Innlent

Tango Travel hættir vegna gjald­þrots Play

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Forsvarsmenn Tango Travel segja fall Play hafa haft þung áhrif.
Forsvarsmenn Tango Travel segja fall Play hafa haft þung áhrif. Play

Ferðaskrifstofan Tango Travel hefur ákveðið að hætta starfsemi í núverandi mynd. Ástæðan séu þungu áhrifin sem skrifstofan varð fyrir vegna falls flugfélagsins Play.

Þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu ferðaskrifstofunnar. Þar segir að ákvörðunin hafi verið tekin með hagsmuni viðskiptavina í huga. Tango Travel hafi greitt í Ferðatryggingasjóð og því geti viðskiptavinir sótt endurgreiðslu úr sjóðnum.

Flugfélagið Play lýsti yfir gjaldþroti í lok september. Fjögur hundruð misstu vinnuna og þurftu þúsundir farþega sem þurfti að endurskipuleggja heimför. 

Samkvæmt RÚV var hópur á vegum ferðaskrifstofunnar á ferðalagi þegar gjaldþrotinu var lýst yfir.

„Það er ekkert launungarmál að það er svolítill skellur að missa þetta flugfélag,“ sagði Ingibjörg Elsa Eysteinsdóttir, framkvæmdastjóri Tango Travel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×