Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. nóvember 2025 11:38 Hinn dæmdi hefur endurtekið ekið um götur landsins undir áhrifum fíkniefna og próflaus og þannig skapað hættu fyrir samborgara sína. Vísir/Anton Brink Tæplega fertugur karlmaður hefur verið dæmdur í rúmlega þriggja ára fangelsi fyrir ítrekuð umferðar- og fíkniefnalagabrot. Hann hefur einnig endurtekið rofið skilorð með slíku háttarlega sínu. Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm sinn í síðustu viku yfir Agnari Kristni Hermannssyni. Hann var ákærður fyrir að hafa á föstudag í febrúar síðastliðnum ekið bíl án ökuleyfis og óhæfur til að stjórna henni örugglega. Ástæðan var sú að hann hafði bæði neytt kókaíns og reykt marijúana en hvort tveggja mældist í blóði hans. Þá var hann með 36 grömm af marijúana í fórum sínum sem lögregla fann við leit í bíl hans. Agnar Kristinn játaði brot sitt fyrir dómi. Fram kemur í dómnum að sakaferill hans nái aftur til ársins 2004 en hann hafi margítrekað gerst sekur um brot á lögum um ávana- og fíkniefni og sömuleiðis umferðarlög. Þetta hafi verið í tíunda sinn sem hann hafi gerst sekur um akstur undir áhrifum fíkniefna og án ökuréttinda. Hann var dæmdur í tveggja ára og sjö mánaða fangelsi sumarið 2022 en hann hafði fyrir þau brot rofið reynslulausn. Þá fékk hann sextán mánaða fangelsi í desember 2023 fyrir sams konar brot. Í október 2024 var honum veitt reynslulausn í tvö ár en hann átti þá eftir að afplána 715 daga. Með þessum brotum sínum rauf Agnar Kristinn skilorð í enn eitt skiptið. Með tilliti til eftirstöðva fyrri refsingar, 715 daga, og margítrekaðra brota var hæfileg refsing ákveðin 39 mánuðir í heildina. Fíkn Dómsmál Umferðaröryggi Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm sinn í síðustu viku yfir Agnari Kristni Hermannssyni. Hann var ákærður fyrir að hafa á föstudag í febrúar síðastliðnum ekið bíl án ökuleyfis og óhæfur til að stjórna henni örugglega. Ástæðan var sú að hann hafði bæði neytt kókaíns og reykt marijúana en hvort tveggja mældist í blóði hans. Þá var hann með 36 grömm af marijúana í fórum sínum sem lögregla fann við leit í bíl hans. Agnar Kristinn játaði brot sitt fyrir dómi. Fram kemur í dómnum að sakaferill hans nái aftur til ársins 2004 en hann hafi margítrekað gerst sekur um brot á lögum um ávana- og fíkniefni og sömuleiðis umferðarlög. Þetta hafi verið í tíunda sinn sem hann hafi gerst sekur um akstur undir áhrifum fíkniefna og án ökuréttinda. Hann var dæmdur í tveggja ára og sjö mánaða fangelsi sumarið 2022 en hann hafði fyrir þau brot rofið reynslulausn. Þá fékk hann sextán mánaða fangelsi í desember 2023 fyrir sams konar brot. Í október 2024 var honum veitt reynslulausn í tvö ár en hann átti þá eftir að afplána 715 daga. Með þessum brotum sínum rauf Agnar Kristinn skilorð í enn eitt skiptið. Með tilliti til eftirstöðva fyrri refsingar, 715 daga, og margítrekaðra brota var hæfileg refsing ákveðin 39 mánuðir í heildina.
Fíkn Dómsmál Umferðaröryggi Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira