Innlent

Ís­lensk stjórn­völd viður­kenndu brot

Agnar Már Másson skrifar
Skrifstofur EFTA eru til húsa í Brussel.
Skrifstofur EFTA eru til húsa í Brussel. EFTA

Íslensk stjórnvöld sitja uppi með málskostnaðinn eftir að dómstóll EFTA dæmdi þeim í óhag í tveimur málum í dag. Stjórnvöld viðurkenndu að hafa vanefnt skyldur sínar gagnvart Fríverslunarsamtökum Evrópu með því að innleiða ekki tilskipanir um urðun úrgangs og plastumbúðir innan frests.

Dómstóll EFTA, fríverslunarsamtaka Evrópu, dæmdi í tveimur málum gegn Íslandi í dag. EFTA hafði kært íslensk stjórnvöld fyrir að bregðast skyldum sínum samkvæmt EES-samningnum og tilskipunum Evrópusambandsins.

Ísland viðurkenndi brot í báðum málum og mótmælti ekki kröfum ESA. Málin eru snoðlík og varða bæði Evróputilskipanir sem eiga að miða að því að draga úr urðun úrgangs, auka endurvinnslu og bæta úrgangsstjórnun og voru teknar inn í EES-samninginn á siðustu fjórum árum.

Í öðru málinu, sem varðar tilskipun um markmið um endurvinnslu og úrgangsstjórnun, hafði ESA, eftirlitsstofnun EFTA, sent stjórnvöldum á Íslandi formlega áminningu í mars 2022 en ekki fengið svar frá íslenskum stjórnvöldum. ESA sendi þá rökstutt álit í maí 2022 með fresti til 31. júlí 2022. Íslensk stjórnvöld tilkynntu svo í júní 2023 að tilskipunin hefði verið innleidd frá byrjun árs 2023 en lykilákvæði voru enn óinnleidd.

Í hinu málinu, sem varðar löggjöf, sendi ESA formlega áminningu í ágúst 2022 en fékk ekki svar og sendi þá rökstutt álit í febrúar 2023 og gaf stjórnvöldum frest fram í apríl. Ísland tilkynnti í júní 2023 að tilskipunin hefði verið innleidd frá 1. janúar 2023 en ESA benti þá á að nokkur mikilvæg ákvæði væru enn ekki innleidd.

ESA höfðaði þá bæði málin 9. apríl 2025 og Ísland viðurkenndi brot og mótmælti ekki kröfum sóknaraðilans.

Þannig sitja stjórnvöld eftir með málskostnaðinn en upphæðin er ekki tilgreind í dómnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×