Fótbolti

Mörk úr Meistara­deildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Victor Osimhen skoraði þrennu fyrir Galatasaray og fékk því að eiga boltann.
Victor Osimhen skoraði þrennu fyrir Galatasaray og fékk því að eiga boltann. EPA/KOEN VAN WEEL

Seinna kvöld vikunnar í Meistaradeildinni í fótbolta bauð upp á fullt af mörkum og nú má sjá mörk úr leikjunum hér inni á Vísi.

Maður kvöldsins var Victor Osimhen sem skoraði þrennu í 3-0 sigri tyrkneska félagsins Galatasaray á Ajax.

Osimhen er þar með kominn með sex mörk í Meistaradeildinni og þar með meira en stórstjörnur eins og Harry Kane, Kylian Mbappé og Erling Haaland.

Klippa: Mörk úr leik Ajax og Galatasaray

Það var nóg af mörkum þegar Club Brugge gerði 3-3 jafntefli við Barcelona þar sem Börsungar jöfnuðu metin þrisvar sinnum í leiknum. 

Ensku liðin Mancheter City og Newcastle unnu bæði sannfærandi heimasigra en hér má sjá mörk úr nokkrum af leikjum gærkvöldsins.

Klippa: Mörk úr leik Club Brugge og Barcelona
Klippa: Mörk úr leik Manchester City og Dortmund
Klippa: Mörk úr leik Newcastle og Athletic Bilbao
Klippa: Mörk úr leik Inter og Kairat Almaty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×