Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Bjarki Sigurðsson skrifar 11. nóvember 2025 21:34 Bryndís segir að því miður hafi áhugi dómsmálaráðherra síðustu ára verið lítill. Samsett Mynd Allt að fjörutíu milljarðar króna streyma úr landi til erlendra veðmálasíðna á hverju ári. Mögulegar tekjur ríkissjóðs af netspiluninni eru ellefu milljarðar. Talið er að óbreytt staða til lengri tíma sé það versta sem gæti gerst. Þetta kemur fram í skýrslu sem er gefin út af Happdrætti Háskóla Íslands (HHÍ). Félagið er eitt af sex sem hafa sérleyfi til að reka veðmálastarfsemi á Íslandi. Staðan sé alvarleg Félagið vildi varpa ljósi á stöðuna á markaðnum, en spilahegðun Íslendinga hefur gjörbreyst á síðustu árum. Nú veðjum við mun meira og spilunin er að færast yfir á erlendar síður sem starfa hér óáreittar í skjóli úreltra laga sem hefur vart verið breytt í tuttugu ár. „Okkur fannst ástæða til að taka saman stöðuna og setja í þessa skýrslu til þess að reyna að fá stjórnvöld til að bregðast við stöðunni, sem við teljum mjög alvarlega,“ segir Bryndís Hrafnkelsdóttir, forstjóri HHÍ. Þurfi skýrar leikreglur Í skýrslunni kemur fram að allt að fjörutíu milljarðar króna streymi úr landi árlega til erlendra síðna, og því er velt upp að skatttekjur af þeirri upphæð gætu numið ellefu milljörðum. „Ísland er eina landið, eða eitt af fáum löndum, í Evrópu sem ekki hefur lögleitt netmarkaðinn. Stjórnvöld þurfa að setja skýra lagaumgjörð með skýrum leikreglum um hverjir mega vera þar og hverjir ekki,“ segir Bryndís. Ráðherrar lítið gert Þannig sé hægt að ná ábyrgri stjórn á stöðunni, en því miður hafi áhugi dómsmálaráðherra síðustu ára verið lítill. „Þeir hafa bara ekki haft þor og dug þegar á reynir. Þetta er flókið og það þarf mikið átak til að eitthvað gerist á þessum markaði. En við teljum að það sé lag að gera það núna. Málið er að það versta sem gerist, er að það verði ekkert gert. Það má ekki gerast núna,“ segir Bryndís. Bryndís Hrafnkelsdóttir er forstjóri Happdrættis Háskóla Íslands.Vísir/Bjarni Fjárhættuspil Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skattar, tollar og gjöld Tengdar fréttir Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Hugi Halldórsson, stjórnarmaður hjá KKÍ, hefur reglulega auglýst erlenda veðmálafyrirtækið Coolbet, bæði á samfélagsmiðlinum X sem og í hlaðvarpinu 70 mínútum. Framkvæmdastjóri sambandsins vildi lítið tjá sig um málið. 24. október 2025 10:01 „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Dómsmálaráðherra vill skoða að hleypa erlendum veðmálasíðum inn á íslenskan markað. Staðan eins og hún er sé alls ekki góð. Hún hallist ekki að því að banna hluti. 21. október 2025 22:31 Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Óbreytt ástand á veðmálamarkaði er óboðlegt að sögn forseta Íþrótta- og ólympíusambandsins. Hann skorar á stjórnvöld að ráðast í breytingar sem allra fyrst. 16. október 2025 23:02 Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Sjá meira
Þetta kemur fram í skýrslu sem er gefin út af Happdrætti Háskóla Íslands (HHÍ). Félagið er eitt af sex sem hafa sérleyfi til að reka veðmálastarfsemi á Íslandi. Staðan sé alvarleg Félagið vildi varpa ljósi á stöðuna á markaðnum, en spilahegðun Íslendinga hefur gjörbreyst á síðustu árum. Nú veðjum við mun meira og spilunin er að færast yfir á erlendar síður sem starfa hér óáreittar í skjóli úreltra laga sem hefur vart verið breytt í tuttugu ár. „Okkur fannst ástæða til að taka saman stöðuna og setja í þessa skýrslu til þess að reyna að fá stjórnvöld til að bregðast við stöðunni, sem við teljum mjög alvarlega,“ segir Bryndís Hrafnkelsdóttir, forstjóri HHÍ. Þurfi skýrar leikreglur Í skýrslunni kemur fram að allt að fjörutíu milljarðar króna streymi úr landi árlega til erlendra síðna, og því er velt upp að skatttekjur af þeirri upphæð gætu numið ellefu milljörðum. „Ísland er eina landið, eða eitt af fáum löndum, í Evrópu sem ekki hefur lögleitt netmarkaðinn. Stjórnvöld þurfa að setja skýra lagaumgjörð með skýrum leikreglum um hverjir mega vera þar og hverjir ekki,“ segir Bryndís. Ráðherrar lítið gert Þannig sé hægt að ná ábyrgri stjórn á stöðunni, en því miður hafi áhugi dómsmálaráðherra síðustu ára verið lítill. „Þeir hafa bara ekki haft þor og dug þegar á reynir. Þetta er flókið og það þarf mikið átak til að eitthvað gerist á þessum markaði. En við teljum að það sé lag að gera það núna. Málið er að það versta sem gerist, er að það verði ekkert gert. Það má ekki gerast núna,“ segir Bryndís. Bryndís Hrafnkelsdóttir er forstjóri Happdrættis Háskóla Íslands.Vísir/Bjarni
Fjárhættuspil Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skattar, tollar og gjöld Tengdar fréttir Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Hugi Halldórsson, stjórnarmaður hjá KKÍ, hefur reglulega auglýst erlenda veðmálafyrirtækið Coolbet, bæði á samfélagsmiðlinum X sem og í hlaðvarpinu 70 mínútum. Framkvæmdastjóri sambandsins vildi lítið tjá sig um málið. 24. október 2025 10:01 „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Dómsmálaráðherra vill skoða að hleypa erlendum veðmálasíðum inn á íslenskan markað. Staðan eins og hún er sé alls ekki góð. Hún hallist ekki að því að banna hluti. 21. október 2025 22:31 Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Óbreytt ástand á veðmálamarkaði er óboðlegt að sögn forseta Íþrótta- og ólympíusambandsins. Hann skorar á stjórnvöld að ráðast í breytingar sem allra fyrst. 16. október 2025 23:02 Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Sjá meira
Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Hugi Halldórsson, stjórnarmaður hjá KKÍ, hefur reglulega auglýst erlenda veðmálafyrirtækið Coolbet, bæði á samfélagsmiðlinum X sem og í hlaðvarpinu 70 mínútum. Framkvæmdastjóri sambandsins vildi lítið tjá sig um málið. 24. október 2025 10:01
„Þessi starfsemi er komin til að vera“ Dómsmálaráðherra vill skoða að hleypa erlendum veðmálasíðum inn á íslenskan markað. Staðan eins og hún er sé alls ekki góð. Hún hallist ekki að því að banna hluti. 21. október 2025 22:31
Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Óbreytt ástand á veðmálamarkaði er óboðlegt að sögn forseta Íþrótta- og ólympíusambandsins. Hann skorar á stjórnvöld að ráðast í breytingar sem allra fyrst. 16. október 2025 23:02