Lífið

Jana Stein­gríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Jana og Lilja héldu glæsilegan viðburð til styrktar Bleiku slaufunnar á dögunum.
Jana og Lilja héldu glæsilegan viðburð til styrktar Bleiku slaufunnar á dögunum. Vísir/Sigga Ella

Jógakennararnir og vinkonurnar Kristjana Steingrímsdóttir, jafnan þekkt sem Jana Steingríms heilsukokkur, og Lilja Ketilsdóttir stóðu nýverið fyrir bleikum góðgerðarviðburði á Sjálandi í Garðabæ. Fjöldi kvenna naut kvöldsins saman og styrkti í leiðinni gott málefni, en allur ágóði viðburðarins rann óskiptur til Krabbameinsfélagsins og Bleiku slaufunnar.

Viðburðurinn fór fram fimmtudaginn 30. október og var helgaður vellíðan, sjálfsrækt og innri ró. Markmiðið var að skapa rými þar sem konur gætu tekið sér stund til að hægja á, snúa inn á við og efla vitund um eigið jafnvægi.

Við komuna var gestum boðið upp á hollar og bragðgóðar veitingar úr smiðju Jönu. Hjónin Ragnheiður Gröndal og Guðmundur Pétursson fluttu ljúfa tónlist og Sigrún frá Happy Hips fræddi gesti um vagus-taugina og mikilvægi hennar fyrir líkamlega og andlega heilsu.

Síðar um kvöldið buðu þær Jana og Lilja upp á rólegt Yin jóga, dans og öndunaræfingar, og í lokin fór fram kærleikshugleiðsla og tónheilun með Áshildi Hlín Valtýsdóttur sem skapaði kyrrð og innri tengingu.

Kvöldinu lauk svo með veglegu happdrætti og notalegri samverustund.

Ljósmyndir frá kvöldinu tók Sigríður Ella ljósmyndari.

Vísir/Sigga Ella
Vísir/Sigga Ella
Vísir/Sigga Ella
Vísir/Sigga Ella
Vísir/Sigga Ella
Vísir/Sigga Ella
Vísir/Sigga Ella
Vísir/Sigga Ella
Vísir/Sigga Ella
Vísir/Sigga Ella
Vísir/Sigga Ella
Vísir/Sigga Ella
Vísir/Sigga Ella
Vísir/Sigga Ella
Vísir/Sigga Ella
Vísir/Sigga Ella
Vísir/Sigga Ella





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.