Þúsundir hafi orðið af milljónum Jón Ísak Ragnarsson skrifar 2. nóvember 2025 14:52 Sveinbjörn Claessen lögmaður og Styrmir Gunnarsson kollegi hans hvetja stjórnvöld til að leggja aftur fram frumvarp sem ætlað er að leiðrétta misræmi milli skaðabóta og launaþróunar á vinnumarkaði. Vísir Bætur fyrir líkamstjón samkvæmt skaðabótalögum hafa ekki verið uppfærðar í 26 ár og halda ekki lengur í við launaþróun á vinnumarkaði. Fyrir vikið hafa þúsundir slasaðra einstaklinga fengið bætur sem endurspegla ekki raunverulegt fjártjón þeirra. Þetta segir Sveinbjörn Claessen, hæstaréttarlögmaður hjá Landslögum, en hann og Styrmir Gunnarsson samstarfsmaður hans segja núgildandi skaðabótalög úrelt. Þegar lögin voru sett hafi skaðabætur verið miðaðar við lánavísitölu en ekki launavísitölu. Launavísitala hafi hins vegar hækkað meira en lánavísitala á síðustu áratugum. Frumvarpið dagaði uppi „Árið 2017 lagði dómsmálaráðuneytið fram frumvarp sem ætlað var að leiðrétta þetta misræmi og taldi brýnt að ráðast í breytingar „án tafar“ eins og sagði í frumvarpinu,“ segir Sveinbjörn. „Í greinargerð ráðuneytisins með frumvarpinu kom fram að forsendur laganna væru orðnar úreltar og að markmið þeirra, að tryggja fullar bætur fyrir raunverulegt tjón, næðist ekki lengur.“ Í greinargerðinni hafi meðal annars staðið að í frumvarpinu fælist ekki efnisbreyting heldur leiðrétting, sem yrði að gera hið fyrsta. Bætur fyrir varanlega örorku tugum prósenta lægri en þær ættu að vera „Frumvarpið, sem unnið var af Eiríki Jónssyni, þá prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, fól í sér að uppfæra svonefndan aldursstuðul og tengja hámarks- og lágmarkslaunaviðmið við launavísitölu í stað lánskjaravísitölu.“ „Í núgildandi lögum eru bætur tengdar við lánskjaravísitölu, sem fylgir verðbólgu, en launavísitalan hefur hækkað nær tvöfalt meira á sama tíma. Sá munur hefur leitt til þess að bætur fyrir varanlega örorku eru í dag tugum prósenta lægri en þær ættu að vera miðað við launaþróun,“ segir Sveinbjörn. „Þetta þýðir einfaldlega að fólk sem missir starfsgetu af völdum slysa fær ekki bætur í samræmi við það tekjutap sem það raunverulega verður fyrir.“ Hvetja stjórnvöld til að taka málið upp aftur Sveinbjörn segir að þrátt fyrir að frumvarpið hafi verið fullunnið árið 2017 og samstaða ríkt um meginatriði þess, hafi það dagað uppi í þingnefnd og ekkert hafi verið gert síðan. Afleiðingarnar af þessu séu miklar fyrir fjölda einstaklinga sem slasast og reiða sig á réttlátt bótakerfi. Slasaðir fái einfaldlega ekki þær bætur sem þeir ættu að fá þegar litið er til upphaflegra markmiða og sjónarmiða sem hvíldu að baki setningu skaðabótalaga. „Það eru ekki bara tölur á blaði. Tjónþolar verða af umtalsverðum fjárhæðum sem ætlaðar eru að bæta þeim rauntekjutap sitt til framtíðar. Það er ekki ásættanlegt að slasaðir fái ekki fullar bætur fyrir líkamstjón sitt af því einu að Alþingi fylgdi ekki frumvarpinu árið 2017 eftir.“ Sveinbjörn og Styrmir hvetja stjórnvöld til að taka málið aftur upp á yfirstandandi þingi og ljúka þeirri endurskoðun sem ráðuneytið taldi nauðsynlegt að ráðast í án tafar fyrir átta árum. „Frumvarpið er til. Gögnin liggja fyrir. Það eina sem vantar er pólitískur vilji til að afgreiða málið,“ segir Sveinbjörn. Heilbrigðismál Tryggingar Tengdar fréttir Tekur fyrir deilu um fjárhæð bóta fyrir varanlega örorku eftir umferðarslys Hæstiréttur hefur samþykkt áfrýjunarbeiðni konu í máli hennar gegn tryggingafélaginu TM þar sem deilt er um fjárhæð bóta fyrir varanlega örorku vegna umferðarslyss sem konan lenti í á Reykjanesbraut árið 2011. Deilt er um við hvaða tekjutímabil eigi að miða við ákvörðun bóta, en konan vildi meira að ungur aldur hennar hafi gert það að verkum að hún hafi fengið greiddar lægri bætur frá tryggingafélaginu en eðlilegt sé. 7. maí 2023 22:20 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Fleiri fréttir Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Sjá meira
