Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. nóvember 2025 09:00 Arnar Gunnlaugsson var ekki hrifinn af hugarfari leikmanna Real Madrid og þá sérstaklega hjá Vinicius Junior. Getty/ Michael Regan/Sýn Sport Landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson ræddi slaka frammistöðu Real Madrid á Anfield í gær þar sem liðið var mjög ósannfærandi og tapaði 1-0 í leik stórliðanna tveggja í Meistaradeildinni í fótbolta. „Arnar, það er ekki hægt að segja að England sé vinur Real Madrid. Þeir eru búnir að vinna tvo á síðustu níu leikjum gegn enskum liðum og það voru margir af þessum stjörnum Real Madrid sem sáu bara ekki til sólar í kvöld,“ sagði Ríkharð Guðnason í upphafi umræðunnar um spænska stórliðið í Meistaradeildarmörkunum. Varð fyrir hrikalegum vonbrigðum „Ég varð fyrir hrikalegum vonbrigðum með Vinicius Junior. Það er bara eins og hann hafi engan áhuga á að spila varnarleik og hann var ragur sóknarlega. [Conor] Bradley átti frábæran leik gegn honum í hægri bakverðinum. Þetta er ekki sá Vinicius Junior sem við þekkjum og höfum dáð í gegnum tíðina. Það er eitthvað meiriháttar í gangi þarna að gerast á bak við tjöldin,“ sagði Arnar. Rikki G benti á það að Vinicius Junior hafi verið í vandræðum lengi. „Eftir að hann fór í þetta væl sitt að vera ekki valinn knattspyrnumaður ársins í Evrópu þegar hann fékk ekki gullknöttinn á sínum tíma þá hefur ekkert gerst síðan þá. Í staðinn fyrir að gefa í eins og alvöru leikmenn gera, hætta þessu væli og reyna bara að vinna aftur á næsta ári,“ sagði Arnar. Klippa: Arnar Gunnlaugson ekki hrifinn af því sem er i gangi hjá Real Madrid Arnar bar líka saman leikmenn Real Madrid í dag og þá sem voru að skila liðinu meistaratitlum á síðustu árum. Unnið á einstaklingsgæðum „Hvaða leikmenn eru komnir í staðinn? Allt frábærir leikmenn, ekki misskilja mig. Real hefur alltaf unnið sína titla frekar á einstaklingsgæðum. Ég ætla ekki að segja að það hafi ekki haft neinn strúktúr en það hefur aldrei verið strúktúr, en meira bara svona, heyrðu, þið farið út og reddið þessu. En núna er kominn þjálfari sem vill bara strúktúr, strúktúr, strúktúr, strúktúr,“ sagði Arnar. „Það er eins og sumir leikmenn bara fíli það ekki, fara bara í fýlu eða í verkfall í staðinn fyrir að hjálpa við að færa liðið inn í nútímalegri fótboltavídd,“ sagði Arnar. Það má horfa á Arnar lesa yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid hér fyrir ofan. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Spænski boltinn Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Fleiri fréttir Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Sjá meira
„Arnar, það er ekki hægt að segja að England sé vinur Real Madrid. Þeir eru búnir að vinna tvo á síðustu níu leikjum gegn enskum liðum og það voru margir af þessum stjörnum Real Madrid sem sáu bara ekki til sólar í kvöld,“ sagði Ríkharð Guðnason í upphafi umræðunnar um spænska stórliðið í Meistaradeildarmörkunum. Varð fyrir hrikalegum vonbrigðum „Ég varð fyrir hrikalegum vonbrigðum með Vinicius Junior. Það er bara eins og hann hafi engan áhuga á að spila varnarleik og hann var ragur sóknarlega. [Conor] Bradley átti frábæran leik gegn honum í hægri bakverðinum. Þetta er ekki sá Vinicius Junior sem við þekkjum og höfum dáð í gegnum tíðina. Það er eitthvað meiriháttar í gangi þarna að gerast á bak við tjöldin,“ sagði Arnar. Rikki G benti á það að Vinicius Junior hafi verið í vandræðum lengi. „Eftir að hann fór í þetta væl sitt að vera ekki valinn knattspyrnumaður ársins í Evrópu þegar hann fékk ekki gullknöttinn á sínum tíma þá hefur ekkert gerst síðan þá. Í staðinn fyrir að gefa í eins og alvöru leikmenn gera, hætta þessu væli og reyna bara að vinna aftur á næsta ári,“ sagði Arnar. Klippa: Arnar Gunnlaugson ekki hrifinn af því sem er i gangi hjá Real Madrid Arnar bar líka saman leikmenn Real Madrid í dag og þá sem voru að skila liðinu meistaratitlum á síðustu árum. Unnið á einstaklingsgæðum „Hvaða leikmenn eru komnir í staðinn? Allt frábærir leikmenn, ekki misskilja mig. Real hefur alltaf unnið sína titla frekar á einstaklingsgæðum. Ég ætla ekki að segja að það hafi ekki haft neinn strúktúr en það hefur aldrei verið strúktúr, en meira bara svona, heyrðu, þið farið út og reddið þessu. En núna er kominn þjálfari sem vill bara strúktúr, strúktúr, strúktúr, strúktúr,“ sagði Arnar. „Það er eins og sumir leikmenn bara fíli það ekki, fara bara í fýlu eða í verkfall í staðinn fyrir að hjálpa við að færa liðið inn í nútímalegri fótboltavídd,“ sagði Arnar. Það má horfa á Arnar lesa yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid hér fyrir ofan.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Spænski boltinn Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Fleiri fréttir Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Sjá meira