Sport

Dag­skráin í dag: Nágrannaslagur í Grinda­vík og For­múlan brunar í Brasilíu

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Nágrannaliðin Keflavík og Grindavík mætast í Bónus deild karla í kvöld. 
Nágrannaliðin Keflavík og Grindavík mætast í Bónus deild karla í kvöld.  vísir

Fjörugur föstudagur er framundan á íþróttarásum Sýnar. Sjötta umferð Bónus deildarinnar klárast og Körfuboltakvöld gerir upp öll helstu málin. Boltinn rúllar í Championship deildinni, Formúlan brunar í Brasilíu og ýmislegt fleira fer fram.

Sýn Sport Ísland

19:15 - Grindavík og Keflavík mætast í nágrannaslag í 6. umferð Bónus deildar karla.

21:25 - Bónus Körfuboltakvöld gerir upp umferðina. Stefán Árni Pálsson stýrir þættinum og fær valinkunna sérfræðinga til að segja sína skoðun.

Sýn Sport Ísland 2

18:50 - Ármann og Tindastóll mætast í 6. umferð Bónus deildar karla.

Sýn Sport 4

07:00 - Abu Dhabi HSBC Championship golfmótið fer fram í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.

Sýn Sport Viaplay

14:25 - Formúla 1: Fyrsta æfing í Brasilíu.

18:25 - Formúla 1: Tímataka fyrir sprettaksturinn í Brasilíu.

19:50 - Watford og Bristol City mætast í ensku Championship deildinni.

00:05 - Detroit Red Wings og New York Rangers mætast á svellinu í NHL íshokkídeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×