Enski boltinn

Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gary O'Neil stýrði Wolves frá ágúst 2023 fram í desember 2024.
Gary O'Neil stýrði Wolves frá ágúst 2023 fram í desember 2024. getty/Carl Recine

Gary O'Neil, sem var rekinn frá Wolves í desember í fyrra, gæti snúið aftur í stjórastarfið á Molineux.

Vítor Pereira var látinn taka pokann sinn sem stjóri Wolves í gær. Daginn áður tapaði liðið, 3-0, fyrir Fulham.

Wolves er enn án sigurs eftir tíu leiki í ensku úrvalsdeildinni og er átta stigum frá öruggu sæti.

Pereira tók við Wolves eftir að O'Neil var sagt upp undir lok síðasta árs en samkvæmt enskum fjölmiðlum er O'Neil líklegur til að taka aftur við Úlfunum.

Rob Edwards, stjóri Middlesbrough, er einnig orðaður við Wolves. Hann lék með liðinu á árunum 2004-08 og tók tímabundið við því 2016.

Næsti leikur Wolves er gegn Chelsea á Stamford Bridge á laugardagskvöldið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×