Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. nóvember 2025 14:31 Desire Doue fagnar öðru marka sinna fyrir Paris Saint-Germain í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Getty/ Justin Setterfield Franski fótboltamaðurinn Desire Doue er nýjasta fórnarlamb bölvunar besta leikmanns úrslitaleiks Meistaradeildarinnar í fótbolta. Doue meiddist í síðasta leik Paris Saint Germain á móti Lorient í frönsku deildinni í vikunni og verður lengi frá eftir að hafa rifið vöðva í læri. Þetta er enn eitt dæmið þar sem stjarna úrslitaleiks Meistaradeildarinnar tímabilið á undan lendir illa í meiðsladrauginum. Á síðasta tímabili var Doue valinn maður leiksins þegar Paris Saint Germain vann 5-0 sigur á Internazionale og tryggði sér sigur í Meistaradeildinni í fyrsta skipti. Doue skoraði tvö mörk og gaf eina stoðsendingu í úrslitaleiknum í München. Nú hefur hann, líkt og allir hinir verðlaunahafar úrslitaleiksins síðan 2019, orðið fyrir alvarlegum meiðslum. Hér fyrir neðan má sjá upptalingu á bölvun stjörnu úrslitaleiks Meistaradeildarinnar undanfarin sex ár. 2019 – Virgil van Dijk (Liverpool): Valinn maður leiksins í úrslitaleiknum en varð síðar fyrir alvarlegum hnémeiðslum þegar hann sleit krossband og það hélt honum frá keppni í marga mánuði. 2020 – Kingsley Coman (Bayern München): Skoraði sigurmarkið og var valinn maður leiksins, en glímdi skömmu síðar við endurtekin meiðsli sem héldu honum frá keppni í yfir hundrað daga. 2021 – N’Golo Kanté (Chelsea): Maður leiksins í úrslitaleiknum en varð síðar fyrir vöðvameiðslum sem takmörkuðu leikjatíma hans og neyddu hann til að missa af stórmóti. 2022 – Thibaut Courtois (Real Madrid): Var valinn maður leiksins fyrir hetjulega markvörslu sína en ári síðar varð hann fyrir alvarlegum hnémeiðslum. 2023 – Rodri (Manchester City): Skoraði sigurmarkið og var valinn maður leiksins, en varð síðar fyrir alvarlegum hnémeiðslum þegar hann sleit krossband. 2024 – Dani Carvajal (Real Madrid): Maður leiksins eftir að hafa skorað fyrsta markið í úrslitaleiknum en mánuðum síðar varð hann fyrir alvarlegum hnémeiðslum þegar hann sleit krossband. 2025 - Desire Doue (PSG): Maður leiksins eftir að hafa skorað tvö mörk og gefið eina stoðsendingu í úrslitaleiknum en hefur nú rifið vöðva í læri. Slapp kannski betur en margir hinir en verður engu að síður lengi frá. View this post on Instagram A post shared by Soccer Forever (@soccerforever) Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Sjá meira
Doue meiddist í síðasta leik Paris Saint Germain á móti Lorient í frönsku deildinni í vikunni og verður lengi frá eftir að hafa rifið vöðva í læri. Þetta er enn eitt dæmið þar sem stjarna úrslitaleiks Meistaradeildarinnar tímabilið á undan lendir illa í meiðsladrauginum. Á síðasta tímabili var Doue valinn maður leiksins þegar Paris Saint Germain vann 5-0 sigur á Internazionale og tryggði sér sigur í Meistaradeildinni í fyrsta skipti. Doue skoraði tvö mörk og gaf eina stoðsendingu í úrslitaleiknum í München. Nú hefur hann, líkt og allir hinir verðlaunahafar úrslitaleiksins síðan 2019, orðið fyrir alvarlegum meiðslum. Hér fyrir neðan má sjá upptalingu á bölvun stjörnu úrslitaleiks Meistaradeildarinnar undanfarin sex ár. 2019 – Virgil van Dijk (Liverpool): Valinn maður leiksins í úrslitaleiknum en varð síðar fyrir alvarlegum hnémeiðslum þegar hann sleit krossband og það hélt honum frá keppni í marga mánuði. 2020 – Kingsley Coman (Bayern München): Skoraði sigurmarkið og var valinn maður leiksins, en glímdi skömmu síðar við endurtekin meiðsli sem héldu honum frá keppni í yfir hundrað daga. 2021 – N’Golo Kanté (Chelsea): Maður leiksins í úrslitaleiknum en varð síðar fyrir vöðvameiðslum sem takmörkuðu leikjatíma hans og neyddu hann til að missa af stórmóti. 2022 – Thibaut Courtois (Real Madrid): Var valinn maður leiksins fyrir hetjulega markvörslu sína en ári síðar varð hann fyrir alvarlegum hnémeiðslum. 2023 – Rodri (Manchester City): Skoraði sigurmarkið og var valinn maður leiksins, en varð síðar fyrir alvarlegum hnémeiðslum þegar hann sleit krossband. 2024 – Dani Carvajal (Real Madrid): Maður leiksins eftir að hafa skorað fyrsta markið í úrslitaleiknum en mánuðum síðar varð hann fyrir alvarlegum hnémeiðslum þegar hann sleit krossband. 2025 - Desire Doue (PSG): Maður leiksins eftir að hafa skorað tvö mörk og gefið eina stoðsendingu í úrslitaleiknum en hefur nú rifið vöðva í læri. Slapp kannski betur en margir hinir en verður engu að síður lengi frá. View this post on Instagram A post shared by Soccer Forever (@soccerforever)
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Sjá meira