Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. nóvember 2025 13:31 Erlendur segir meirihluta fólks nýta sér birtuna síðdegis frekar en á morgnana. Stærðfræðingur hefur stofnað undirskriftalista til verndar síðdegisbirtunni í tilefni af umræðum um mögulegar breytingar á klukkunni hér á landi. Hann segir að skoða þurfi málið til hlítar og taka mið af öllum rökum í málinu, ekki einungis svefnrökum. Það hafi verið grandskoðað af sérfræðingum fyrir nokkrum árum og niðurstaðan sú að halda klukkunni óbreyttri. „Það voru miklar umræður um að breyta klukkunni hér í kringum árið 2015. Síðan var farið í mjög stórt samráð um þetta mál, starfshópur skipaður um þetta og og málið skoðað frá öllum hliðum frá 2018 til 2020. Svo var ákveðið að gera ekki neitt og ég get ekki séð að það hafi verið af einhverji þrjósku, að illa athuguðu máli, því að þarna voru allar hliðar málsins skoðaðar,“ segir Erlendur S. Þorsteinsson stærðfræðingur í samtali við Vísi. Hann hefur nú hafið undirskriftarsöfnun til varnar síðdegisbirtunni. Tilefnið er önnur söfnun undirskrifta og miklar umræður um að breyta klukkunni í takti við gang sólar, þannig að það birti fyrr að degi. Erla Björnsdóttir sálfræðingur og sérfræðingur er fremst í stafni þeirra sem vilja að klukkunni verði breytt á þennan hátt. Hefur hún vísað til þess að Grænlendingar hafi nú tekið fyrir leiðréttingu á þingi á sínum tíma eftir að hafa breytt klukkunni með sambærilegum hætti og Íslendingar árið 2022. Það hafi farið illa í grænlensk börn og foreldrar óánægðir. Segir nauðsynlegt að horfa á allar hliðar Erlendur segir að svefnrökin sem Erla vísi til séu ekki ný af nálinni. Þau hafi verið skoðuð í samráðinu fyrir nokkrum árum síðan en séu einungis ein rök. Síðdegisbirtan hafi verið metin mikilvægari en morgunbirtan. Öll rökin hafi verið þekkt og síðdegisbirtan varð ofan á. „Þetta er ekkert nýtt sem kemur fram þar. Þetta er eitt af því sem var skoðað á sínum tíma og það var líka fullt af öðrum hlutum skoðaðir í flóknu samspili lífsins. Þar með talin sú staðreynd að ef við breytum klukkunni þá missum við síðdegisbirtuna og það er hún sem við notum mest til útivistar. Ég veit ekki hvað hefur gerst á fimm árum en niðurstaðan var sú að menn óttuðust að það yrðu meiri neikvæð áhrif af breytingum heldur en jákvæð áhrif vegna svefnsins.“ Erlendur segir að þannig hefði það mikil og neikvæð áhrif á lýðheilsu. Hann komi fyrst og fremst að málinu sem stærðfræðingur og líti til þeirra klukkustunda sem fólk sé vakandi og geti þá nýtt birtuna. Væri klukkunni breytt myndi heildarbirtustundir fólks fækka um þrettán prósent á ársgrundvelli að sögn Erlends. Stuðningsfólk þess að klukkunni verði breytt hafa sagt að það myndi hafa í för með sér jákvæð áhrif á lýðheilsu barna. Börnin myndu þá fá aukna dagsbirtu á morgnana. „Ég er ekki líffræðingur og get ekki tjáð mig um það. Ég verð bara að gefa mér það að þau rök séu rétt. Hinsvegar bendi ég á að þetta sé miklu flóknara en þessi einu rök um svefninn. Við gefum okkur að þetta sé rétt, enda eru þetta sérfræðingar, en það hefur líka áhrif á börn ef þau geta ekki stundað íþróttir í birtu seinni partinn,“ segir Erlendur. „Það sem vantar til að umræðan um þetta mál verði almennileg er að menn fari og skoði hvaða áhrif þetta hefur í heild. Menn voru hræddir við að breyta þessu og það þarf að skoða hvaða máli síðdegisbirtan skiptir fyrir börn og fullorðna. Við þurfum að skoða allt samhengið en ekki endurtaka einu og sömu rökin aftur og aftur.“ Myndi þýða enga birtu að morgni og enga síðdegis Erlendur tekur sem dæmi um mann í vinnu frá 08:00 til 16:00 sem þurfi að leggja af stað 7:40 og sé kominn heim 16:20, einmitt núna í nóvember miðað við núverandi sólarstöðu. „Sólarupprás þessa dagana er klukkan 9:42 og sólarlag klukkan 16:40. Þú ferð í vinnuna í myrkri en þú rétt nærð tuttugu mínútna göngutúr áður en sólin sest. Ef klukkunni verður breytt að þá væri sólarupprás 8:42 og sólarlag klukkan 15:40, meiri birta að morgni, minni birta síðdegis. En þú ferð í vinnuna í myrkri og þú ferð aftur heim í myrkri. Allri birtunni væri eytt á skrifstofunni. Í raun engin morgunbirta en heldur engin síðdegisbirta fyrir útivist.“ Svefn Klukkan á Íslandi Heilbrigðismál Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Fleiri fréttir Myndbirtingar á börnum geta skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Sjá meira
