Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. nóvember 2025 16:04 Eftir slæma byrjun á tímabilinu hefur landið heldur betur risið hjá Aston Villa. getty/Barrington Coombs Gott gengi Aston Villa heldur áfram en í dag vann liðið Bournemouth, 4-0, í 11. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Villa hefur unnið fimm af síðustu sex deildarleikjum sínum. Á 28. mínútu skoraði Emiliano Bundeía með skoti beint úr aukaspyrnu og fimm mínútum fyrir hálfleik jók Amadou Onana muninn í 2-0 eftir góðan undirbúning Morgans Rogers. Um miðbik seinni hálfleiks fékk Bournemouth upplagt tækifæri til að minnka muninn þegar vítaspyrna var dæmd á Rogers eftir að hann handlék boltann inni í vítateig. Antoine Semenyo fór á punktinn en Emiliano Martínez varði vel. Á 77. mínútu skoraði Ross Barkley með skalla eftir hornspyrnu Lucas Digne og fimm mínútum síðar gerði Donyell Malen fjórða mark Villa sem er komið upp í 7. sæti deildarinnar. Bournemouth er í 9. sætinu en bæði lið eru með átján stig. Igor Thiago er næstmarkahæstur í ensku úrvalsdeildinni með átta mörk.getty/Rob Newell Igor Thiago tryggði Brentford sigur á Newcastle United, 3-1, með tveimur mörkum undir lokin. Newcastle náði forystunni með marki Harveys Barnes á 27. mínútu en Kevin Schade jafnaði á 56. mínútu. Þegar tólf mínútur voru til leiksloka kom Thiago svo heimamönnum yfir af vítapunktinum. Vítið var dæmt á Dan Burn sem fékk um leið að líta rauða spjaldið. Thiago bætti öðru marki við í uppbótartíma og Brentford fór með 3-1 sigur af hólmi. Þetta var þriðji sigur Brentford í síðustu fjórum leikjum en liðið er í 12. sæti deildarinnar með tólf stig. Newcastle, sem hefur aðeins unnið þrjá af ellefu deildarleikjum sínum, er í 14. sætinu með tólf stig. Með sigrinum jafnaði Villa Bournemouth að stigum en liðin eru í 8. og 9. sæti deildarinnar. Morgan Gibbs-White skoraði í fyrsta deildarsigri Nottingham Forest í tíu leikjum.getty/Neal Simpson Nottingham Forest vann sinn fyrsta deildarsigur undir stjórn Seans Dyche þegar liðið lagði Leeds United að velli, 3-1. Morgan Gibbs-White, Ibrahim Sangaré og Elliot Anderson (víti) skoruðu mörk Forest sem er í nítjánda og næstneðsta sæti deildarinnar með níu stig. Lukas Nmecha skoraði fyrir Leeds sem er með ellefu stig í 16. sæti. Nýliðarnir hafa tapað fjórum af síðustu fimm leikjum sínum. Þá gerðu Crystal Palace og Brighton markalaust jafntefli á Selhurst Park. Palace, sem hefur aðeins unnið einn af síðustu fimm leikjum sínum, er í 10. sætinu með sautján stig, með einu stigi meira og einu sæti ofar en Brighton. Enski boltinn Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Sjá meira
Á 28. mínútu skoraði Emiliano Bundeía með skoti beint úr aukaspyrnu og fimm mínútum fyrir hálfleik jók Amadou Onana muninn í 2-0 eftir góðan undirbúning Morgans Rogers. Um miðbik seinni hálfleiks fékk Bournemouth upplagt tækifæri til að minnka muninn þegar vítaspyrna var dæmd á Rogers eftir að hann handlék boltann inni í vítateig. Antoine Semenyo fór á punktinn en Emiliano Martínez varði vel. Á 77. mínútu skoraði Ross Barkley með skalla eftir hornspyrnu Lucas Digne og fimm mínútum síðar gerði Donyell Malen fjórða mark Villa sem er komið upp í 7. sæti deildarinnar. Bournemouth er í 9. sætinu en bæði lið eru með átján stig. Igor Thiago er næstmarkahæstur í ensku úrvalsdeildinni með átta mörk.getty/Rob Newell Igor Thiago tryggði Brentford sigur á Newcastle United, 3-1, með tveimur mörkum undir lokin. Newcastle náði forystunni með marki Harveys Barnes á 27. mínútu en Kevin Schade jafnaði á 56. mínútu. Þegar tólf mínútur voru til leiksloka kom Thiago svo heimamönnum yfir af vítapunktinum. Vítið var dæmt á Dan Burn sem fékk um leið að líta rauða spjaldið. Thiago bætti öðru marki við í uppbótartíma og Brentford fór með 3-1 sigur af hólmi. Þetta var þriðji sigur Brentford í síðustu fjórum leikjum en liðið er í 12. sæti deildarinnar með tólf stig. Newcastle, sem hefur aðeins unnið þrjá af ellefu deildarleikjum sínum, er í 14. sætinu með tólf stig. Með sigrinum jafnaði Villa Bournemouth að stigum en liðin eru í 8. og 9. sæti deildarinnar. Morgan Gibbs-White skoraði í fyrsta deildarsigri Nottingham Forest í tíu leikjum.getty/Neal Simpson Nottingham Forest vann sinn fyrsta deildarsigur undir stjórn Seans Dyche þegar liðið lagði Leeds United að velli, 3-1. Morgan Gibbs-White, Ibrahim Sangaré og Elliot Anderson (víti) skoruðu mörk Forest sem er í nítjánda og næstneðsta sæti deildarinnar með níu stig. Lukas Nmecha skoraði fyrir Leeds sem er með ellefu stig í 16. sæti. Nýliðarnir hafa tapað fjórum af síðustu fimm leikjum sínum. Þá gerðu Crystal Palace og Brighton markalaust jafntefli á Selhurst Park. Palace, sem hefur aðeins unnið einn af síðustu fimm leikjum sínum, er í 10. sætinu með sautján stig, með einu stigi meira og einu sæti ofar en Brighton.
Enski boltinn Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Sjá meira