Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. október 2025 16:02 Lamine Yamal kostaði Barcelona ekki neitt enda uppalinn hjá félaginu. Liðið kom sér í mikil fjárhagsvandræði með því að kaupa ítrekað köttinn í sekknum á leikmannamarkaðnum. Getty/Image Photo Agency Það kemur kannski ekki mörgum á óvart að sjá spænska félagið Barcelona efst á lista yfir þau evrópsku knattspyrnufélög sem skulda mestan pening í dag en mun fleiri eru örugglega hissa á að sjá Tottenham fyrir ofan Manchester United miðað við áhyggjur og aðgerðir Sir Jim Ratcliffe. FC Barcelona skuldar nú áætlaðar 1,92 milljarða evra, 279 milljarða íslenskra króna. Skuldin er komin til vegna blöndu af of mikilli eyðslu, misheppnuðum stórkaupum á leikmönnum og kostnaðarsömum endurbótum á Nývangi. Allt þetta hefur sett félagið í mikla fjárhagskreppu. Það er síðan enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham sem kemur í öðru sæti með 1,36 milljarða evra í skuld, sem er að mestu leyti tengt heimsklassa leikvangi félagsins og fjárfestingum í leikmönnum. Tottenham er samt með góð tök á sinni skuldastöðu. Ólíkt öðrum eru yfir níutíu prósent af lánum Tottenham með föstum vöxtum og ná til ársins 2051, sem er varkár stefna sem jafnar út stöðugleika og vöxt. Staðan er því ekki eins slæm og hún kannski sýnist. Önnur félög skulda líka mikið en eru samt í ólíkri stöðu. Everton skuldar 1,14 milljarða evra í bland við óvissu um eignarhald en Manchester United er aftur á móti með 847 milljónir evra í eldri skuldum og veltilánum. Sir Jim Ratcliffe, minnihlutaeigandi í United, hefur verið með niðurskurðarhnífinn á lofti til að taka á fjárhagsvandræðum félagsins við miklar óvinsældir hjá stuðningsmönnum. Næst eftir er ítalska félagið Internazionale sem er í gangi með endurskipulagningu á 350 milljóna evra skuldabréfi. Chelsea skuldar yfir 346 milljónir evra, og svo kemur ítalska félagið Juventus, sem lækkaði skuldir sínar í 339,32 milljónir evra eftir margra ára fjárhagslegt aðhald. View this post on Instagram A post shared by World Visualized (@worldvisualized) Spænski boltinn Enski boltinn Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Fleiri fréttir Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Sjá meira
FC Barcelona skuldar nú áætlaðar 1,92 milljarða evra, 279 milljarða íslenskra króna. Skuldin er komin til vegna blöndu af of mikilli eyðslu, misheppnuðum stórkaupum á leikmönnum og kostnaðarsömum endurbótum á Nývangi. Allt þetta hefur sett félagið í mikla fjárhagskreppu. Það er síðan enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham sem kemur í öðru sæti með 1,36 milljarða evra í skuld, sem er að mestu leyti tengt heimsklassa leikvangi félagsins og fjárfestingum í leikmönnum. Tottenham er samt með góð tök á sinni skuldastöðu. Ólíkt öðrum eru yfir níutíu prósent af lánum Tottenham með föstum vöxtum og ná til ársins 2051, sem er varkár stefna sem jafnar út stöðugleika og vöxt. Staðan er því ekki eins slæm og hún kannski sýnist. Önnur félög skulda líka mikið en eru samt í ólíkri stöðu. Everton skuldar 1,14 milljarða evra í bland við óvissu um eignarhald en Manchester United er aftur á móti með 847 milljónir evra í eldri skuldum og veltilánum. Sir Jim Ratcliffe, minnihlutaeigandi í United, hefur verið með niðurskurðarhnífinn á lofti til að taka á fjárhagsvandræðum félagsins við miklar óvinsældir hjá stuðningsmönnum. Næst eftir er ítalska félagið Internazionale sem er í gangi með endurskipulagningu á 350 milljóna evra skuldabréfi. Chelsea skuldar yfir 346 milljónir evra, og svo kemur ítalska félagið Juventus, sem lækkaði skuldir sínar í 339,32 milljónir evra eftir margra ára fjárhagslegt aðhald. View this post on Instagram A post shared by World Visualized (@worldvisualized)
Spænski boltinn Enski boltinn Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Fleiri fréttir Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Sjá meira