Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Ágúst Orri Arnarson skrifar 7. nóvember 2025 07:00 Síðar í dag munu efstu tveir menn heimslistans í tennis æfa saman í fyrsta sinn. Tim Clayton/Getty Images Blað verður brotið í tennissögunni í dag þegar tveir efstu menn heimslistans æfa saman í fyrsta sinn, Jannik Sinner og Carlos Alcaraz eru að undirbúa sig fyrir síðasta mót tímabilsins, sem mun skera úr um hvor þeirra verður á toppnum í tennisheiminum. Opinber æfing hjá efstu mönnum heimslistans hefur ekki sést áður en nýja kynslóðin ætlar að breyta því. Sinner og Alcaraz eru bestu tennisspilarar heims í dag og hafa tekið við af þrenningunni sem skiptist lengi á því að vinna stóru titlana; Rafael Nadal, Roger Federer og Novak Djokovic. Sá síðastnefndi er reyndar enn vel spilandi og verður með á ATP mótinu á Ítalíu um helgina, en hefur sjálfur viðurkennt að hann geti ekki haldið í við toppana tvo, Sinner og Alcaraz. Sinner og Alcaraz hittust og heilsuðust vinalega á blaðamannafundi í gær. Þeir munu svo æfa saman í tvo klukkutíma í dag en æfingin hefst klukkan 10, fyrri klukkutíminn verður á æfingavelli en seinni klukkutíminn á keppnisvellinum þar sem mótið mun hefjast á sunnudag. Þeir hafa mæst alls fimmtán sinnum og Spánverjinn Alcaraz hefur unnið tíu af þeim viðureignum en Ítalinn Sinner verður vel studdur á heimavelli á þessu móti. Á síðustu átta risamótum hafa þeir mæst í úrslitum og annar hvor þeirra hefur unnið öll tennismótin á ATP-tímabilinu. Mótið á Ítalíu, sem hefst á sunnudag og fer fram næstu tvær vikurnar, er síðasta mót tímabilsins og mun ákveða hvor þeirra verður í efsta sæti heimslistans fram á næsta ár. Sinner situr í toppsætinu sem stendur, með 11.500 stig, en Alcaraz er með 11.250 stig í öðru sætinu. Næsti maður fyrir neðan er Alexander Zverev með 5.560 stig, sem gefur ágætis mynd af yfirburðum hinna tveggja. Tennis Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Sjá meira
Opinber æfing hjá efstu mönnum heimslistans hefur ekki sést áður en nýja kynslóðin ætlar að breyta því. Sinner og Alcaraz eru bestu tennisspilarar heims í dag og hafa tekið við af þrenningunni sem skiptist lengi á því að vinna stóru titlana; Rafael Nadal, Roger Federer og Novak Djokovic. Sá síðastnefndi er reyndar enn vel spilandi og verður með á ATP mótinu á Ítalíu um helgina, en hefur sjálfur viðurkennt að hann geti ekki haldið í við toppana tvo, Sinner og Alcaraz. Sinner og Alcaraz hittust og heilsuðust vinalega á blaðamannafundi í gær. Þeir munu svo æfa saman í tvo klukkutíma í dag en æfingin hefst klukkan 10, fyrri klukkutíminn verður á æfingavelli en seinni klukkutíminn á keppnisvellinum þar sem mótið mun hefjast á sunnudag. Þeir hafa mæst alls fimmtán sinnum og Spánverjinn Alcaraz hefur unnið tíu af þeim viðureignum en Ítalinn Sinner verður vel studdur á heimavelli á þessu móti. Á síðustu átta risamótum hafa þeir mæst í úrslitum og annar hvor þeirra hefur unnið öll tennismótin á ATP-tímabilinu. Mótið á Ítalíu, sem hefst á sunnudag og fer fram næstu tvær vikurnar, er síðasta mót tímabilsins og mun ákveða hvor þeirra verður í efsta sæti heimslistans fram á næsta ár. Sinner situr í toppsætinu sem stendur, með 11.500 stig, en Alcaraz er með 11.250 stig í öðru sætinu. Næsti maður fyrir neðan er Alexander Zverev með 5.560 stig, sem gefur ágætis mynd af yfirburðum hinna tveggja.
Tennis Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum