Fótbolti

Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio

Siggeir Ævarsson skrifar
Lautaro Martinez kom Inter á bragðið í kvöld.
Lautaro Martinez kom Inter á bragðið í kvöld. Vísir/Getty

Inter tyllti sér á topp Seríu A í  kvöld við hlið Roma þegar liðið lagði Lazio 2-0 á San Siro.

Lautaro Martínez kom Inter á bragðið strax á 3. mínútu en Ange-Yoan Bonny innsiglaði sigurinn svo á 61. mínútu í leik þar sem Inter hafði töluverða yfirburði.

Baráttan á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar er afar jöfn eftir ellefu umferðir en Inter og Roma deila toppsætinu með 24 stig, Milan og Napólí koma þar á eftir með 22 stig og Bologna er svo í 5. sæti með 21.

Annað stórlið í Evrópu, PSG, fór einnig á toppinn í sinni deild í kvöld þegar liðið lagði Lyon naumlega 2-3 en Joao Neves skoraði sigurmark Parísliðsins á 95. mínútu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×