Lífið

Cunha eða Mbeumo?

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sérfræðingarnir áttu að velja milli tveggja valmöguleika í síðasta þætti af Sunnudagsmessunni.
Sérfræðingarnir áttu að velja milli tveggja valmöguleika í síðasta þætti af Sunnudagsmessunni.

Í síðasta þætti af Sunnudagsmessunni var farið í nýjan lið sem nefnist Þessi eða hinn. Þar fengu sérfræðingarnir tvo kosti og áttu að velja annan þeirra.

Sérfræðingarnir Albert Brynjar Ingason og Kjartan Henry Finnbogason voru í settinu hjá Kjartani Atla Kjartanssyni.

Spurningum á borð við Thomas Frank eða Enzo Maresca? og Viktor Gyökeres eða Hugo Ekitike? þurftu strákarnir að svara.

Að lokum var spurt í það hvort þeir tækju Matheus Cunha eða Bryan Mbeumo í sitt lið.

„Ég myndi taka Mbeumo. Mér finnst meira end product í honum. Ég held að hann muni nýtast United betur. Cuncha er samt algjör skemmtikraftur og getur sólað fjóra til fimm og á síðan skot sem fer fram hjá,“ segir Kjartan Henry.

„Ef ég er með Gyökeres upp á topp, þá vil ég hafa Cunha í kringum hann. Þeir hafa báðir sýnt að þeir geta skorað en Cunha getur komið niður á völlinn og tapar varla boltanum,“ segir Albert Ingason.

Klippa: Cunha eða Mbeumo?





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.