Þetta segir Sveinbjörn Claessen, hæstaréttarlögmaður hjá Landslögum, en hann og Styrmir Gunnarsson samstarfsmaður hans segja núgildandi skaðabótalög úrelt. Þegar lögin voru sett hafi skaðabætur verið miðaðar við lánavísitölu en ekki launavísitölu. Launavísitala hafi hins vegar hækkað meira en lánavísitala á síðustu áratugum. Frumvarpið dagaði uppi „Árið 2017 lagði dómsmálaráðuneytið fram frumvarp sem ætlað var að leiðrétta þetta misræmi og taldi brýnt að ráðast í breytingar „án tafar“ eins og sagði í frumvarpinu,“ segir Sveinbjörn. „Í greinargerð ráðuneytisins með frumvarpinu kom fram að forsendur laganna væru orðnar úreltar og að markmið þeirra, að tryggja fullar bætur fyrir raunverulegt tjón, næðist ekki lengur.“ Í greinargerðinni hafi meðal annars staðið að í frumvarpinu fælist ekki efnisbreyting heldur leiðrétting, sem yrði að gera hið fyrsta. Bætur fyrir varanlega örorku tugum prósenta lægri en þær ættu að vera „Frumvarpið, sem unnið var af Eiríki Jónssyni, þá prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, fól í sér að uppfæra svonefndan aldursstuðul og tengja hámarks- og lágmarkslaunaviðmið við launavísitölu í stað lánskjaravísitölu.“ „Í núgildandi lögum eru bætur tengdar við lánskjaravísitölu, sem fylgir verðbólgu, en launavísitalan hefur hækkað nær tvöfalt meira á sama tíma. Sá munur hefur leitt til þess að bætur fyrir varanlega örorku eru í dag tugum prósenta lægri en þær ættu að vera miðað við launaþróun,“ segir Sveinbjörn. „Þetta þýðir einfaldlega að fólk sem missir starfsgetu af völdum slysa fær ekki bætur í samræmi við það tekjutap sem það raunverulega verður fyrir.“ Hvetja stjórnvöld til að taka málið upp aftur Sveinbjörn segir að þrátt fyrir að frumvarpið hafi verið fullunnið árið 2017 og samstaða ríkt um meginatriði þess, hafi það dagað uppi í þingnefnd og ekkert hafi verið gert síðan. Afleiðingarnar af þessu séu miklar fyrir fjölda einstaklinga sem slasast og reiða sig á réttlátt bótakerfi. Slasaðir fái einfaldlega ekki þær bætur sem þeir ættu að fá þegar litið er til upphaflegra markmiða og sjónarmiða sem hvíldu að baki setningu skaðabótalaga. „Það eru ekki bara tölur á blaði. Tjónþolar verða af umtalsverðum fjárhæðum sem ætlaðar eru að bæta þeim rauntekjutap sitt til framtíðar. Það er ekki ásættanlegt að slasaðir fái ekki fullar bætur fyrir líkamstjón sitt af því einu að Alþingi fylgdi ekki frumvarpinu árið 2017 eftir.“ Sveinbjörn og Styrmir hvetja stjórnvöld til að taka málið aftur upp á yfirstandandi þingi og ljúka þeirri endurskoðun sem ráðuneytið taldi nauðsynlegt að ráðast í án tafar fyrir átta árum. „Frumvarpið er til. Gögnin liggja fyrir. Það eina sem vantar er pólitískur vilji til að afgreiða málið,“ segir Sveinbjörn.
Heilbrigðismál Tryggingar Tengdar fréttir Tekur fyrir deilu um fjárhæð bóta fyrir varanlega örorku eftir umferðarslys Hæstiréttur hefur samþykkt áfrýjunarbeiðni konu í máli hennar gegn tryggingafélaginu TM þar sem deilt er um fjárhæð bóta fyrir varanlega örorku vegna umferðarslyss sem konan lenti í á Reykjanesbraut árið 2011. Deilt er um við hvaða tekjutímabil eigi að miða við ákvörðun bóta, en konan vildi meira að ungur aldur hennar hafi gert það að verkum að hún hafi fengið greiddar lægri bætur frá tryggingafélaginu en eðlilegt sé. 7. maí 2023 22:20 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Fleiri fréttir Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Sjá meira
Tekur fyrir deilu um fjárhæð bóta fyrir varanlega örorku eftir umferðarslys Hæstiréttur hefur samþykkt áfrýjunarbeiðni konu í máli hennar gegn tryggingafélaginu TM þar sem deilt er um fjárhæð bóta fyrir varanlega örorku vegna umferðarslyss sem konan lenti í á Reykjanesbraut árið 2011. Deilt er um við hvaða tekjutímabil eigi að miða við ákvörðun bóta, en konan vildi meira að ungur aldur hennar hafi gert það að verkum að hún hafi fengið greiddar lægri bætur frá tryggingafélaginu en eðlilegt sé. 7. maí 2023 22:20