Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar 10. nóvember 2025 12:00 Til hamingju með annan í feðradegi nú þegar feður hafa sótt fram frá árinu 1975 (Gottman, Pruett). Árangur Íslands í jafnréttisbaráttunni er af sjálfsögðu feðrum einnig að þakka. Ekkert land í heiminum hefur komist jafn langt.Í nútíma barnauppeldi í gjörbreyttri stöðu barna og ungmenna þarf samfélagið svo sannarlega á umönnunarhæfni feðra að halda. Ófullnægjandi stuðningur við börn og foreldrahlutverkið bitnar mun verr á heilsu kvenna. Hér er mitt innlegg í umræðuna. Það að eignast barn hér áður fyrr gerðist oftast í beinu framhaldi af giftingu. Hlutverk hjónanna voru skýr, hún sá um heimili og börn og hann færði björg í bú. Á sjöunda áratugnum byrjar umræða um að hjónaband sem stofnun sé liðin tíð. En nýlega var haft eftir Gloriu Steinem einni af forystu konum femínista að hjónaband í dag er ekki það sama og það var á sjöunda áratugnum.Breytingarnar sem fylgdu í kjölfarið gjörbyltu víða lífsgæðum karla og kvenna. Einn sá þáttur sem breytti miklu var þegar pör fóru að geta haft stjórn á barneignum. Karlar standa sig yfirleitt vel þegar þeir hafa tök á og geta ráðið við viðfangsefnið.Þar sem karlar ganga ekki með barnið er það þeim mun meira virði að þeir séu aðilar að samtali um tímasetningu barneigna. Feður í dag byggja upp traust og mótandi samband við börnin sín. Þeim er umhugað um að mynda sterk tengsl og að taka virkan þátt í uppvexti þeirra og þroska. Hvar eru fyrirmyndirnar sem geta sýnt nýjum feðrum hvernig það hlutverk virkar? Hefðbundnar samfélagslegar væntingar til karlmanna snúast mikið um líkamlegan styrk og að færa björg í bú. Karlmenn eru nú í miðjum klíðum að móta nýja nútímalega karlmennsku sem einkennist af tilfinningalegum styrk og jafnræðishugsun innan sem utan heimilis. Það að huga að undirbúningi fyrir þá breytingu og álag sem foreldrahlutverkið hefur í för með sér er viðurkennd leið til að tryggja börnum allavega tvo fullorðna á heimilinu. Andvaraleysi misvitra stjórnmálamanna leiðir oftar en ekki af sér að móðirin sér meira um umönnun barna. Aðgerðarleysi í að veita feðrum aðstoð og fræðslu sem styðjandi afl við hefðbundið kynhlutverk þeirra er dragbítur á viðhorfsbreytingu, kynjajöfnuð og framfarir. Tónlistarmaðurinn John Lennon gerði sér grein fyrir, að þegar hann varð faðir í annað sinn, vildi hann skipuleggja líf sittmeð velferð barnsins í huga.Lennon helgaði því nýfædda syninum fyrstu 3 æviárin hans. Eftir þennan tíma mátti heyra í tónlistinni dýpri, mýkri, mannlegri og þroskaðri Lennon.Í dag vitum við að það hefur að einhverju leyti að gera með að tengsl foreldra og barna eru gagnvirk, eins og foreldri hefur þroskandi áhrif á barnið hefur barnið þroskandi áhrif á foreldrið. Á meðgöngu og fyrsta æviári barnsins er stór þáttur í hlutverki föðursins að gera allt sitt til að tryggja að móðirin finni samkennd og stuðning frá honum. Og það veitir henni öryggi og vellíðan. En- hvað gæti stuðlað að öryggi feðra, þeirra innra skipulagi? Nú vitum við að árangur byggist á þremur stoðum: endurtekningu, seiglu og ástríðu. Það að setja föðurhlutverkið í forgang fyrstu 3 æviár barnsinser fjárfesting sem borgar sig á sama hátt og að fjárfestaí námi og þaki yfir höfuðið. Þetta er kannski það sem samfélagið þyrfti að velta fyrir sér. Að lokum vil ég að við leyfum okkur að dreyma um samfélag þar sem feður fengju enn betri forsendur til að verða ástríðufeður. Höfundur er fjölskyldu- og hjónaráðgjafi og sjálfstætt starfandi fræðimaður í jafnréttis- og forvarnarfræðslu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Grétar Gunnarsson Mest lesið Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Bjarki Sigurðsson skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Sjá meira
