Fótbolti

Tveir í röð hjá West Ham og þægi­legt hjá Ever­ton

Siggeir Ævarsson skrifar
Zian Flemming skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Burnley
Zian Flemming skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Burnley Vísir/Getty

West Ham vann sinn annan sigur í röð í ensku úrvalsdeildinni í dag þegar liðið lagði Burnley 3-2. Þá vann Everton þægilegan 2-0 heimasigur á Fulham.

Zian Flemming kom gestunum yfir með marki á 35. mínútu en Callum Wilson jafnaði metin rétt fyrir hálfleik.

Varamaðurinn Tomáš Souček kom Hömrunum svo yfir á 77. mínútu og Kyle Walker-Peters skoraði þriðja mark West Ham á 87. mínútu sem virtist ætla að gulltryggja sigurinn en djúpt inn í uppbótartíma skoraði Josh Cullen mark eftir mistök frá Aréola í marki West Ham sem greip ekki boltann og missti hann fyrir fætur Cullen.

Með sigrinum jafnar West Ham Burnley að stigum og hefði farið upp úr fallsæti ef leikurinn hefði farið 3-1 en sárabótamark Cullen þýðir að Burnley hangir fyrir ofan fallsætið á markatölu.

Stuðningsmenn West Ham mótmæltu fyrir leikVísir/Getty

Í Liverpool tók Everton á móti Fulham og vann nokkuð þægilegan 2-0 með mörkum frá Idrissa Gueye og Michael Keane.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×