Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. nóvember 2025 22:43 Halla Tómasdóttir forseti Íslands hlaut þann heiður að fá fyrsta Neyðarkall ársins. Hún kveðst bera ómælda virðingu fyrir björgunarsveitum landsins og efast raunar um að Ísland væri byggilegt án þeirra í ljósi hinna vályndu veðra og kraftmikilla náttúruafla. Vísir/Margrét Helga Sala Neyðarkalls Landsbjargar er í ár í hlutverki straumvatnsbjörgunarmanns til að heiðra minningu Sigurðar Kristófers McQuillans Óskarssonar, formanns björgunarsveitarinnar Kyndils í Mosfellsbæ, sem lést í hörmulegu slysi á sameiginlegri straumvatnsbjörgunaræfingu á vegum Landsbjargar í nóvember í fyrra. „Já, því miður þá upplifðum við það að missa kæran félaga í slysi við æfingar í straumvatnsbjörgun fyrir rétt um ári síðan,“ sagði Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar við afhjúpun Neyðarkallsins við bakka Elliðaáa í Reykjavík. Slysið skelfilega varð við tungufljót, nálægt Geysi í Haukadal sunnudaginn 3. nóvember 2024. „Í kjölfarið var í samráði við hans fjölskyldu tekin ákvörðun um heiðra minningu hans með Neyðarkalli ársins sem er í hlutverki straumvatnsbjörgunarmanns.“ Það var við hæfi að straumvatnsbjörgunarfólk var viðstatt þegar hið árlega forvarnarátak hófst í hádeginu. Fréttamaður ræddi stuttlega við það og var ljóst að hugur þess var hjá Sigurði, félaga þeirra heitnum. Halla Tómasdóttir forseti Íslands er verndari Landsbjargar og hlaut hún þann heiður að fá í hendurnar fyrsta Neyðarkall ársins. „Ég ber ómælda virðingu fyrir björgunarsveitum Íslands og ber til þeirra mikið þakklæti vegna þess að Ísland væri mögulega ekki byggilegt án þeirra. Við þekkjum öll þegar við lendum í óveðri hérna hvernig björgunarsveitin er fyrst á staðinn og við þekkjum það þegar ferðamennirnir okkar týnast að björgunarsveitin okkar mætir. Það eru um 15 þúsund manns skráðir í þessa sjálfboðaliðahreyfingu og það er ótrúlega falleg nýliðun í henni, það eru fleiri þúsundir tilbúnar til að mæta á staðinn þegar eitthvað bregður út af og það gerist bara ansi oft í okkar landi. Svo held ég fyrir einstaklingana sem taka þátt í þessu og ekki síst unga fólkið sem leitar í þetta starf að þú lærir svo ótrúlega mikið um að vera í íslenskri náttúru og um að gefa af þér og allt sem skiptir máli í lífinu.“ Sala á Neyðarkallinum er árleg fjáröflun en þetta er í 20. skiptið sem björgunarsveitirnar bjóða almenningi að styðja starf þeirra með því að kaupa Neyðarkall. Hagnaður af sölunni rennur til björgunarsveita og slysavarnadeilda og er notaður til að efla og styrkja starfið. Jón Þór vakti þá athygli á átaksverkefni Landsbjargar sem felst í því að reyna að koma í veg fyrir drukknun. „Eitt af stóru slysavarnaverkefnum félagsins í ár er að vekja athygli á að 7-8 manns drukkna á hverju ári, einstaklingar sem ætluðu sér aldrei í vatn og þetta er álíka fjöldi og lætur lífið í umferðarslysum en fer hljótt um þannig að það er eitt af stóru átaksverkefnum okkar þetta árið.“ Sala á Neyðarkallinum fer fram dagana 5.-9. nóvember og verður hægt að nálgast Neyðarkall hjá sjálfboðaliðum í helstu verslunarkjörnum um land allt. Björgunarsveitir Forseti Íslands Tengdar fréttir „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Þann 3. nóvember síðastliðinn lést Sigurður Kristófer McQuillan Óskarsson, formaður Björgunarsveitarinnar Kyndils í Mosfellsbæ, á sameiginlegri straumvatnsæfingu á vegum Landsbjargar. Eftirlifandi unnusta hans, Hrefna Ingibjörg Jónsdóttir, segir að með Sigurði hafi hún ekki aðeins kynnst ástinni, heldur einnig starfi björgunarsveitanna. Í dag, nokkrum mánuðum síðar, stendur hún sjálf á barmi þess að verða fullgildur meðlimur í sömu sveit — og undirbýr sig nú fyrir hálfmaraþon í Reykjavíkurmaraþoninu, þar sem hún safnar áheitum fyrir Landsbjörg. 21. júlí 2025 08:02 „Þetta var hræðilegt slys“ Karlmaðurinn sem lést við Tungufljót nærri Geysi í Haukadal í gær var á björgunarsveitaræfingu ásamt félögum. Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar segir um hræðilegt slys að ræða. 4. nóvember 2024 18:38 Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Karlmaðurinn sem lést við Tungufljót nærri Geysi í Haukadal í gær var á björgunarsveitaræfingu. Maðurinn hét Sigurður Kristófer McQuillan Óskarsson en hann var formaður björgunarsveitarinnar Kyndils í Mosfellsbæ. Hann var 36 ára. 4. nóvember 2024 14:55 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Fleiri fréttir Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Sjá meira
„Já, því miður þá upplifðum við það að missa kæran félaga í slysi við æfingar í straumvatnsbjörgun fyrir rétt um ári síðan,“ sagði Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar við afhjúpun Neyðarkallsins við bakka Elliðaáa í Reykjavík. Slysið skelfilega varð við tungufljót, nálægt Geysi í Haukadal sunnudaginn 3. nóvember 2024. „Í kjölfarið var í samráði við hans fjölskyldu tekin ákvörðun um heiðra minningu hans með Neyðarkalli ársins sem er í hlutverki straumvatnsbjörgunarmanns.“ Það var við hæfi að straumvatnsbjörgunarfólk var viðstatt þegar hið árlega forvarnarátak hófst í hádeginu. Fréttamaður ræddi stuttlega við það og var ljóst að hugur þess var hjá Sigurði, félaga þeirra heitnum. Halla Tómasdóttir forseti Íslands er verndari Landsbjargar og hlaut hún þann heiður að fá í hendurnar fyrsta Neyðarkall ársins. „Ég ber ómælda virðingu fyrir björgunarsveitum Íslands og ber til þeirra mikið þakklæti vegna þess að Ísland væri mögulega ekki byggilegt án þeirra. Við þekkjum öll þegar við lendum í óveðri hérna hvernig björgunarsveitin er fyrst á staðinn og við þekkjum það þegar ferðamennirnir okkar týnast að björgunarsveitin okkar mætir. Það eru um 15 þúsund manns skráðir í þessa sjálfboðaliðahreyfingu og það er ótrúlega falleg nýliðun í henni, það eru fleiri þúsundir tilbúnar til að mæta á staðinn þegar eitthvað bregður út af og það gerist bara ansi oft í okkar landi. Svo held ég fyrir einstaklingana sem taka þátt í þessu og ekki síst unga fólkið sem leitar í þetta starf að þú lærir svo ótrúlega mikið um að vera í íslenskri náttúru og um að gefa af þér og allt sem skiptir máli í lífinu.“ Sala á Neyðarkallinum er árleg fjáröflun en þetta er í 20. skiptið sem björgunarsveitirnar bjóða almenningi að styðja starf þeirra með því að kaupa Neyðarkall. Hagnaður af sölunni rennur til björgunarsveita og slysavarnadeilda og er notaður til að efla og styrkja starfið. Jón Þór vakti þá athygli á átaksverkefni Landsbjargar sem felst í því að reyna að koma í veg fyrir drukknun. „Eitt af stóru slysavarnaverkefnum félagsins í ár er að vekja athygli á að 7-8 manns drukkna á hverju ári, einstaklingar sem ætluðu sér aldrei í vatn og þetta er álíka fjöldi og lætur lífið í umferðarslysum en fer hljótt um þannig að það er eitt af stóru átaksverkefnum okkar þetta árið.“ Sala á Neyðarkallinum fer fram dagana 5.-9. nóvember og verður hægt að nálgast Neyðarkall hjá sjálfboðaliðum í helstu verslunarkjörnum um land allt.
Björgunarsveitir Forseti Íslands Tengdar fréttir „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Þann 3. nóvember síðastliðinn lést Sigurður Kristófer McQuillan Óskarsson, formaður Björgunarsveitarinnar Kyndils í Mosfellsbæ, á sameiginlegri straumvatnsæfingu á vegum Landsbjargar. Eftirlifandi unnusta hans, Hrefna Ingibjörg Jónsdóttir, segir að með Sigurði hafi hún ekki aðeins kynnst ástinni, heldur einnig starfi björgunarsveitanna. Í dag, nokkrum mánuðum síðar, stendur hún sjálf á barmi þess að verða fullgildur meðlimur í sömu sveit — og undirbýr sig nú fyrir hálfmaraþon í Reykjavíkurmaraþoninu, þar sem hún safnar áheitum fyrir Landsbjörg. 21. júlí 2025 08:02 „Þetta var hræðilegt slys“ Karlmaðurinn sem lést við Tungufljót nærri Geysi í Haukadal í gær var á björgunarsveitaræfingu ásamt félögum. Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar segir um hræðilegt slys að ræða. 4. nóvember 2024 18:38 Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Karlmaðurinn sem lést við Tungufljót nærri Geysi í Haukadal í gær var á björgunarsveitaræfingu. Maðurinn hét Sigurður Kristófer McQuillan Óskarsson en hann var formaður björgunarsveitarinnar Kyndils í Mosfellsbæ. Hann var 36 ára. 4. nóvember 2024 14:55 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Fleiri fréttir Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Sjá meira
„Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Þann 3. nóvember síðastliðinn lést Sigurður Kristófer McQuillan Óskarsson, formaður Björgunarsveitarinnar Kyndils í Mosfellsbæ, á sameiginlegri straumvatnsæfingu á vegum Landsbjargar. Eftirlifandi unnusta hans, Hrefna Ingibjörg Jónsdóttir, segir að með Sigurði hafi hún ekki aðeins kynnst ástinni, heldur einnig starfi björgunarsveitanna. Í dag, nokkrum mánuðum síðar, stendur hún sjálf á barmi þess að verða fullgildur meðlimur í sömu sveit — og undirbýr sig nú fyrir hálfmaraþon í Reykjavíkurmaraþoninu, þar sem hún safnar áheitum fyrir Landsbjörg. 21. júlí 2025 08:02
„Þetta var hræðilegt slys“ Karlmaðurinn sem lést við Tungufljót nærri Geysi í Haukadal í gær var á björgunarsveitaræfingu ásamt félögum. Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar segir um hræðilegt slys að ræða. 4. nóvember 2024 18:38
Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Karlmaðurinn sem lést við Tungufljót nærri Geysi í Haukadal í gær var á björgunarsveitaræfingu. Maðurinn hét Sigurður Kristófer McQuillan Óskarsson en hann var formaður björgunarsveitarinnar Kyndils í Mosfellsbæ. Hann var 36 ára. 4. nóvember 2024 14:55