Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. nóvember 2025 14:32 Alex Ovechkin fagnar hér marki sínu fyrir Washington Capitals sem var mark númer níu hundruð hjá honum í NHL-deildinni. Getty/Randy Litzinger Alex Ovechkin skráði sig á spjöld íshokkísögunnar í nótt þegar hann varð fyrsti leikmaðurinn í sögu NHL-deildarinnar til að skora níu hundruð mörk á ferlinum. Eins og vaninn er þá fékk Ovechkin að eiga sögulega pökkinn sem hann skoraði með en sá pökkur fannst ekki alveg strax því markvörður móherjans í St. Louis Blues, Jordan Binnington, reyndi að fela hann í buxunum sínum. Ovechkin er leikmaður Washington Capitals og náði þessu tímamótamarki í 6-1 stórsigri á St. Louis Blues. Markahæsti leikmaður NHL frá upphafi varð þar með einnig sá fyrsti til að skora 900 mörk. Þetta var hans þriðja mark á tímabilinu. Blues goaltender Jordan Binnington tried to keep the puck for Alex Ovechkin's 900th goal 😅 Gotta respect the effort 😭 pic.twitter.com/g40TrMVglI— SportsCenter (@SportsCenter) November 6, 2025 Á meðan leikmenn Capitals fögnuðu með Ovechkin ýtti Binnington pökkinum úr netinu með kylfunni sinni og tók hann upp með markmannshanskanum. Hann setti kylfuna undir handlegginn, tók höndina úr verndarhanska sínum og náði í pökkinn. Síðan stakk hann pökkinum aftan í buxurnar sínar, fyrir framan allar sjónvarpsmyndavélarnar. Binnington fékk á sig fjögur mörk úr fimmtán skotum gegn Washington og var tekinn af velli eftir 9:28 í öðrum leikhluta. Hann ræddi ekki við fréttamenn eftir leikinn. View this post on Instagram A post shared by Bleacher Report (@bleacherreport) Ovechkin sagðist hafa vitað að sækja þyrfti sögulega pökkin hans úr buxum Binningtons. „Já, ég sá það bara. Ég ætla ekki að tjá mig um það,“ sagði hann. Ovechkin var hins vegar létt yfir því að ná 900. markinu og skrá sig á spjöld sögunnar. „Fyrir nokkrum dögum spurði einhver mig: ‚Ertu að hugsa um þetta?‘ Auðvitað. Þetta er risastór tala,“ sagði Ovechkin. „Enginn hefur nokkurn tíma gert þetta í sögu NHL og að vera fyrsti leikmaðurinn til að gera það er sérstakt augnablik.“ 900 NHL GOALS FOR ALEX OVECHKIN!!! 🤩 pic.twitter.com/4HeKNfluoF— NHL (@NHL) November 6, 2025 Íshokkí Mest lesið Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Sigvaldi verður ekki með í kvöld Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Pargo snýr aftur og klárar tímabilið með Grindavík „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ „Keyrðu yfir okkur og við leyfðum því bara að gerast“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Flutt slösuð í burtu í þyrlu viku fyrir Ólympíuleikana „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Uppgjörið: Þór Þ - Keflavík 78 - 98 | Keflavíkurhraðlestin brunaði heim með öll stigin Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Djokovic „ekki dauður enn“ og mætir Alcaraz í fyrsta úrslitaleik ársins Shabazz látinn fara frá Grindavík Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 125-87 | Meistararnir völtuðu yfir Stólana Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen PGA-mótaröðin endurheimtir helsta skúrkinn af LIV Sjá meira
Eins og vaninn er þá fékk Ovechkin að eiga sögulega pökkinn sem hann skoraði með en sá pökkur fannst ekki alveg strax því markvörður móherjans í St. Louis Blues, Jordan Binnington, reyndi að fela hann í buxunum sínum. Ovechkin er leikmaður Washington Capitals og náði þessu tímamótamarki í 6-1 stórsigri á St. Louis Blues. Markahæsti leikmaður NHL frá upphafi varð þar með einnig sá fyrsti til að skora 900 mörk. Þetta var hans þriðja mark á tímabilinu. Blues goaltender Jordan Binnington tried to keep the puck for Alex Ovechkin's 900th goal 😅 Gotta respect the effort 😭 pic.twitter.com/g40TrMVglI— SportsCenter (@SportsCenter) November 6, 2025 Á meðan leikmenn Capitals fögnuðu með Ovechkin ýtti Binnington pökkinum úr netinu með kylfunni sinni og tók hann upp með markmannshanskanum. Hann setti kylfuna undir handlegginn, tók höndina úr verndarhanska sínum og náði í pökkinn. Síðan stakk hann pökkinum aftan í buxurnar sínar, fyrir framan allar sjónvarpsmyndavélarnar. Binnington fékk á sig fjögur mörk úr fimmtán skotum gegn Washington og var tekinn af velli eftir 9:28 í öðrum leikhluta. Hann ræddi ekki við fréttamenn eftir leikinn. View this post on Instagram A post shared by Bleacher Report (@bleacherreport) Ovechkin sagðist hafa vitað að sækja þyrfti sögulega pökkin hans úr buxum Binningtons. „Já, ég sá það bara. Ég ætla ekki að tjá mig um það,“ sagði hann. Ovechkin var hins vegar létt yfir því að ná 900. markinu og skrá sig á spjöld sögunnar. „Fyrir nokkrum dögum spurði einhver mig: ‚Ertu að hugsa um þetta?‘ Auðvitað. Þetta er risastór tala,“ sagði Ovechkin. „Enginn hefur nokkurn tíma gert þetta í sögu NHL og að vera fyrsti leikmaðurinn til að gera það er sérstakt augnablik.“ 900 NHL GOALS FOR ALEX OVECHKIN!!! 🤩 pic.twitter.com/4HeKNfluoF— NHL (@NHL) November 6, 2025
Íshokkí Mest lesið Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Sigvaldi verður ekki með í kvöld Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Pargo snýr aftur og klárar tímabilið með Grindavík „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ „Keyrðu yfir okkur og við leyfðum því bara að gerast“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Flutt slösuð í burtu í þyrlu viku fyrir Ólympíuleikana „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Uppgjörið: Þór Þ - Keflavík 78 - 98 | Keflavíkurhraðlestin brunaði heim með öll stigin Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Djokovic „ekki dauður enn“ og mætir Alcaraz í fyrsta úrslitaleik ársins Shabazz látinn fara frá Grindavík Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 125-87 | Meistararnir völtuðu yfir Stólana Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen PGA-mótaröðin endurheimtir helsta skúrkinn af LIV Sjá meira