Erlent

Andrés ekki lengur prins og látinn yfir­gefa heimili sitt

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Andrés verður hér eftir kallaður Andrew Mountbatten Windsor.
Andrés verður hér eftir kallaður Andrew Mountbatten Windsor. EPA

Andrés, yngri bróðir Karls Bretakonungs hefur nú verið sviptur prins-titli sínum og þarf að yfirgefa hið sögulega Royla Lodge í grennd við Windsor kastala, hvar hann hefur búið síðustu áratugi.

Andrés, yngri bróðir Karls Bretakonungs hefur nú verið sviptur prins-titli sínum og þarf að yfirgefa hið sögulega Royla Lodge í grennd við Windsor kastala, hvar hann hefur búið síðustu áratugi.

Þetta kom í tilkynningu frá Buckingham-höll í gær en ástæðan eru tengsl Andrésar við kynferðisglæpamanninn Jeffrey Epstein og ásakanir á hendur Andrési þess efnis að hann hafi brotið gegn að minnsta kosti einni konu, Virginíu Giuffre, þegar hún var táningur. 

Giuffre féll fyrir eigin hendi fyrr á árinu. 

Áður hafði Andrés verið sviptur öllum öðrum titlum en var áfram prins þar sem hann er sannarlega sonur drottningar.

Í yfirlýsingunni segir að hugur konungsfjölskyldunnar sé með þolendum. Umræddar ráðstafanir séu nauðsynlegar jafnvel þótt Andrés haldi því enn fram að hann sé saklaus.

Hann verður hér eftir Andrew Mountbatten Windsor og mun flytja í húsnæði í einkaeigu.

Samkvæmt breskum miðlum mun Andrés flytja í húsnæði á landareigninni Sandringham, sem er í eigu konungsins. Þá hefur verið greint frá því að fyrrverandi eiginkona hans, Sarah Ferguson, muni sjá um eigin búsetuúrræði. 

Hún og Andrés höfðu búið saman í Royal Lodge.

Dætur Andrésar og Fergie, eins og hún er kölluð, halda titlum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×