Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Lovísa Arnardóttir skrifar 11. nóvember 2025 13:46 Borgarfjörður Borgarnes Atvinnuvegaráðuneytið hefur staðfest ákvörðun Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu um að leggja um milljón króna stjórnarvaldssekt á rekstraraðila gistiheimilis vegna þess að gistiheimilið var opnað og rekið án tilskilinna leyfa. Umsókn um leyfi var fyrst send árið 2017 en svo hafnað 2020. Ráðuneytið biðst velvirðingar á því í úrskurðinum hversu langan tíma tók að afgreiða málið. Í úrskurði ráðuneytisins kemur fram að beiðni rekstraraðila um rekstrarleyfi fyrir gististað hafi fyrst verið send til Sýslumannsins á Vesturlandi árið 2017. Umsókninni hafi verið hafnað af sveitarfélaginu og vísað til þess að húsið sem átti að reka gistiheimilið í væri ekki á skilgreindu atvinnusvæði. Beiðni um leyfi var send inn árið 2017 og svo tilkynnt um endanlega ákvörðun um að synja um leyfi í september árið 2020. Ákvörðunin var kærð til ráðuneytisins í desember árið 2020. Umsögn sýslumanns og andmæli rekstraraðilans bárust svo 2021. Í úrskurði ráðuneytisins kemur einnig fram að á sama tíma og umsókn kæranda var til meðferðar hjá Sýslumanninum á Vesturlandi hafi Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu, sem hefur eftirlit með rekstrarleyfisskyldri gististarfsemi, hafið athugun á því hvort kærandi starfrækti gististarfsemi án þess að hafa fengið til þess rekstrarleyfi, og var honum tilkynnt um þá athugun með bréfi dags. 22. september 2022. Sú athugun var gerð með tilvísun til auglýsinga á bókunarsíðunni Booking.com og þess að íbúðir kæranda væru skráðar á lista Ferðamálastofu um gististaði sem tilbúnir væru að taka á móti gestum í sóttkví. Eftir þá skoðun var það niðurstaða sýslumanns að rekin hefði verið leyfisskyld starfsemi án tilskilins rekstrarleyfis. Rekstraraðila var svo tilkynnt með bréfi 11. nóvember 2020 að á hann yrði lögð stjórnvaldssekt, sem þótti hæfilega metin 992.000 kr. Álagning fasteignagjalda Í úrskurði ráðuneytisins kemur fram að maðurinn sem rak gistiheimilið byggi mál sitt á því að hann hafi í raun haft leyfi til reksturs gistiheimilis því lögð hafi verið á hann fasteignagjöld eins og að um atvinnuhúsnæði hafi verið að ræða. Þó svo að umsókn hans hafi verið hafnað hafi hann staðið í þeirri meiningu, vegna álagningar fasteignagjaldanna, að leyfið hefði verið samþykkt. Hann hafi aldrei ætlað sér að reka gistiheimili án leyfis og hafi alltaf staðið í þeirri meiningu að leyfið væri til staðar. Þá kemur fram að allir aðilar hafi verið meðvitaðir um þetta fyrirkomulag og hann telji því sýslumanninum ekki hafa verið heimilt að leggja á sig stjórnvaldssekt. Í úrskurðinum kemur fram að rekstur gistiheimila sé háður því að gefið hafi verið út rekstrarleyfi og að það megi beita stjórnvaldssektum óháð því hvort lögbrot hafi verið framin af ásetningi eða gáleysi. Alltaf óheimilt að reka gistiheimili án leyfis Í niðurstöðu ráðuneytisins segir að enginn ágreiningur sé um að ekkert rekstrarleyfi hafi verið gefið út og starfsemin hafi samt sem áður verið rekin í húsinu. Ákvörðun um að beita stjórnvaldssekt hafi verið ákveðin með tilliti til þess. Ráðuneytið tekur undir að ákvörðun um úrskurð hafi tekið langan tíma en telur þó ekki að hann hafi mátt hefja rekstur þó svo að svo hafi verið. Hvað varðar álagningu fasteignagjalda segir ráðuneytið að sveitarfélög leggi á ýmis gjöld og komi að rekstri með ýmsum hætti. Það breyti því ekki að óheimilt sé að reka gistiheimili án leyfis. „Samkvæmt þessu verður ekki fallist á þær málsástæður kæranda að hann hafi í reynd haft útgefið rekstrarleyfi. Þannig verður að mati ráðuneytisins með engu móti ráðið af samskiptum kæranda við hlutaðeigandi stjórnvöld í málinu að hann hafi haft gildar ástæður til þess að ætla annað en að umsókn hans um rekstrarleyfi væri enn til meðferðar hjá sýslumanni,“ segir í úrskurðinum og að ráðuneytið geti heldur ekki fallist á að enginn ávinningur hafi verið af brotunum. Ljóst sé að í rekstri án tilskilinna leyfa felist forskot gagnvart öðrum fyrirtækjum sem fylgi reglum og bíði eftir útgáfu. Ráðuneytið staðfesti því ákvörðun sýslumanns. Ferðaþjónusta Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Húsnæðismál Mest lesið Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Orkuöryggi sagt standa tæpt gangi ný orkuspá eftir Viðskipti Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Samstarf Mango opnar í Smáralind Viðskipti innlent „Eru kannski á mörkunum í siðferðislegri markaðssetningu“ Viðskipti Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Sjá meira
Í úrskurði ráðuneytisins kemur fram að beiðni rekstraraðila um rekstrarleyfi fyrir gististað hafi fyrst verið send til Sýslumannsins á Vesturlandi árið 2017. Umsókninni hafi verið hafnað af sveitarfélaginu og vísað til þess að húsið sem átti að reka gistiheimilið í væri ekki á skilgreindu atvinnusvæði. Beiðni um leyfi var send inn árið 2017 og svo tilkynnt um endanlega ákvörðun um að synja um leyfi í september árið 2020. Ákvörðunin var kærð til ráðuneytisins í desember árið 2020. Umsögn sýslumanns og andmæli rekstraraðilans bárust svo 2021. Í úrskurði ráðuneytisins kemur einnig fram að á sama tíma og umsókn kæranda var til meðferðar hjá Sýslumanninum á Vesturlandi hafi Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu, sem hefur eftirlit með rekstrarleyfisskyldri gististarfsemi, hafið athugun á því hvort kærandi starfrækti gististarfsemi án þess að hafa fengið til þess rekstrarleyfi, og var honum tilkynnt um þá athugun með bréfi dags. 22. september 2022. Sú athugun var gerð með tilvísun til auglýsinga á bókunarsíðunni Booking.com og þess að íbúðir kæranda væru skráðar á lista Ferðamálastofu um gististaði sem tilbúnir væru að taka á móti gestum í sóttkví. Eftir þá skoðun var það niðurstaða sýslumanns að rekin hefði verið leyfisskyld starfsemi án tilskilins rekstrarleyfis. Rekstraraðila var svo tilkynnt með bréfi 11. nóvember 2020 að á hann yrði lögð stjórnvaldssekt, sem þótti hæfilega metin 992.000 kr. Álagning fasteignagjalda Í úrskurði ráðuneytisins kemur fram að maðurinn sem rak gistiheimilið byggi mál sitt á því að hann hafi í raun haft leyfi til reksturs gistiheimilis því lögð hafi verið á hann fasteignagjöld eins og að um atvinnuhúsnæði hafi verið að ræða. Þó svo að umsókn hans hafi verið hafnað hafi hann staðið í þeirri meiningu, vegna álagningar fasteignagjaldanna, að leyfið hefði verið samþykkt. Hann hafi aldrei ætlað sér að reka gistiheimili án leyfis og hafi alltaf staðið í þeirri meiningu að leyfið væri til staðar. Þá kemur fram að allir aðilar hafi verið meðvitaðir um þetta fyrirkomulag og hann telji því sýslumanninum ekki hafa verið heimilt að leggja á sig stjórnvaldssekt. Í úrskurðinum kemur fram að rekstur gistiheimila sé háður því að gefið hafi verið út rekstrarleyfi og að það megi beita stjórnvaldssektum óháð því hvort lögbrot hafi verið framin af ásetningi eða gáleysi. Alltaf óheimilt að reka gistiheimili án leyfis Í niðurstöðu ráðuneytisins segir að enginn ágreiningur sé um að ekkert rekstrarleyfi hafi verið gefið út og starfsemin hafi samt sem áður verið rekin í húsinu. Ákvörðun um að beita stjórnvaldssekt hafi verið ákveðin með tilliti til þess. Ráðuneytið tekur undir að ákvörðun um úrskurð hafi tekið langan tíma en telur þó ekki að hann hafi mátt hefja rekstur þó svo að svo hafi verið. Hvað varðar álagningu fasteignagjalda segir ráðuneytið að sveitarfélög leggi á ýmis gjöld og komi að rekstri með ýmsum hætti. Það breyti því ekki að óheimilt sé að reka gistiheimili án leyfis. „Samkvæmt þessu verður ekki fallist á þær málsástæður kæranda að hann hafi í reynd haft útgefið rekstrarleyfi. Þannig verður að mati ráðuneytisins með engu móti ráðið af samskiptum kæranda við hlutaðeigandi stjórnvöld í málinu að hann hafi haft gildar ástæður til þess að ætla annað en að umsókn hans um rekstrarleyfi væri enn til meðferðar hjá sýslumanni,“ segir í úrskurðinum og að ráðuneytið geti heldur ekki fallist á að enginn ávinningur hafi verið af brotunum. Ljóst sé að í rekstri án tilskilinna leyfa felist forskot gagnvart öðrum fyrirtækjum sem fylgi reglum og bíði eftir útgáfu. Ráðuneytið staðfesti því ákvörðun sýslumanns.
Ferðaþjónusta Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Húsnæðismál Mest lesið Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Orkuöryggi sagt standa tæpt gangi ný orkuspá eftir Viðskipti Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Samstarf Mango opnar í Smáralind Viðskipti innlent „Eru kannski á mörkunum í siðferðislegri markaðssetningu“ Viðskipti Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Sjá meira