Íslenski boltinn

Hefur þjálfaraferilinn á Horna­firði

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Björn Daníel Sverrisson er tekinn við Sindra.
Björn Daníel Sverrisson er tekinn við Sindra. vísir/anton

Björn Daníel Sverrisson hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs Sindra í fótbolta.

Björn Daníel lagði skóna á hilluna á dögunum. Hann lék 262 leiki fyrir FH í efstu deild og skoraði 58 mörk. Á nýafstöðnu tímabili skoraði hann átta mörk í 26 leikjum í Bestu deildinni.

Á ferlinum lék Björn Daníel einnig með Viking í Noregi og AGF og Vejle í Danmörku. Hann spilaði átta leiki fyrir íslenska landsliðið.

Þrátt fyrir að skórnir séu komnir upp í hillu verður Björn Daníel enn viðloðandi fótboltann en hann verður næsti þjálfari Sindra á Hornafirði. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við félagið.

Á síðasta endaði Sindri í 9. sæti 3. deildar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×