Enski boltinn

Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í ára­tug

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Pep Guardiola var ekki sáttur með dómgæsluna í leik Manchester City og Bournemouth.
Pep Guardiola var ekki sáttur með dómgæsluna í leik Manchester City og Bournemouth. getty/Carl Recine

Eftir sigurinn á Bournemouth í gær, 3-1, kvartaði Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, yfir dómgæslunni í ensku úrvalsdeildinni.

Erling Haaland skoraði tvö mörk fyrir City gegn Bournemouth og vantar nú aðeins tvö mörk til að ná hundrað mörkum í ensku úrvalsdeildinni.

Guardiola var ósáttur við að mark Bournemouth, sem Tyler Adams skoraði, hafi fengið að standa en hann taldi að David Brooks hefði brotið á markverði City, Gianluigi Donnarumma.

„Ótrúlegt mark fyrir dómarann,“ sagði Guardiola eftir leikinn á Etihad.

„Ég er búinn að vera hérna í áratug og við þekkjum hvorn annan vel. Svo ég er ánægður með það sem ég hef áorkað með City þrátt fyrir allt. Þetta hefur verið gott. Svo gott.“

Eftir leikinn sagðist Guardiola hafa rætt við dómarann Anthony Taylor en kvaðst hins vegar aldrei hafa sett sig í samband við ensku dómarasamtökin til að kvarta yfir dómgæslu.

City er í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með nítján stig, sex stigum á eftir toppliði Arsenal.


Tengdar fréttir

„Haaland er þetta góður“

Andoni Iraola, þjálfari Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni, hrósaði norska framherjanum Erling Haaland í hástert eftir að hann skoraði tvennu í 3-1 sigri Manchester City í leik liðanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×