Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Sindri Sverrisson skrifar 4. nóvember 2025 15:55 Viktor Bjarki Daðason hefur þegar afrekað að skora í Meistaradeild Evrópu, gegn Dortmund. EPA/Liselotte Sabroe Hinn 17 ára gamli Viktor Bjarki Daðason hefur komið eins og stormsveipur inn í lið FC Kaupmannahafnar og gæti komið við sögu í London í kvöld þegar liðið sækir Tottenham heim í Meistaradeild Evrópu í fótbolta. Fylgst er með öllu sem gerist í Meistaradeildinni í kvöld í Meistaradeildarmessunni á Sýn Sport klukkan 19:30. Viktor afrekaði það fyrir tveimur vikum að verða þriðji yngsti markaskorari í sögu Meistaradeildarinnar, á eftir Ansu Fati og Lamine Yamal, þegar hann skoraði gegn Dortmund á Parken. Hann er jafnframt aðeins fimmti Íslendingurinn sem skorar í aðalkeppni Meistaradeildarinnar í fótbolta karla. Danski miðillinn TV 2 fjallar um það í ítarlegri grein um Viktor í dag hve mikil gleði braust út hjá fjölskyldu hans þegar boltinn fór inn fyrir línuna gegn Dortmund. Þar segir að mamma hans, pabbi og afi hafi fellt tár á vellinum á meðan að bróðir hans, handboltamarkvörðurinn Arnór Máni, stökk upp úr sófanum heima á Íslandi og öskraði af gleði. Pabbinn er þó ekki hissa á hve langt Viktor hefur þegar náð: „Við erum fjölskylda sem hefur þurft að hafa mikið fyrir öllu því sem við eigum. Við bíðum ekki eftir því að aðrir hjálpi okkur. Við gerum þetta sjálf,“ segir Daði Hafþórsson, pabbi Viktors, í umfjöllun TV 2. Þar segir að bræðurnir hafi á yngri árum keppt í vítakeppnum á gólfinu heima hjá sér, bæði í handbolta og fótbolta, og segir Arnór að margir hafi viljað meina að Viktor ætti að velja handboltann frekar. „En ég held að hann hafi bara kunnað svo vel við sig í fótboltanum,“ segir Arnór. Var í sigti margra félaga FCK tryggði sér krafta Viktors í janúar 2024 og hafði þá meðal annars betur í samkeppni við AGF. Pabbi hans segir fleira hafa komið til greina: „Það kom gott tilboð frá AGF en svo voru líka boð frá félögum á Ítalíu, í Þýskalandi og Svíþjóð. Okkur fannst bara að FC Kaupmannahöfn væri besti kosturinn á þessum tímapunkti og það hefur ekki breyst,“ sagði Daði sem býr með syni sínum í Kaupmannahöfn og starfar í fjarvinnu. Mamma Viktors, Dagbjört Rut Bjarnadóttir, er kennari og býr áfram á Íslandi ásamt restinni af fjölskyldunni. Fær hann strax sæti í landsliðinu? Viktor hefur heldur betur nýtt tækifæri sín á þeim skamma tíma sem er liðinn síðan hann kom inn í aðallið FCK fyrir hálfum mánuði. Hann lagði upp mark gegn Silkeborg í fyrsta leik, skoraði svo gegn Dortmund og bæði skoraði og lagði upp gegn Hobro í danska bikarnum í síðustu viku, í sínum fyrsta byrjunarliðsleik. Svo er bara að sjá hvort Viktor fái tækifæri gegn Tottenham í kvöld og einnig hvort að hann sé nálægt sæti í íslenska A-landsliðinu sem Arnar Gunnlaugsson tilkynnir á morgun, fyrir leikina mikilvægu við Aserbaísjan og Úkraínu í þessum mánuði. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Sigvaldi verður ekki með í kvöld Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Fleiri fréttir Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Sjá meira
Fylgst er með öllu sem gerist í Meistaradeildinni í kvöld í Meistaradeildarmessunni á Sýn Sport klukkan 19:30. Viktor afrekaði það fyrir tveimur vikum að verða þriðji yngsti markaskorari í sögu Meistaradeildarinnar, á eftir Ansu Fati og Lamine Yamal, þegar hann skoraði gegn Dortmund á Parken. Hann er jafnframt aðeins fimmti Íslendingurinn sem skorar í aðalkeppni Meistaradeildarinnar í fótbolta karla. Danski miðillinn TV 2 fjallar um það í ítarlegri grein um Viktor í dag hve mikil gleði braust út hjá fjölskyldu hans þegar boltinn fór inn fyrir línuna gegn Dortmund. Þar segir að mamma hans, pabbi og afi hafi fellt tár á vellinum á meðan að bróðir hans, handboltamarkvörðurinn Arnór Máni, stökk upp úr sófanum heima á Íslandi og öskraði af gleði. Pabbinn er þó ekki hissa á hve langt Viktor hefur þegar náð: „Við erum fjölskylda sem hefur þurft að hafa mikið fyrir öllu því sem við eigum. Við bíðum ekki eftir því að aðrir hjálpi okkur. Við gerum þetta sjálf,“ segir Daði Hafþórsson, pabbi Viktors, í umfjöllun TV 2. Þar segir að bræðurnir hafi á yngri árum keppt í vítakeppnum á gólfinu heima hjá sér, bæði í handbolta og fótbolta, og segir Arnór að margir hafi viljað meina að Viktor ætti að velja handboltann frekar. „En ég held að hann hafi bara kunnað svo vel við sig í fótboltanum,“ segir Arnór. Var í sigti margra félaga FCK tryggði sér krafta Viktors í janúar 2024 og hafði þá meðal annars betur í samkeppni við AGF. Pabbi hans segir fleira hafa komið til greina: „Það kom gott tilboð frá AGF en svo voru líka boð frá félögum á Ítalíu, í Þýskalandi og Svíþjóð. Okkur fannst bara að FC Kaupmannahöfn væri besti kosturinn á þessum tímapunkti og það hefur ekki breyst,“ sagði Daði sem býr með syni sínum í Kaupmannahöfn og starfar í fjarvinnu. Mamma Viktors, Dagbjört Rut Bjarnadóttir, er kennari og býr áfram á Íslandi ásamt restinni af fjölskyldunni. Fær hann strax sæti í landsliðinu? Viktor hefur heldur betur nýtt tækifæri sín á þeim skamma tíma sem er liðinn síðan hann kom inn í aðallið FCK fyrir hálfum mánuði. Hann lagði upp mark gegn Silkeborg í fyrsta leik, skoraði svo gegn Dortmund og bæði skoraði og lagði upp gegn Hobro í danska bikarnum í síðustu viku, í sínum fyrsta byrjunarliðsleik. Svo er bara að sjá hvort Viktor fái tækifæri gegn Tottenham í kvöld og einnig hvort að hann sé nálægt sæti í íslenska A-landsliðinu sem Arnar Gunnlaugsson tilkynnir á morgun, fyrir leikina mikilvægu við Aserbaísjan og Úkraínu í þessum mánuði.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Sigvaldi verður ekki með í kvöld Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Fleiri fréttir Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Sjá meira