„Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 11. nóvember 2025 07:01 Einhverjir keppendur í þríþraut á Ólympíuleikunum í París notuðu þyngdarstjórnunarlyf, sem eru lögleg eins og er. Notkun þyngdarstjórnunarlyfja, á borð við Ozempic, hefur aukist verulega undanfarin ár og þrátt fyrir að vera yfirleitt í toppformi er íþróttafólk alls ekki undanskilið. Yfirmaður hjá alþjóða lyfjaeftirlitinu vill banna slík lyf algjörlega en það mun taka að minnsta kosti tvö ár. Á Ólympíuleikunum í París í fyrra fundust fyrst dæmi um íþróttafólk sem notaði þyngdarstjórnunarlyf. Lyfin eru ekki á bannlista og íþróttafólkið játaði notkunina, þeirra á meðal voru keppninautar Guðlaugar Eddu Hannesdóttur í þríþrautinni. Virka efnið í þyngdarstjórnunarlyfjum, semaglutide, er nú til rannsóknar hjá alþjóða lyfjaeftirlitinu (WADA), sem athugar hvort efnið hafi áhrif á frammistöðu íþróttafólks. Lars Engebretsen, læknirinn sem leiðir rannsóknarnefndina hjá WADA, þarfnast þó ekki frekari sannfæringar. „Ég vil banna þetta algjörlega. Þetta er ekki gott fyrir íþróttir og getur haft mjög neikvæð áhrif á heilsuna, sérstaklega fólk sem glímir nú þegar við átraskanir“ sagði Engebretsen við norska ríkisútvarpið sem fjallaði um málið. Það er þó ekki algjörlega undir honum komið hvort lyfin verði bönnuð en hann fer fyrir einni af þremur rannsóknarnefndum, sem munu rannsaka semaglutide í tvö ár til viðbótar að minnsta kosti. The Sunday Times fullyrðir, eftir samtöl við fleiri lyfjastofnanir, að borið hafi á notkun lyfjanna í íþróttum þar sem íþróttafólk verður að halda sér innan ákveðinna þyngdarmarka. Til dæmis í bardagaíþróttum, sem setja ströng þyngdarskilyrði, en einnig í íþróttum þar sem þyngd getur haft áhrif á mat dómara við fagurfræðileg atriði, eins og listskautum eða fimleikum. Formaður norska fimleikasambandsins ræddi einnig við ríkisútvarpið og lýsti yfir miklum áhyggjum, sem læknirinn tók undir. „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ sagði Engebretsen. Þyngdarstjórnunarlyf Ólympíuleikar Lyf Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Fleiri fréttir Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot NFL-meistararnir úr leik í nótt Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Sjá meira
Á Ólympíuleikunum í París í fyrra fundust fyrst dæmi um íþróttafólk sem notaði þyngdarstjórnunarlyf. Lyfin eru ekki á bannlista og íþróttafólkið játaði notkunina, þeirra á meðal voru keppninautar Guðlaugar Eddu Hannesdóttur í þríþrautinni. Virka efnið í þyngdarstjórnunarlyfjum, semaglutide, er nú til rannsóknar hjá alþjóða lyfjaeftirlitinu (WADA), sem athugar hvort efnið hafi áhrif á frammistöðu íþróttafólks. Lars Engebretsen, læknirinn sem leiðir rannsóknarnefndina hjá WADA, þarfnast þó ekki frekari sannfæringar. „Ég vil banna þetta algjörlega. Þetta er ekki gott fyrir íþróttir og getur haft mjög neikvæð áhrif á heilsuna, sérstaklega fólk sem glímir nú þegar við átraskanir“ sagði Engebretsen við norska ríkisútvarpið sem fjallaði um málið. Það er þó ekki algjörlega undir honum komið hvort lyfin verði bönnuð en hann fer fyrir einni af þremur rannsóknarnefndum, sem munu rannsaka semaglutide í tvö ár til viðbótar að minnsta kosti. The Sunday Times fullyrðir, eftir samtöl við fleiri lyfjastofnanir, að borið hafi á notkun lyfjanna í íþróttum þar sem íþróttafólk verður að halda sér innan ákveðinna þyngdarmarka. Til dæmis í bardagaíþróttum, sem setja ströng þyngdarskilyrði, en einnig í íþróttum þar sem þyngd getur haft áhrif á mat dómara við fagurfræðileg atriði, eins og listskautum eða fimleikum. Formaður norska fimleikasambandsins ræddi einnig við ríkisútvarpið og lýsti yfir miklum áhyggjum, sem læknirinn tók undir. „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ sagði Engebretsen.
Þyngdarstjórnunarlyf Ólympíuleikar Lyf Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Fleiri fréttir Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot NFL-meistararnir úr leik í nótt Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Sjá meira