Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. október 2025 09:22 Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, segir að nú eigi hlutdeildarlán að vera í boði í hverjum mánuði. Vísir/Bjarni Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra segir húsnæðispakkann, sem ríkisstjórnin kynnti í gær, tímamótapakka. Hún vonast til að geta séð byggingakrana í Úlfarsárdal, þar sem reisa á fjögur þúsund íbúðir, strax á næsta ári. „Þessi fyrsti pakki okkar eru tímamótaaðgerðir sem er búið að vera risastórt samvinnuverkefni. Bæði í mínu ráðuneyti félags- og húsnæðismálaráðuneytinu, fjármálaráðuneytinu og svo ég tali nú ekki um okkar góða samstarf við borgina,“ sagði Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún segir að þó ekki sé verið að ráðast í aðgerðir vegna lóðaskorts, sem kvartað hefur verið undan um margra ára skeið, þá eigi að ráðast í gríðarmikla uppbyggingu í Úlfarsárdal. Kynnt var á fundi ríkisstjórnarinnar í gær að byggja eigi fjögur þúsund íbúðir þar í fyrsta fasa. „Þetta eru tíu þúsund íbúðir að minnsta kosti. Það er það sem við lögðum upp með í Flokki fólksins þegar við gengum til samstarfs við borgarstjórnarmeirihlutann. Þetta er fyrsta skrefið í þá átt, þessar fjögur þúsund íbúðir.“ Fyrir efnaminna fólk Inga segir að uppbygging hefjist um leið og hægt verði. Nú sé verið að setja á fót svokallað innviðafélag. „Ég vonast til þess að við getum farið að sjá krana strax á næsta ári,“ segir Inga. „Við ætlum að byggja þarna ódýrari íbúðir og tryggja stuðning ríkisvaldsins í uppbyggingu á ódýrari, hagkvæmari íbúðum fyrir fyrstu kaupendur og efnaminna fólk.“ Verður blönduð byggð Innt eftir því hvernig innviðafélagið verði fjármagnað segir Inga að verkið verði boðið út. „Það verður auglýst eftir aðilum til að taka utan um þetta,“ segir Inga. Að fjárfestr greiði fyrir þessa uppbyggingu, eitthvað einkafélag, er ég að skilja það rétt? „Já, þú skilur það rétt að því leyti til. Það verða settar einhverjar forsendur til hliðsjónar, það getur ekki hver sem er komið og ætlað að byggja fjögur þúsund íbúðir á 200 milljónir stykkið. Það eru ákveðnar forsendur fyrir þessum fjögur þúsund eignum.“ Þarna verði blönduð byggð, bæði fjölbýlishús, einbýlishús og raðhús en einbeitingin verði á að byggja ódýrari eignir fyrst um sinn. Ódýrara og fljótlegra að byggja Einfalda á byggingareglugerðir, breyta á byggingareftirliti og bæta við byggingagallatryggingu. Hún segir þessi atriði hafa stórkostlega mikil áhrif. „Sérstaklega eins og einföldun á byggingareglugerð, þar sem er verið að fara út fyrir þennan grjótharða forræðishyggjuramma sem þegar er í öllum reglum. Þetta hraðar byggingu og verður ódýrara. Það segir sig sjálft. Byggingafulltrúar geta þá litið til þess hvernig er hægt að byggja hagkvæmar en það er ekkert sem neins staðar er gefið eftir í sambandi við gæði og að tryggja það að húsnæðið okkar haldi vatni og vindi.“ Þá bendir Inga á að fjárútlát til hlutdeildarlána verði aukin um einn og hálfan milljarð, úr fjórum í 5,5. Sárlega hefur verið kvartað undan ófyrirsjáanleika hlutdeildarlána en úthlutun þeirra hefur reglulega verið sett á ís vegna vanfjármögnunar. „Nú verður hægt að sækja um hlutdeildarlán í hverjum mánuði,“ segir Inga. Hlusta má á viðtalið við Ingu í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Húsnæðismál Fjármál heimilisins Bítið Reykjavík Tengdar fréttir Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins segist fagna því að ríkisstjórnin setji aukna áherslu á húsnæðismál en henni þyki nýr húsnæðispakki ríkisstjórnar í heild „fremur rýr“. Rætt var við Guðrúnu í kvöldfréttum Sýnar í gær. 30. október 2025 08:35 Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Flokkur fólksins lagði höfuðáherslu á húsnæðismálin í aðdraganda síðustu kosninga. Flokkurinn lagði sérstaka áherslu á að ryðja nýtt land til uppbyggingar í Úlfarsárdal í Reykjavík með uppbyggingu hagkvæmra íbúða á viðráðanlegu verði. 30. október 2025 08:02 Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Fólk fær áfram að ráðstafa séreignarsparnaði sínum skattfrjálst inn á fasteignalán með 10 ára nýtingartímabili, samkvæmt áformum ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum. Annar húsnæðispakki verður kynntur á nýju ári, að sögn ríkisstjórnarinnar. 29. október 2025 21:42 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent „Ég er sátt“ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Sjá meira
„Þessi fyrsti pakki okkar eru tímamótaaðgerðir sem er búið að vera risastórt samvinnuverkefni. Bæði í mínu ráðuneyti félags- og húsnæðismálaráðuneytinu, fjármálaráðuneytinu og svo ég tali nú ekki um okkar góða samstarf við borgina,“ sagði Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún segir að þó ekki sé verið að ráðast í aðgerðir vegna lóðaskorts, sem kvartað hefur verið undan um margra ára skeið, þá eigi að ráðast í gríðarmikla uppbyggingu í Úlfarsárdal. Kynnt var á fundi ríkisstjórnarinnar í gær að byggja eigi fjögur þúsund íbúðir þar í fyrsta fasa. „Þetta eru tíu þúsund íbúðir að minnsta kosti. Það er það sem við lögðum upp með í Flokki fólksins þegar við gengum til samstarfs við borgarstjórnarmeirihlutann. Þetta er fyrsta skrefið í þá átt, þessar fjögur þúsund íbúðir.“ Fyrir efnaminna fólk Inga segir að uppbygging hefjist um leið og hægt verði. Nú sé verið að setja á fót svokallað innviðafélag. „Ég vonast til þess að við getum farið að sjá krana strax á næsta ári,“ segir Inga. „Við ætlum að byggja þarna ódýrari íbúðir og tryggja stuðning ríkisvaldsins í uppbyggingu á ódýrari, hagkvæmari íbúðum fyrir fyrstu kaupendur og efnaminna fólk.“ Verður blönduð byggð Innt eftir því hvernig innviðafélagið verði fjármagnað segir Inga að verkið verði boðið út. „Það verður auglýst eftir aðilum til að taka utan um þetta,“ segir Inga. Að fjárfestr greiði fyrir þessa uppbyggingu, eitthvað einkafélag, er ég að skilja það rétt? „Já, þú skilur það rétt að því leyti til. Það verða settar einhverjar forsendur til hliðsjónar, það getur ekki hver sem er komið og ætlað að byggja fjögur þúsund íbúðir á 200 milljónir stykkið. Það eru ákveðnar forsendur fyrir þessum fjögur þúsund eignum.“ Þarna verði blönduð byggð, bæði fjölbýlishús, einbýlishús og raðhús en einbeitingin verði á að byggja ódýrari eignir fyrst um sinn. Ódýrara og fljótlegra að byggja Einfalda á byggingareglugerðir, breyta á byggingareftirliti og bæta við byggingagallatryggingu. Hún segir þessi atriði hafa stórkostlega mikil áhrif. „Sérstaklega eins og einföldun á byggingareglugerð, þar sem er verið að fara út fyrir þennan grjótharða forræðishyggjuramma sem þegar er í öllum reglum. Þetta hraðar byggingu og verður ódýrara. Það segir sig sjálft. Byggingafulltrúar geta þá litið til þess hvernig er hægt að byggja hagkvæmar en það er ekkert sem neins staðar er gefið eftir í sambandi við gæði og að tryggja það að húsnæðið okkar haldi vatni og vindi.“ Þá bendir Inga á að fjárútlát til hlutdeildarlána verði aukin um einn og hálfan milljarð, úr fjórum í 5,5. Sárlega hefur verið kvartað undan ófyrirsjáanleika hlutdeildarlána en úthlutun þeirra hefur reglulega verið sett á ís vegna vanfjármögnunar. „Nú verður hægt að sækja um hlutdeildarlán í hverjum mánuði,“ segir Inga. Hlusta má á viðtalið við Ingu í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Húsnæðismál Fjármál heimilisins Bítið Reykjavík Tengdar fréttir Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins segist fagna því að ríkisstjórnin setji aukna áherslu á húsnæðismál en henni þyki nýr húsnæðispakki ríkisstjórnar í heild „fremur rýr“. Rætt var við Guðrúnu í kvöldfréttum Sýnar í gær. 30. október 2025 08:35 Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Flokkur fólksins lagði höfuðáherslu á húsnæðismálin í aðdraganda síðustu kosninga. Flokkurinn lagði sérstaka áherslu á að ryðja nýtt land til uppbyggingar í Úlfarsárdal í Reykjavík með uppbyggingu hagkvæmra íbúða á viðráðanlegu verði. 30. október 2025 08:02 Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Fólk fær áfram að ráðstafa séreignarsparnaði sínum skattfrjálst inn á fasteignalán með 10 ára nýtingartímabili, samkvæmt áformum ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum. Annar húsnæðispakki verður kynntur á nýju ári, að sögn ríkisstjórnarinnar. 29. október 2025 21:42 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent „Ég er sátt“ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Sjá meira
Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins segist fagna því að ríkisstjórnin setji aukna áherslu á húsnæðismál en henni þyki nýr húsnæðispakki ríkisstjórnar í heild „fremur rýr“. Rætt var við Guðrúnu í kvöldfréttum Sýnar í gær. 30. október 2025 08:35
Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Flokkur fólksins lagði höfuðáherslu á húsnæðismálin í aðdraganda síðustu kosninga. Flokkurinn lagði sérstaka áherslu á að ryðja nýtt land til uppbyggingar í Úlfarsárdal í Reykjavík með uppbyggingu hagkvæmra íbúða á viðráðanlegu verði. 30. október 2025 08:02
Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Fólk fær áfram að ráðstafa séreignarsparnaði sínum skattfrjálst inn á fasteignalán með 10 ára nýtingartímabili, samkvæmt áformum ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum. Annar húsnæðispakki verður kynntur á nýju ári, að sögn ríkisstjórnarinnar. 29. október 2025 21:42