Hætt að nota föt til að fela sig Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 4. nóvember 2025 07:03 Fanney Dóra ræddi við blaðamann um tískuna. Aðsend „Ég braut allar mínar reglur um daginn,“ segir áhrifavaldurinn, förðunarfræðingurinn og kennarinn Fanney Dóra Veigarsdóttir, sem ræddi við blaðamann um tískuna, áhættu, sjálfsöryggi og fleira. Fanney Dóra er þrjátíu ára gömul og hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlinum Instagram á síðastliðnum árum, með tæplega fimmtán þúsund fylgjendur. Fanney Dóra fylgir hjartanu í klæðaburði.Aðsend Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Þegar ég sé persónulegan stíl fólks. Mér finnst fátt meira kúl en fólk sem tjáir sig í gegnum tísku og spáir ekki í því hvað öðrum finnst. Fanney elskar að sjá fólk fara eigin leiðir í klæðaburði.Aðsend Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju? Ég fékk mér blazer úr Gina Tricot um daginn sem er algjör yfirlýsingar-flík eða statement piece og mér líður eins og algjörri gellu í honum. Mér finnst sniðið svo fallegt á honum og það er hægt að nota hann við svo mikið af neðri pörtum. Þannig flíkur standa alltaf upp hjá mér. View this post on Instagram A post shared by F A N N E Y D O R A (@fanneydora) Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Já og nei. Ég reyni að vera skipulögð með þetta en ég er líka oftast þar að öll fötin mín eru á rúminu þegar ég er að fara eitthvað, því ég var ekki búin að hugsa þetta nóg. Ég er þó yfirleitt með einhverja mynd í huga af því sem ég vil. View this post on Instagram A post shared by F A N N E Y D O R A (@fanneydora) Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Það fyrsta sem kemur í huga er viðskipti eða business mætir gellustælum. Þegar ég hugsa um stílinn minn þá hugsa ég um að líða vel og ýta undir mína fítusa með gellu stælunum. Vellíðan og gellustælar einkenna stíl Fanneyjar Dóru.Aðsend Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá? Svona fyrir utan þessar eðlilegu tískusveiflur þá nei eflaust ekki jafn mikið og hjá öðrum. Það hefur takmarkað mig í gegnum árin að vera plús size gella en ég er hætt að leyfa því að stoppa mig. Ætli stærsta breytingin á stílnum mínum sé ekki að gerast bara núna. Ég er hætt að klæða mig í það sem stelpur í minni stærð „eiga“ að klæða sig í og farin að klæða mig í það sem mér finnst flott. View this post on Instagram A post shared by F A N N E Y D O R A (@fanneydora) Nýturðu þess að klæða þig upp? Já, ég elska það! View this post on Instagram A post shared by F A N N E Y D O R A (@fanneydora) Hvað skiptir þig mestu máli í klæðaburði? Að mér líði vel og að fötin ýti undir sjálfstraustið mitt. Tíska er mögnuð hvað þetta varðar. Hún getur gert okkur sjálfsöruggari og líka haft þveröfug áhrif ef við erum ekki sönn okkur sjálfum í tískunni. View this post on Instagram A post shared by F A N N E Y D O R A (@fanneydora) Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni? TikTok hefur spilað mikinn þátt í innblæstri seinustu árin og Instagram líka. Ég fæ innblástur af stelpum sem líta út eins og ég. Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði? Þú munt eflaust aldrei sjá mig í leggings án þess að vera í síðum bol eða peysu yfir, nema ég sé nýkomin úr ræktinni. Ég fýla það ekki fyrir mig persónulega. Ég svo sem sagði einu sinni að ég myndi aldrei hætta að vera í skinny jeans þannig hver veit hvað getur gerst. Fanney Dóra segir erfitt að fylgja boðum og bönnum því lífið er síbreytilegt.Aðsend Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju? Kannski ekki langt síðan ég var í því en vínrauður leður bolur úr Ginu Tricot sem ég var bara í um daginn. Mér fannst ég svo fín í honum og braut allar mínar reglur sem ég hef haft um ævina. Með því að fara í honum gaf ég skít í allar þær reglur sem ég hef haft um hvernig ég á að líta út. Ég mun muna eftir þessum topp ótrúlega lengi. Leðurbolurinn umræddi.Aðsend Hvað finnst þér heitast fyrir haustið? Brúnt og vínrautt. Ég er svolítið áhrifagjörn og finnst þessir litir svo sturlaðir fyrir haustið og inn í veturinn. View this post on Instagram A post shared by F A N N E Y D O R A (@fanneydora) Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku? Gleymdu öllum þeim reglum sem þú hefur eytt ævinni við að búa þér til. Tíska er hlutlæg og þú mátt ráða því hvernig tískustíl þú átt þannig úr rammanum með þig. Tíska og hönnun Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fleiri fréttir Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Níu tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands Sjóðheitt fyrir snjóstorm Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Aldrei of seint að prófa sig áfram Dannaðar dömur mættu með dramað „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Hiti í Hringekjunni Virtist hvorki geta séð né andað Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Sjá meira
Fanney Dóra er þrjátíu ára gömul og hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlinum Instagram á síðastliðnum árum, með tæplega fimmtán þúsund fylgjendur. Fanney Dóra fylgir hjartanu í klæðaburði.Aðsend Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Þegar ég sé persónulegan stíl fólks. Mér finnst fátt meira kúl en fólk sem tjáir sig í gegnum tísku og spáir ekki í því hvað öðrum finnst. Fanney elskar að sjá fólk fara eigin leiðir í klæðaburði.Aðsend Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju? Ég fékk mér blazer úr Gina Tricot um daginn sem er algjör yfirlýsingar-flík eða statement piece og mér líður eins og algjörri gellu í honum. Mér finnst sniðið svo fallegt á honum og það er hægt að nota hann við svo mikið af neðri pörtum. Þannig flíkur standa alltaf upp hjá mér. View this post on Instagram A post shared by F A N N E Y D O R A (@fanneydora) Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Já og nei. Ég reyni að vera skipulögð með þetta en ég er líka oftast þar að öll fötin mín eru á rúminu þegar ég er að fara eitthvað, því ég var ekki búin að hugsa þetta nóg. Ég er þó yfirleitt með einhverja mynd í huga af því sem ég vil. View this post on Instagram A post shared by F A N N E Y D O R A (@fanneydora) Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Það fyrsta sem kemur í huga er viðskipti eða business mætir gellustælum. Þegar ég hugsa um stílinn minn þá hugsa ég um að líða vel og ýta undir mína fítusa með gellu stælunum. Vellíðan og gellustælar einkenna stíl Fanneyjar Dóru.Aðsend Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá? Svona fyrir utan þessar eðlilegu tískusveiflur þá nei eflaust ekki jafn mikið og hjá öðrum. Það hefur takmarkað mig í gegnum árin að vera plús size gella en ég er hætt að leyfa því að stoppa mig. Ætli stærsta breytingin á stílnum mínum sé ekki að gerast bara núna. Ég er hætt að klæða mig í það sem stelpur í minni stærð „eiga“ að klæða sig í og farin að klæða mig í það sem mér finnst flott. View this post on Instagram A post shared by F A N N E Y D O R A (@fanneydora) Nýturðu þess að klæða þig upp? Já, ég elska það! View this post on Instagram A post shared by F A N N E Y D O R A (@fanneydora) Hvað skiptir þig mestu máli í klæðaburði? Að mér líði vel og að fötin ýti undir sjálfstraustið mitt. Tíska er mögnuð hvað þetta varðar. Hún getur gert okkur sjálfsöruggari og líka haft þveröfug áhrif ef við erum ekki sönn okkur sjálfum í tískunni. View this post on Instagram A post shared by F A N N E Y D O R A (@fanneydora) Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni? TikTok hefur spilað mikinn þátt í innblæstri seinustu árin og Instagram líka. Ég fæ innblástur af stelpum sem líta út eins og ég. Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði? Þú munt eflaust aldrei sjá mig í leggings án þess að vera í síðum bol eða peysu yfir, nema ég sé nýkomin úr ræktinni. Ég fýla það ekki fyrir mig persónulega. Ég svo sem sagði einu sinni að ég myndi aldrei hætta að vera í skinny jeans þannig hver veit hvað getur gerst. Fanney Dóra segir erfitt að fylgja boðum og bönnum því lífið er síbreytilegt.Aðsend Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju? Kannski ekki langt síðan ég var í því en vínrauður leður bolur úr Ginu Tricot sem ég var bara í um daginn. Mér fannst ég svo fín í honum og braut allar mínar reglur sem ég hef haft um ævina. Með því að fara í honum gaf ég skít í allar þær reglur sem ég hef haft um hvernig ég á að líta út. Ég mun muna eftir þessum topp ótrúlega lengi. Leðurbolurinn umræddi.Aðsend Hvað finnst þér heitast fyrir haustið? Brúnt og vínrautt. Ég er svolítið áhrifagjörn og finnst þessir litir svo sturlaðir fyrir haustið og inn í veturinn. View this post on Instagram A post shared by F A N N E Y D O R A (@fanneydora) Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku? Gleymdu öllum þeim reglum sem þú hefur eytt ævinni við að búa þér til. Tíska er hlutlæg og þú mátt ráða því hvernig tískustíl þú átt þannig úr rammanum með þig.
Tíska og hönnun Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fleiri fréttir Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Níu tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands Sjóðheitt fyrir snjóstorm Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Aldrei of seint að prófa sig áfram Dannaðar dömur mættu með dramað „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Hiti í Hringekjunni Virtist hvorki geta séð né andað Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Sjá meira