Sport

Snævar setti heims­met

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Heimsmethafinn Snævar Örn Kristmannsson.
Heimsmethafinn Snævar Örn Kristmannsson. sundsamband íslands

Blikinn Snævar Örn Kristmannsson setti heimsmet á Íslandsmótinu í 25 metra laug sem fer fram í Laugardalslaug.

Snævar sló heimsmetið í fimmtíu metra flugsundi í flokki S19.

Hann synti metrana fimmtíu á 26,79 sekúndum og bætti heimsmet Ný-Sjálendingsins Daniels Smith um sautján sekúndubrot.

Heimsmet Smiths hafði staðið frá því í september í fyrra.

Sonja Sigurðardóttir (ÍBR) setti Íslandsmet í hundrað metra skriðsundi í morgun, í flokki S3. Hún synti á 2:40, 46. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×