir Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Sjá meira
Dómsmálaráðherra fundaði með ríkislögreglustjóra klukkan átta í morgun vegna samstarfs og greiðslna embættis ríkislögreglustjóra til Þórunnar Óðinsdóttur, eiganda og eina starfsmanns Intru. Þórunn, sem er sérfræðingur í straumlínulögun, sinnti ýmsum störfum í þágu embættisins en þar á meðal voru búðarferðir, skipuritsgerð og myglurannsóknir. Hún þáði um 130 milljónir í greiðslu án virðisaukaskatts frá embættinu á þeim fimm árum síðan að Sigríður tók við sem ríkislögreglustjóri. Það gerir um 160 milljónir með virðisaukaskatti. Þórunn var ráðin til starfa tímabundið hjá embættinu tveimur dögum eftir að fyrirspurn barst frá fréttastofu Ríkisútvarpsins um reikninga til Intru. Fundi ráðherra með Sigríði Björk lauk upp úr klukkan níu í morgun án nokkurrar niðurstöðu eða ákvörðunar en málið verður til frekari skoðunar innan ráðuneytisins á næstu dögum. Bæði dómsmálaráðherra og ríkislögreglustjóri neituðu að tjá sig þrátt fyrir ítrekaðar viðtalsbeiðnir fréttastofu að fundi loknum. Dómsmálaráðherra sagði það blasa við í gær að verklagi væri ábótavant í málinu. Landssamband lögreglumanna tekur undir það og fordæmir fjárútlát ríkislögreglustjóra. Starfsmannafundur fór fram í húsakynnum ríkislögreglustjóra rétt fyrir hádegi en um 20 starfsmönnum hefur annaðhvort verið sagt upp eða tímabundnir ráðningasamningar við þá ekki endurnýjaðir. Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, sagði í bítinu í morgun að málið skjóti skökku við innan um niðurskurð og aðhald hjá lögreglunni. „Eins og kom fram í fréttum þá báðu þau um auka fjárveitingu til að halda sérsveitarnámskeið og eru búin að vera í ráðningarbanni í hálft ár. Svo segja þau upp starfsfólki núna svo það hefur greinilega verið þröngt um hjá embættinu en samt var þessi verktaki ráðinn í vinnu.“ Embættið hlaut um 80 milljóna króna viðbótarframlag frá Alþingi til að geta haldið umrætt námskeið. Fjölnir segir mikinn skort á fjármagni í almenn löggæslustörf. „Það hefur alveg skapað gremju hjá lögreglumönnum hvað er verið að ráða mikið af sérfræðingum og ekki lögreglumönnum hjá ríkislögreglustjóra í ýmis störf og embættið búið að stækka mjög mikið síðustu ár.“ Fréttastofa óskaði eftir viðtali við Sigríði Björk vegna málsins í gær. Þeirri beiðni var hafnað á þeirri forsendu að hún væri í fríi. Beiðnum fréttastofu um viðtal við Sigríði Björk í dag hefur fram að þessu verið hafnað. Fréttin var leiðrétt klukkan 12:32 með ábendingu frá samskiptastjóra ríkislögreglustjóra að framlagið til að halda námskeið hefði komið frá Alþingi. Veistu meira um málið? Ekki hika við að senda okkur fréttaskot, nafnlaust eða undir nafni, með því að smella hér.
Veistu meira um málið? Ekki hika við að senda okkur fréttaskot, nafnlaust eða undir nafni, með því að smella hér.
Lögreglan Stjórnsýsla Mygla Rekstur hins opinbera Bítið Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Greiðslur ríkislögreglustjóra til Intra Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Erlent Fleiri fréttir Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Sjá meira