Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Valur Páll Eiríksson skrifar 5. nóvember 2025 22:10 Burn og Osimhen voru á skotskónum og þeirra lið vel sett. Mourinho gengur lítið að snúa gengi Benfica við í Meistaradeildinni. Samsett/Getty Áhugaverð úrslit litu dagsins ljós í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í kvöld. Galatasaray er á góðum stað líkt og Newcastle. Illa gengur hjá José Mourinho að snúa blaðinu við. Osimhen þrjú, Ajax núll Nígeríski framherjinn Victor Osimhen skoraði öll þrjú mörkin fyrir Galatasaray, þar af tvö af vítapunktinum, í öruggum sigri á lánlausu liði Ajax. Victor Osimhen skoraði þrjú mörk.Ahmad Mora/Getty Images Galatasaray vinnur þar með þriðja leik sinn í keppninni í röð og er með níu stig. Það gengur hvorki né rekur hjá Ajax sem er án stiga með markatöluna 1-14 á botni deildarkeppninnar. Magurt hjá Mourinho Tilraun José Mourinho til að snúa við gengi Benfica í Meistaradeildinni gengur hægt. Forveri hans í starfi var rekinn eftir 3-2 tap fyrir Qarabag frá Aserbaísjan í fyrstu umferðinni en Mourinho hefur enn ekki fengið stig í keppninni. Einmanalegt er í stjórasæti Mourinho þessa dagana.Gualter Fatia/Getty Images Tékkinn Patrik Schick tryggði Leverkusen 1-0 sigur á Benfica á Leikvangi Ljóssins í Lissabon. Um er að ræða fyrsta sigur Leverkusen-liðsins í vetur og er Bayer með fimm stig. Inter með fullt hús Inter er sem fyrr með fullt hús eftir sigur á Kairat frá Kasakstan. Hann var þó ekki eins þægilegur og margur hefði haldið. Lautaro Martínez kom Inter yfir í fyrri hálfleik en Ofri Arad jafnaði fyrir gestina snemma í síðari hálfleik. Staðan var jöfn í um tólf mínútur en Brassinn Carlos Augusto tryggði Inter 2-1 sigur. Inter er því á toppnum ásamt Bayern Munchen og Arsenal með fullt hús stiga. Furðuleg atburðarrás í Marseille Atalanta vann 1-0 sigur á Marseille þökk sér frábæru marki Serbans Lazar Samardzic á nítugustu mínútu. Markið skoraði hann örfáum sekúndum eftir að Marseille vildi, að því er virðist réttilega, fá vítaspyrnu vegna hendi innan teigs. Eftir endurskoðun myndbandsdómara var ákveðið að gefa Marseille ekki vítaspyrnuna og leyfa fallegu marki Samardzic að standa. Áður hafði Atalanta klúðrað víti og mark verið dæmt af Ítölunum eftir endurskoðun VAR. Newcastle vel settir Burn brenndi Baskana.AFP/Henry Nicholls Mörk Dan Burn og Joelinton tryggðu Newcastle góðan 2-0 heimasigur á Athletic Bilbao frá Baskalandi. Newcastle er með níu stig í deildinni, og er þar í hópi með PSG, Real Madrid, Liverpool og áðurnefndu liði Galatasaray. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Sigvaldi verður ekki með í kvöld Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Fleiri fréttir Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Sjá meira
Osimhen þrjú, Ajax núll Nígeríski framherjinn Victor Osimhen skoraði öll þrjú mörkin fyrir Galatasaray, þar af tvö af vítapunktinum, í öruggum sigri á lánlausu liði Ajax. Victor Osimhen skoraði þrjú mörk.Ahmad Mora/Getty Images Galatasaray vinnur þar með þriðja leik sinn í keppninni í röð og er með níu stig. Það gengur hvorki né rekur hjá Ajax sem er án stiga með markatöluna 1-14 á botni deildarkeppninnar. Magurt hjá Mourinho Tilraun José Mourinho til að snúa við gengi Benfica í Meistaradeildinni gengur hægt. Forveri hans í starfi var rekinn eftir 3-2 tap fyrir Qarabag frá Aserbaísjan í fyrstu umferðinni en Mourinho hefur enn ekki fengið stig í keppninni. Einmanalegt er í stjórasæti Mourinho þessa dagana.Gualter Fatia/Getty Images Tékkinn Patrik Schick tryggði Leverkusen 1-0 sigur á Benfica á Leikvangi Ljóssins í Lissabon. Um er að ræða fyrsta sigur Leverkusen-liðsins í vetur og er Bayer með fimm stig. Inter með fullt hús Inter er sem fyrr með fullt hús eftir sigur á Kairat frá Kasakstan. Hann var þó ekki eins þægilegur og margur hefði haldið. Lautaro Martínez kom Inter yfir í fyrri hálfleik en Ofri Arad jafnaði fyrir gestina snemma í síðari hálfleik. Staðan var jöfn í um tólf mínútur en Brassinn Carlos Augusto tryggði Inter 2-1 sigur. Inter er því á toppnum ásamt Bayern Munchen og Arsenal með fullt hús stiga. Furðuleg atburðarrás í Marseille Atalanta vann 1-0 sigur á Marseille þökk sér frábæru marki Serbans Lazar Samardzic á nítugustu mínútu. Markið skoraði hann örfáum sekúndum eftir að Marseille vildi, að því er virðist réttilega, fá vítaspyrnu vegna hendi innan teigs. Eftir endurskoðun myndbandsdómara var ákveðið að gefa Marseille ekki vítaspyrnuna og leyfa fallegu marki Samardzic að standa. Áður hafði Atalanta klúðrað víti og mark verið dæmt af Ítölunum eftir endurskoðun VAR. Newcastle vel settir Burn brenndi Baskana.AFP/Henry Nicholls Mörk Dan Burn og Joelinton tryggðu Newcastle góðan 2-0 heimasigur á Athletic Bilbao frá Baskalandi. Newcastle er með níu stig í deildinni, og er þar í hópi með PSG, Real Madrid, Liverpool og áðurnefndu liði Galatasaray.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Sigvaldi verður ekki með í kvöld Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Fleiri fréttir Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Sjá meira