„Það voru miklar umræður um að breyta klukkunni hér í kringum árið 2015. Síðan var farið í mjög stórt samráð um þetta mál, starfshópur skipaður um þetta og og málið skoðað frá öllum hliðum frá 2018 til 2020. Svo var ákveðið að gera ekki neitt og ég get ekki séð að það hafi verið af einhverji þrjósku, að illa athuguðu máli, því að þarna voru allar hliðar málsins skoðaðar,“ segir Erlendur S. Þorsteinsson stærðfræðingur í samtali við Vísi. Hann hefur nú hafið undirskriftarsöfnun til varnar síðdegisbirtunni. Tilefnið er önnur söfnun undirskrifta og miklar umræður um að breyta klukkunni í takti við gang sólar, þannig að það birti fyrr að degi. Erla Björnsdóttir sálfræðingur og sérfræðingur er fremst í stafni þeirra sem vilja að klukkunni verði breytt á þennan hátt. Hefur hún vísað til þess að Grænlendingar hafi nú tekið fyrir leiðréttingu á þingi á sínum tíma eftir að hafa breytt klukkunni með sambærilegum hætti og Íslendingar árið 2022. Það hafi farið illa í grænlensk börn og foreldrar óánægðir. Segir nauðsynlegt að horfa á allar hliðar Erlendur segir að svefnrökin sem Erla vísi til séu ekki ný af nálinni. Þau hafi verið skoðuð í samráðinu fyrir nokkrum árum síðan en séu einungis ein rök. Síðdegisbirtan hafi verið metin mikilvægari en morgunbirtan. Öll rökin hafi verið þekkt og síðdegisbirtan varð ofan á. „Þetta er ekkert nýtt sem kemur fram þar. Þetta er eitt af því sem var skoðað á sínum tíma og það var líka fullt af öðrum hlutum skoðaðir í flóknu samspili lífsins. Þar með talin sú staðreynd að ef við breytum klukkunni þá missum við síðdegisbirtuna og það er hún sem við notum mest til útivistar. Ég veit ekki hvað hefur gerst á fimm árum en niðurstaðan var sú að menn óttuðust að það yrðu meiri neikvæð áhrif af breytingum heldur en jákvæð áhrif vegna svefnsins.“ Erlendur segir að þannig hefði það mikil og neikvæð áhrif á lýðheilsu. Hann komi fyrst og fremst að málinu sem stærðfræðingur og líti til þeirra klukkustunda sem fólk sé vakandi og geti þá nýtt birtuna. Væri klukkunni breytt myndi heildarbirtustundir fólks fækka um þrettán prósent á ársgrundvelli að sögn Erlends. Stuðningsfólk þess að klukkunni verði breytt hafa sagt að það myndi hafa í för með sér jákvæð áhrif á lýðheilsu barna. Börnin myndu þá fá aukna dagsbirtu á morgnana. „Ég er ekki líffræðingur og get ekki tjáð mig um það. Ég verð bara að gefa mér það að þau rök séu rétt. Hinsvegar bendi ég á að þetta sé miklu flóknara en þessi einu rök um svefninn. Við gefum okkur að þetta sé rétt, enda eru þetta sérfræðingar, en það hefur líka áhrif á börn ef þau geta ekki stundað íþróttir í birtu seinni partinn,“ segir Erlendur. „Það sem vantar til að umræðan um þetta mál verði almennileg er að menn fari og skoði hvaða áhrif þetta hefur í heild. Menn voru hræddir við að breyta þessu og það þarf að skoða hvaða máli síðdegisbirtan skiptir fyrir börn og fullorðna. Við þurfum að skoða allt samhengið en ekki endurtaka einu og sömu rökin aftur og aftur.“ Myndi þýða enga birtu að morgni og enga síðdegis Erlendur tekur sem dæmi um mann í vinnu frá 08:00 til 16:00 sem þurfi að leggja af stað 7:40 og sé kominn heim 16:20, einmitt núna í nóvember miðað við núverandi sólarstöðu. „Sólarupprás þessa dagana er klukkan 9:42 og sólarlag klukkan 16:40. Þú ferð í vinnuna í myrkri en þú rétt nærð tuttugu mínútna göngutúr áður en sólin sest. Ef klukkunni verður breytt að þá væri sólarupprás 8:42 og sólarlag klukkan 15:40, meiri birta að morgni, minni birta síðdegis. En þú ferð í vinnuna í myrkri og þú ferð aftur heim í myrkri. Allri birtunni væri eytt á skrifstofunni. Í raun engin morgunbirta en heldur engin síðdegisbirta fyrir útivist.“
Svefn Klukkan á Íslandi Heilbrigðismál Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Fleiri fréttir Myndbirtingar á börnum geta skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Sjá meira