Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. nóvember 2025 12:42 Í ár er 60 ára afmæli forsetamerkisins og síðan merkið var fyrst veitt árið 1965 hafa 1488 skátar verið sæmdir því. Eftir athöfnina var afmæli merkisins fagnað þar sem saman komu nokkrar kynslóðir forsetamerkishafa ásamt öðrum skátum. Andrea Dagbjört Vatnsdal Pálsdóttir Forseti Íslands heiðraði 26 skáta með forsetamerkinu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum á sunnudag. Þetta er fjölmennasti hópurinn sem hlýtur merkið frá árinu 2016. Frú Halla Tómasdóttir er verndari skátahreyfingarinnar og veitir forsetamerkið þeim rekkaskátum á aldrinum sextán til átján ára sem hafa stundað metnaðarfullt rekkaskátastarf. Forsetamerkishafarnir Fríða Björg Tómasdóttir úr Skátafélaginu Klakka og Kristófer Njálsson hjá Skátafélaginu Mosverjum fluttu ávörp þar sem þau sögðu frá skátaferli sínum og þeim verkefnum sem þau unnu að í tengslum við forsetamerkisvegferðina. Það er sannarlega tilefni til að brosa þegar forseti Íslands smellir á mann heiðursmerki.Andrea Dagbjört Vatnsdal Pálsdóttir Í forsetamerkinu sameinast gildi skátahreyfingarinnar um persónulegar framfarir einstaklingsins og þess að gera sitt besta samfélaginu til heilla. Vegferðin að forsetamerkinu er tveggja til þriggja ára verkefni sem hvetur skátana til persónulegs vaxtar í gegnum 24 fjölbreytt verkefni sem skátarnir þurfa að vinna að. Í byrjun vegferðarinnar setja skátarnir sér markmið fyrir rekkaskátastarfið sitt og í lok hennar endurmeta þeir síðan vegferðina. Skátarnir þurfa að ljúka verkefnum úr fjórum verkefnaflokkum: Leiðtogafærni, Skapandi hugur, Heimurinn og umhverfið og Tilveran mín. Að sjálfsögðu var gítarinn tekinn fram og talið í gott skátalag.Andrea Dagbjört Vatnsdal Pálsdóttir Til þess að öðlast merkið þurfa skátarnir meðal annars að sækja fimm daga skátamót, ferðast 40 kílómetra á eigin afli, sækja helgarnámskeið í leiðtogaþjálfun og tólf klukkustunda skyndihjálparnámskeið. Að lokum velja skátarnir sér tvö langtímaverkefni sem krefjast virkrar þátttöku þeirra yfir þriggja til tólf mánaða tímabil. Dæmi um þetta eru að vera foringi yngri skáta, taka þátt í skipulagi stórs skátamóts, sitja í stjórn skátafélags, ráði eða vinnuhóp, að taka að sér viðhald skátaheimilis eða skátaskála og margt fleira sem forsetismerkishafar hafa látið sér detta í hug. Skátar Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Mest lesið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Omam gerir góðverk Lífið Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Bíó og sjónvarp Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Lífið Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Kristrún og Isabelle Huppert flottar á opnun Menning Skilar ánægðara starfsfólki Menning Fleiri fréttir Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Sjá meira
Frú Halla Tómasdóttir er verndari skátahreyfingarinnar og veitir forsetamerkið þeim rekkaskátum á aldrinum sextán til átján ára sem hafa stundað metnaðarfullt rekkaskátastarf. Forsetamerkishafarnir Fríða Björg Tómasdóttir úr Skátafélaginu Klakka og Kristófer Njálsson hjá Skátafélaginu Mosverjum fluttu ávörp þar sem þau sögðu frá skátaferli sínum og þeim verkefnum sem þau unnu að í tengslum við forsetamerkisvegferðina. Það er sannarlega tilefni til að brosa þegar forseti Íslands smellir á mann heiðursmerki.Andrea Dagbjört Vatnsdal Pálsdóttir Í forsetamerkinu sameinast gildi skátahreyfingarinnar um persónulegar framfarir einstaklingsins og þess að gera sitt besta samfélaginu til heilla. Vegferðin að forsetamerkinu er tveggja til þriggja ára verkefni sem hvetur skátana til persónulegs vaxtar í gegnum 24 fjölbreytt verkefni sem skátarnir þurfa að vinna að. Í byrjun vegferðarinnar setja skátarnir sér markmið fyrir rekkaskátastarfið sitt og í lok hennar endurmeta þeir síðan vegferðina. Skátarnir þurfa að ljúka verkefnum úr fjórum verkefnaflokkum: Leiðtogafærni, Skapandi hugur, Heimurinn og umhverfið og Tilveran mín. Að sjálfsögðu var gítarinn tekinn fram og talið í gott skátalag.Andrea Dagbjört Vatnsdal Pálsdóttir Til þess að öðlast merkið þurfa skátarnir meðal annars að sækja fimm daga skátamót, ferðast 40 kílómetra á eigin afli, sækja helgarnámskeið í leiðtogaþjálfun og tólf klukkustunda skyndihjálparnámskeið. Að lokum velja skátarnir sér tvö langtímaverkefni sem krefjast virkrar þátttöku þeirra yfir þriggja til tólf mánaða tímabil. Dæmi um þetta eru að vera foringi yngri skáta, taka þátt í skipulagi stórs skátamóts, sitja í stjórn skátafélags, ráði eða vinnuhóp, að taka að sér viðhald skátaheimilis eða skátaskála og margt fleira sem forsetismerkishafar hafa látið sér detta í hug.
Skátar Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Mest lesið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Omam gerir góðverk Lífið Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Bíó og sjónvarp Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Lífið Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Kristrún og Isabelle Huppert flottar á opnun Menning Skilar ánægðara starfsfólki Menning Fleiri fréttir Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“