Formannskosningu Pírata frestað Jón Ísak Ragnarsson skrifar 30. október 2025 19:55 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, gjaldkeri Pírata, var fundarstjóri á aukaaðalfundi flokksins í kvöld. Vísir/Rax Kosningu til formanns, varaformanns og til stjórnar Pírata var frestað á aukaaðalfundi Pírata í kvöld vegna formgalla á fundarboði. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, gjaldkeri Pírata, segir að boðað verði til nýs aukaaðalfundar vonandi á allra næstu vikum. Til stóð að kjósa í ný formanns- og varaformannsembætti Pírata í kvöld, en Píratar hafa verið formannslausir frá stofnun flokksins 2012. „Þetta var lögmætur aðalfundur en það láðist að setja inn í fundarboðið fyrirkomulag á hvernig yrði kostið til embættis formanns.“ „Við erum nýbúin að leggja niður rafræna kosningakerfið okkar. Við vorum búin að bjóða fólki upp á umboðskosningar svokallaðar, það gæti sent fólk með atkvæði fyrir sig, en það fór fyrir mistök ekki út í fundarboðið þannig það vissu ekki allir félagsmenn af þessu.“ „Okkur fannst þetta mikilvægt af því þetta er mikilvægt embætti innan flokksins, að þetta væri alveg á hreinu að allir félagsmenn hefðu jafnan rétt á þátttöku í þessu mikilvæga kjöri.“ Í framboði til formanns eru eins og sakir standa Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í bæjarstjórn, Alexandra Briem borgarfulltrúi, og Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns varaborgarfulltrúi. Í framboði til varaformanns er Inga Þóra Haraldsdóttir. Þórhildur segir að þetta gæti breyst fram að næsta aukaaðalfundi, til að mynda hafi frambjóðendur til formanns sem ekki ná kjöri tækifæri til að bjóða sig fram til varaformanns. Píratar Tengdar fréttir Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata, hefur bæst í hóp þeirra sem hyggjast sækjast eftir að verða formaður flokksins á aukaaðalfundi á fimmtudag. Dóra Björt Guðjónsdóttir hefur einnig lýst yfir framboði. 28. október 2025 06:46 Dóra Björt stefnir á formanninn Dóra Björt Guðjónsdóttir formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar og oddviti Pírata í borgarstjórn, ætlar að bjóða sig fram til nýs embættis formanns Pírata. Hún segir marga hafa hvatt hana til að bjóða sig fram til embættisins og að hún vilji taka þátt uppbyggingu og endurreisn sem sé framundan. 24. október 2025 09:09 Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, fundarstjóri á aukaaðalfundi Pírata sem nú stendur yfir þar sem til stóð að kjósa formann, segir að vegna formgalla á fundarboði sé óvissa uppi um hvort kosningaaðferðin sé réttu megin við lög Pírata. Verið sé að ræða hvort farið verði í atkvæðagreiðslu eða fundinum frestað. 30. október 2025 19:04 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Fleiri fréttir Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Sjá meira
Til stóð að kjósa í ný formanns- og varaformannsembætti Pírata í kvöld, en Píratar hafa verið formannslausir frá stofnun flokksins 2012. „Þetta var lögmætur aðalfundur en það láðist að setja inn í fundarboðið fyrirkomulag á hvernig yrði kostið til embættis formanns.“ „Við erum nýbúin að leggja niður rafræna kosningakerfið okkar. Við vorum búin að bjóða fólki upp á umboðskosningar svokallaðar, það gæti sent fólk með atkvæði fyrir sig, en það fór fyrir mistök ekki út í fundarboðið þannig það vissu ekki allir félagsmenn af þessu.“ „Okkur fannst þetta mikilvægt af því þetta er mikilvægt embætti innan flokksins, að þetta væri alveg á hreinu að allir félagsmenn hefðu jafnan rétt á þátttöku í þessu mikilvæga kjöri.“ Í framboði til formanns eru eins og sakir standa Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í bæjarstjórn, Alexandra Briem borgarfulltrúi, og Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns varaborgarfulltrúi. Í framboði til varaformanns er Inga Þóra Haraldsdóttir. Þórhildur segir að þetta gæti breyst fram að næsta aukaaðalfundi, til að mynda hafi frambjóðendur til formanns sem ekki ná kjöri tækifæri til að bjóða sig fram til varaformanns.
Píratar Tengdar fréttir Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata, hefur bæst í hóp þeirra sem hyggjast sækjast eftir að verða formaður flokksins á aukaaðalfundi á fimmtudag. Dóra Björt Guðjónsdóttir hefur einnig lýst yfir framboði. 28. október 2025 06:46 Dóra Björt stefnir á formanninn Dóra Björt Guðjónsdóttir formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar og oddviti Pírata í borgarstjórn, ætlar að bjóða sig fram til nýs embættis formanns Pírata. Hún segir marga hafa hvatt hana til að bjóða sig fram til embættisins og að hún vilji taka þátt uppbyggingu og endurreisn sem sé framundan. 24. október 2025 09:09 Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, fundarstjóri á aukaaðalfundi Pírata sem nú stendur yfir þar sem til stóð að kjósa formann, segir að vegna formgalla á fundarboði sé óvissa uppi um hvort kosningaaðferðin sé réttu megin við lög Pírata. Verið sé að ræða hvort farið verði í atkvæðagreiðslu eða fundinum frestað. 30. október 2025 19:04 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Fleiri fréttir Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Sjá meira
Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata, hefur bæst í hóp þeirra sem hyggjast sækjast eftir að verða formaður flokksins á aukaaðalfundi á fimmtudag. Dóra Björt Guðjónsdóttir hefur einnig lýst yfir framboði. 28. október 2025 06:46
Dóra Björt stefnir á formanninn Dóra Björt Guðjónsdóttir formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar og oddviti Pírata í borgarstjórn, ætlar að bjóða sig fram til nýs embættis formanns Pírata. Hún segir marga hafa hvatt hana til að bjóða sig fram til embættisins og að hún vilji taka þátt uppbyggingu og endurreisn sem sé framundan. 24. október 2025 09:09
Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, fundarstjóri á aukaaðalfundi Pírata sem nú stendur yfir þar sem til stóð að kjósa formann, segir að vegna formgalla á fundarboði sé óvissa uppi um hvort kosningaaðferðin sé réttu megin við lög Pírata. Verið sé að ræða hvort farið verði í atkvæðagreiðslu eða fundinum frestað. 30. október 2025 19:04