Til hamingju með annan í feðradegi nú þegar feður hafa sótt fram frá árinu 1975 (Gottman, Pruett). Árangur Íslands í jafnréttisbaráttunni er af sjálfsögðu feðrum einnig að þakka. Ekkert land í heiminum hefur komist jafn langt.Í nútíma barnauppeldi í gjörbreyttri stöðu barna og ungmenna þarf samfélagið svo sannarlega á umönnunarhæfni feðra að halda. Ófullnægjandi stuðningur við börn og foreldrahlutverkið bitnar mun verr á heilsu kvenna. Hér er mitt innlegg í umræðuna. Það að eignast barn hér áður fyrr gerðist oftast í beinu framhaldi af giftingu. Hlutverk hjónanna voru skýr, hún sá um heimili og börn og hann færði björg í bú. Á sjöunda áratugnum byrjar umræða um að hjónaband sem stofnun sé liðin tíð. En nýlega var haft eftir Gloriu Steinem einni af forystu konum femínista að hjónaband í dag er ekki það sama og það var á sjöunda áratugnum.Breytingarnar sem fylgdu í kjölfarið gjörbyltu víða lífsgæðum karla og kvenna. Einn sá þáttur sem breytti miklu var þegar pör fóru að geta haft stjórn á barneignum. Karlar standa sig yfirleitt vel þegar þeir hafa tök á og geta ráðið við viðfangsefnið.Þar sem karlar ganga ekki með barnið er það þeim mun meira virði að þeir séu aðilar að samtali um tímasetningu barneigna. Feður í dag byggja upp traust og mótandi samband við börnin sín. Þeim er umhugað um að mynda sterk tengsl og að taka virkan þátt í uppvexti þeirra og þroska. Hvar eru fyrirmyndirnar sem geta sýnt nýjum feðrum hvernig það hlutverk virkar? Hefðbundnar samfélagslegar væntingar til karlmanna snúast mikið um líkamlegan styrk og að færa björg í bú. Karlmenn eru nú í miðjum klíðum að móta nýja nútímalega karlmennsku sem einkennist af tilfinningalegum styrk og jafnræðishugsun innan sem utan heimilis. Það að huga að undirbúningi fyrir þá breytingu og álag sem foreldrahlutverkið hefur í för með sér er viðurkennd leið til að tryggja börnum allavega tvo fullorðna á heimilinu. Andvaraleysi misvitra stjórnmálamanna leiðir oftar en ekki af sér að móðirin sér meira um umönnun barna. Aðgerðarleysi í að veita feðrum aðstoð og fræðslu sem styðjandi afl við hefðbundið kynhlutverk þeirra er dragbítur á viðhorfsbreytingu, kynjajöfnuð og framfarir. Tónlistarmaðurinn John Lennon gerði sér grein fyrir, að þegar hann varð faðir í annað sinn, vildi hann skipuleggja líf sittmeð velferð barnsins í huga.Lennon helgaði því nýfædda syninum fyrstu 3 æviárin hans. Eftir þennan tíma mátti heyra í tónlistinni dýpri, mýkri, mannlegri og þroskaðri Lennon.Í dag vitum við að það hefur að einhverju leyti að gera með að tengsl foreldra og barna eru gagnvirk, eins og foreldri hefur þroskandi áhrif á barnið hefur barnið þroskandi áhrif á foreldrið. Á meðgöngu og fyrsta æviári barnsins er stór þáttur í hlutverki föðursins að gera allt sitt til að tryggja að móðirin finni samkennd og stuðning frá honum. Og það veitir henni öryggi og vellíðan. En- hvað gæti stuðlað að öryggi feðra, þeirra innra skipulagi? Nú vitum við að árangur byggist á þremur stoðum: endurtekningu, seiglu og ástríðu. Það að setja föðurhlutverkið í forgang fyrstu 3 æviár barnsinser fjárfesting sem borgar sig á sama hátt og að fjárfestaí námi og þaki yfir höfuðið. Þetta er kannski það sem samfélagið þyrfti að velta fyrir sér. Að lokum vil ég að við leyfum okkur að dreyma um samfélag þar sem feður fengju enn betri forsendur til að verða ástríðufeður. Höfundur er fjölskyldu- og hjónaráðgjafi og sjálfstætt starfandi fræðimaður í jafnréttis- og forvarnarfræðslu.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun