Hermann tekinn við Val Valur Páll Eiríksson skrifar 2. nóvember 2025 18:12 Hermann Hreiðarsson er nýr þjálfari Vals. Mynd/Valur Hermann Hreiðarsson hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs Vals í fótbolta. Hann skrifar undir þriggja ára samning. Rætt verður við Hermann í Sportpakka kvöldsins á Sýn Hermann kemur til Vals frá HK sem lék í Lengjudeildinni í sumar. Hann tekur við starfinu af Srdjan Tufegdzic sem var sagt upp störfum í upphafi vikunnar. Sögusagnir hafa verið á kreiki um hríð varðandi brottrekstur Túfa og sömuleiðis um að Hermann taki við starfinu. Ásamt Túfa var þeim Hauki Páli Sigurðssyni, aðstoðarþjálfara, og Kjartani Sturlusyni, markmannsþjálfara, sagt upp og þurftu Valsmenn því að finna nýtt þjálfarateymi. Fjölskylda Hermanns mætti að Hlíðarenda. Á myndinni eru Jóhann Lárus, Hermann sjálfur, Alexandra Fanney eiginkona hans, Thelma Lóa, Hermann Alex og Emil Max. Á myndina vantar elstu dóttur Hermanns, Ídu Marín.Mynd/Valur Hermann mun leiða það teymi en með honum sem aðstoðarþjálfari verður Bretinn Chris Brazell. Þá er Gareth Owen nýlega tekinn við sem tæknilegur ráðgjafi knattspyrnudeildar félagsins. Enn á eftir að ráða nýjan markmannsþjálfara sem og styrktarþjálfara í teymi Vals. Hermann þarf vart að kynna fyrir fótboltaunnendum landsins en hann er leikjahæsti Íslendingurinn í ensku úrvalsdeildinni. Hann lék fyrir Crystal Palace, Brentford, Wimbledon, Ipswich, Charlton, Portsmouth og Coventry á 16 ára atvinnumannaferli frá 1997 til 2012. Hann lék 89 landsleiki fyrir Ísland á árunum 1996 til 2011 og var í þrígang valinn knattspyrnumaður ársins hér á landi. Hermann lauk leikmannaferlinum og hóf þjálfaraferil sinn sem spilandi þjálfari ÍBV sumarið 2013. Hann hefur síðan þjálfað bæði karla- og kvennalið Fylkis, verið aðstoðarþjálfari hjá Kerala Blasters á Indlandi og hjá Southend United á Englandi og þá stýrt Þrótti Vogum, ÍBV og síðast HK í Lengjudeildinni undanfarin tvö sumur. Yfirlýsing Vals: Valur Besta deild karla Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Sjá meira
Rætt verður við Hermann í Sportpakka kvöldsins á Sýn Hermann kemur til Vals frá HK sem lék í Lengjudeildinni í sumar. Hann tekur við starfinu af Srdjan Tufegdzic sem var sagt upp störfum í upphafi vikunnar. Sögusagnir hafa verið á kreiki um hríð varðandi brottrekstur Túfa og sömuleiðis um að Hermann taki við starfinu. Ásamt Túfa var þeim Hauki Páli Sigurðssyni, aðstoðarþjálfara, og Kjartani Sturlusyni, markmannsþjálfara, sagt upp og þurftu Valsmenn því að finna nýtt þjálfarateymi. Fjölskylda Hermanns mætti að Hlíðarenda. Á myndinni eru Jóhann Lárus, Hermann sjálfur, Alexandra Fanney eiginkona hans, Thelma Lóa, Hermann Alex og Emil Max. Á myndina vantar elstu dóttur Hermanns, Ídu Marín.Mynd/Valur Hermann mun leiða það teymi en með honum sem aðstoðarþjálfari verður Bretinn Chris Brazell. Þá er Gareth Owen nýlega tekinn við sem tæknilegur ráðgjafi knattspyrnudeildar félagsins. Enn á eftir að ráða nýjan markmannsþjálfara sem og styrktarþjálfara í teymi Vals. Hermann þarf vart að kynna fyrir fótboltaunnendum landsins en hann er leikjahæsti Íslendingurinn í ensku úrvalsdeildinni. Hann lék fyrir Crystal Palace, Brentford, Wimbledon, Ipswich, Charlton, Portsmouth og Coventry á 16 ára atvinnumannaferli frá 1997 til 2012. Hann lék 89 landsleiki fyrir Ísland á árunum 1996 til 2011 og var í þrígang valinn knattspyrnumaður ársins hér á landi. Hermann lauk leikmannaferlinum og hóf þjálfaraferil sinn sem spilandi þjálfari ÍBV sumarið 2013. Hann hefur síðan þjálfað bæði karla- og kvennalið Fylkis, verið aðstoðarþjálfari hjá Kerala Blasters á Indlandi og hjá Southend United á Englandi og þá stýrt Þrótti Vogum, ÍBV og síðast HK í Lengjudeildinni undanfarin tvö sumur. Yfirlýsing Vals:
Valur Besta deild karla Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Sjá meira