Enski boltinn

Mikil­vægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Bryan Mbeumo átti góðan leik með Manchester United í sigri liðsins um síðustu helgi.
Bryan Mbeumo átti góðan leik með Manchester United í sigri liðsins um síðustu helgi. Getty/Ash Donelon/

Fantasýn-strákarnir ræddu meðal annars Manchester United og þá sérstaklega einn leikmann liðsins í nýjasta þætti sínum þar sem þeir ræddu um réttan undirbúning fyrir komandi helgi í Fantasy-leik ensku úrvalsdeildarinnar.

Fantasýn er Fantasy Premier League-hlaðvarp Sýnar, heimili enska boltans á Íslandi. Þáttastjórnendur eru Albert Þór Guðmundsson og Sindri Kamban.

Ekki að fara blanda sér í titilbaráttuna

„Þetta United-lið er ekki að fara blanda sér í titilbaráttuna. Ég held að enginn virkilega trúi því. Þetta er enn þá frekar ótraust en það eru klárlega batamerki,“ sagði Albert Þór Guðmundsson.

„Þetta eru klárlegar framfarir en hversu langt fara þær með liðið. Þú veist, auðvitað er mómentum með liðinu núna og mikilvægt að hamra járnið meðan það er heitt. Það verður bara að koma í ljós hvernig gengur hjá Amorim að viðhalda þessum neista sem er kominn á Old Trafford,“ sagði Albert.

Eins og maður sá í Brentford

Leikmaðurinn sem þeir hafa klárlega áhuga á að hafa í fantasy er framherjinn Bryan Mbeumo.

„Mbeumo er kannski saga þessa leiks, myndi ég segja. Hann skorar tvö mörk og fyrra markið hans er alveg frábært. Bara svona týpískt Mbeumo-mark sem maður sá í Brentford,“ sagði Albert.

Mbeumo er á fyrsta tímabili með Manchester United eftir að hafa skorað tuttugu deildarmörk með Brentford á síðasta tímabili. Mbeumo skoraði tvö mörk í fyrstu átta leikjunum en tvöfaldaði markaskor sitt í síðasta leik.

Með einstaklingsgæði

„Hann er með einstaklingsgæði, hann er góður skotmaður og góður í því að klára færin. Þannig að þú býst við að leikmaður eins og Mbeumo sé að skila fleirum mörkum en xG-ið hjá sér,“ sagði Albert.

Svo er hann með þann kost að hann er svona leikmaður greinilega sem er líklegur til að taka 90 mínútur. Þannig að, þú veist, hann er þarna enn þá inni á vellinum þegar leiðir 3-2 og Brentford þarf að sækja jöfnunarmarkið. Þá bíður hann þarna frammi og nær að skora í skyndisókn,“ sagði Albert.

Það má hlusta á allan þáttinn hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×